Viðskipti innlent

Salan á Iceland: Óróinn á mörkuðum gæti sett strik í reikninginn

Ráðgert er að hefja formlegt söluferli á hlutum skilanefnda Landsbankans og Glitnis í Iceland keðjunni í næstu viku þegar mögulegir kaupendur fá send gögn með ítarlegum upplýsingum um málið. Í blaðinu Sunday Times er því þó haldið fram að salan gæti tafist vegna óróans á fjármálamörkuðum en blaðið segir, án þess að geta heimilda, að stórbankarnir Bank of America, Merrill Lynch og UBS, sem hafa verið íslensku bönkunum til ráðgjafar, geti ekki tryggt hugsanlegum kaupendum lánsfé.

Margar helstu stórmarkaðakeðjur Bretlands hafa sýnt Iceland áhuga og þá hefur Malcolm Walker stofnandi keðjunnar, sýnt áhuga á að kaupa hlutinn, en fyrir á hann 23 prósent í keðjunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×