Viðskipti innlent

Markaðir taka við sér

Hlutabréf í Asíu hækkuðu í nótt vegna væntinga fjárfesta um að skuldakreppunni í Evrópu fari að linna. Í japan hækkaði Nikkei vísitalan um tvö prósent. Í Suður-Kóreu fór aðalvísitalan upp um 3,5 prósent og í Ástralíu fór ASX vísitalan upp um tvö prósent.

Helstu vísitölu í kauphöllum Evrópu hækkuðu einnig lítillega við opnun markaða í dag. Aðgerðir helstu seðlabanka heimsins sem tilkynnt var í gær virðast því hafa haft góð áhrif á fjárfesta. Þá standa vonir til þess að fjármálaráðherrar evruríkjanna nái árangri á fundi sem haldinn verður í Póllandi síðar í dag. Þar verður rætt um frekari aðgerðir vegna skuldavanda evruríkjanna og mun Timothy Geitner fjármálaráðherra Bandaríkjanna einnig sækja fundinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×