Viðskipti innlent

Heimilt að framlengja gjaldeyrishöftin til 2013

Alþingi hefur veitt Seðlabanka Íslands heimild til að framlengja gjaldeyrishöftin til ársins 2013. Efnahags- og viðskiptaráðherra segir hugmyndir um að afnema höftin í dag vera glapræði.

Alþingi samþykkti frumvarp þess efnis nú síðdegis en áður stóð til að veita heimild til ársins 2016. Stjórnarandstaðan ítrekaði hins vegar að stytting heimildarinnar væri skref í rétta átt en brýnt væri að stjórnvöld færu vel yfir peningastefnu landsins og afnám haftana sem allra fyrst.

Efnahags- og viðskiptaráðherra  segir það alveg ljóst að ekki sé verið að lögfesta gjaldeyrishöftin til ársins 2013, lögin séu eingöngu heimild fyrir seðlabankann.

Árni Páll segir margt þurfa að koma til svo afnema megi höftin. Mörg lönd í Evrópu séu að taka upp gjaldeyrishöft þessa dagana vegna erfiðleika á alþjóðlegum mörkuðum.

Árni Páll segir hins vegar þetta ástand eiga eftir að leysast og þá skapist svigrúm fyrir Ísland að afnema höftin. Nú verði rætt þvert á flokka hver framtíðin verður.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×