Viðskipti innlent

Reginn skilaði 66 milljóna hagnaði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Húsnæðið World Class er meðal annars í eigu Regins.
Húsnæðið World Class er meðal annars í eigu Regins. Mynd/ Vilhelm.
Hagnaður Regins ehf., dótturfélags Landsbankans,  fyrstu 6 mánuði ársins 2011 nam 66 milljónum króna samanborið við 48 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Eignasafn félagsins nam um mitt ár í fyrra um 23 milljörðum króna samanborið við 34 milljarða króna um mitt ár nú.

Rekstrartekjur félagsins á fyrstu sex mánuðum ársins 2011 námu 1.411 milljónum króna samanborið við 965 milljónir króna fyrir sama tímabil í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði nam 727 milljónum króna samanborið við 336 milljónir króna fyrir sama tímabil í fyrra. Hækkun á veltu milli ára skýrist af stærra eignasafni.

Reginn ehf. er eigandi að mörgum af helstu fasteignum höfuðborgarsvæðisins eins og Smáralind, Egilshöll, Laugum í Laugardal og Bíldshöfða 9, auk þróunarverkefna. Félagið á 58 fasteignir og 13 þróunarverkefni í formi lóða eða mannvirkja í byggingu. Stefnt er að því að skrá félagið á markað um mitt næsta ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×