Viðskipti innlent

Jarðvarmaklasinn vekur athygli ytra

Fjöldi fólks mætti á fund um samstarf fyrirtækja í jarðvarmageiranum. Þórólfur Árnason fór yfir verkið. Fréttablaðið/Anton
Fjöldi fólks mætti á fund um samstarf fyrirtækja í jarðvarmageiranum. Þórólfur Árnason fór yfir verkið. Fréttablaðið/Anton
Fyrirsjáanlegt er að starfsfólk skorti í ýmsum greinum jarðvarmanýtingar á næstu árum. Horft er fram á að nýtingin fari úr 4.500 gígavattstundum nú í tólf þúsund á næstu fimmtán árum. Af þessum sökum verður að leita leiða til að efla nýliðun í greinum sem tengjast jarðvarmanýtingu og auka áhuga ungs fólks á tæknigreinum allt upp í háskóla.

Þetta er á meðal þess sem fram kom á fundi með forsvarsmönnum íslenska jarðvarmaklasans Iceland Geothermal og fulltrúum fyrirtækja sem vinna í jarðvarmageiranum á föstudag.

Á fundinum var meðal annars rætt um upphaf samstarfsins árið 2009, vinnu með dr. Michael Porter í fyrra og næstu skref. Porter er einn þekktasti sérfræðingur heims á sviði samkeppnishæfni þjóða og klasasamstarfs. Hann kortlagði íslenska jarðhitaklasann með samstarfsmanni sínum, dr. Christian Ketels, og kynnti niðurstöðurnar á ráðstefnu Iceland Geothermal fyrir ári.

Hákon Gunnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Gekon, sem heldur utan um íslenska jarðvarmaklasann, sagði samstarfið hafa gengið mjög vel fram til þessa. Það hafi vakið athygli ytra og sé stutt í að það verði skólabókardæmi um klasasamstarf í IESE-háskólanum í Barcelona á Spáni. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×