Viðskipti innlent

Spá 25 punkta hækkun stýrivaxta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásdís Kristjánsdóttir er forstöðumaður Greiningar Arion banka.
Ásdís Kristjánsdóttir er forstöðumaður Greiningar Arion banka. Mynd/ Anton.
Greiningardeild Arion banka telur að meirihluti peningastefnunefndar muni hækka stýrivexti um 25 punkta á næsta fundi sem verður 21. september næstkomandi. Það yrði þá önnur hækkunin í röð því að stýrivextir voru hækkaðir um 25 punkta í ágúst. Arion segir að þar með hafi Seðlabanki Íslands stimplað sig inn sem eins konar eyland þar sem seðlabankar annarra landa hafi tekið aðra stefnu og látið staðar numið með vaxtahækkanir á meðan óvissa ríkir á alþjóðamörkuðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×