Ekki færri íbúðir síðan í stríði 14. júlí 2011 05:00 Aðeins voru samþykktar 27 umsóknir um byggingarleyfi hjá byggingarfulltrúanum í Reykjavík árið 2010. Byggingafulltrúi segir markaðinn vera í frosti. fréttablaðið/vilhelm Um síðustu áramót voru aðeins 14 nýjar íbúðir í smíðum í Reykjavík, samkvæmt tölum frá byggingarfulltrúaembættinu. Byggingamarkaðurinn er í sögulegu lágmarki og virðist lítið vera að taka við sér. Árið 2010 voru fullgerðar íbúðir í Reykjavík 309 talsins, en árið áður voru þær aðeins 112. Þær hafa ekki verið færri síðan í seinna stríði, en árið 1940 voru þær aðeins 25. Strax árið eftir voru þær orðnar 287. Magnús Sædal, byggingafulltrúi í Reykjavík, segir byggingamarkaðinn vera í algjöru frosti. Ekkert hjá embættinu bendi til að þíða sé fram undan. „Ég sé það ekki að landið sé að rísa. Það sem af er þessu ári hefur verið mjög lítið um að vera." Alls voru samþykktar 27 byggingarleyfisumsóknir um byggingu íbúða í Reykjavík árið 2010. Það er hrun frá því árið 2009, þegar þær voru 125 talsins. Árið 2005 voru þær 797 og hrunárið 2008 490. Ágúst Friðgeirsson, framkvæmdastjóri ÁF húsa, segir markaðinn vera í frosti. Lítill sem enginn aðgangur sé að fjármagni og allir haldi því að sér höndum. Þá hafi markaðurinn breyst frá því fyrir hrun þannig að íbúðir séu minni núna. „Við vorum að byggja þetta 110 til 115 fermetra þriggja herbergja íbúðir fyrir hrun og allt upp í 170 til 180 fermetra í einstaka tilfellum. Þriggja herbergja íbúðir í dag eru hins vegar svona 80-90 fermetrar að stærð." Ágúst segir mikið atvinnuleysi vera í greininni og sjálfur hefur hann þurft að fækka starfsfólki úr 70 til 80 í 5 til 10. „Auðvitað fer þetta af stað einhvern tímann. Það þarf 1.500 til 2.000 íbúðir á ári hér á landi og ef eitt ár dettur út safnast þörfin einfaldlega upp." Alexander G. Alexandersson, framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar, segir að hrunið hafi skollið af fullum þunga á byggingarmarkaðinn um mitt ár 2009. Árið 2008 hafi verið metár í sölu steynsteypu og fjöldi verka ókláraður þegar hrunið skall á. „Þetta var síðan mjög dapurt í fyrra, en við gerum ráð fyrir lítils háttar aukningu í ár." Hann segir ýmsa verktaka vera að velta fyrir sér að fara af stað, en það vanti herslumuninn. „Ég vonast þó til þess að við séum að nálgast þann punkt þar sem við getum horft upp á við." kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Um síðustu áramót voru aðeins 14 nýjar íbúðir í smíðum í Reykjavík, samkvæmt tölum frá byggingarfulltrúaembættinu. Byggingamarkaðurinn er í sögulegu lágmarki og virðist lítið vera að taka við sér. Árið 2010 voru fullgerðar íbúðir í Reykjavík 309 talsins, en árið áður voru þær aðeins 112. Þær hafa ekki verið færri síðan í seinna stríði, en árið 1940 voru þær aðeins 25. Strax árið eftir voru þær orðnar 287. Magnús Sædal, byggingafulltrúi í Reykjavík, segir byggingamarkaðinn vera í algjöru frosti. Ekkert hjá embættinu bendi til að þíða sé fram undan. „Ég sé það ekki að landið sé að rísa. Það sem af er þessu ári hefur verið mjög lítið um að vera." Alls voru samþykktar 27 byggingarleyfisumsóknir um byggingu íbúða í Reykjavík árið 2010. Það er hrun frá því árið 2009, þegar þær voru 125 talsins. Árið 2005 voru þær 797 og hrunárið 2008 490. Ágúst Friðgeirsson, framkvæmdastjóri ÁF húsa, segir markaðinn vera í frosti. Lítill sem enginn aðgangur sé að fjármagni og allir haldi því að sér höndum. Þá hafi markaðurinn breyst frá því fyrir hrun þannig að íbúðir séu minni núna. „Við vorum að byggja þetta 110 til 115 fermetra þriggja herbergja íbúðir fyrir hrun og allt upp í 170 til 180 fermetra í einstaka tilfellum. Þriggja herbergja íbúðir í dag eru hins vegar svona 80-90 fermetrar að stærð." Ágúst segir mikið atvinnuleysi vera í greininni og sjálfur hefur hann þurft að fækka starfsfólki úr 70 til 80 í 5 til 10. „Auðvitað fer þetta af stað einhvern tímann. Það þarf 1.500 til 2.000 íbúðir á ári hér á landi og ef eitt ár dettur út safnast þörfin einfaldlega upp." Alexander G. Alexandersson, framkvæmdastjóri Steypustöðvarinnar, segir að hrunið hafi skollið af fullum þunga á byggingarmarkaðinn um mitt ár 2009. Árið 2008 hafi verið metár í sölu steynsteypu og fjöldi verka ókláraður þegar hrunið skall á. „Þetta var síðan mjög dapurt í fyrra, en við gerum ráð fyrir lítils háttar aukningu í ár." Hann segir ýmsa verktaka vera að velta fyrir sér að fara af stað, en það vanti herslumuninn. „Ég vonast þó til þess að við séum að nálgast þann punkt þar sem við getum horft upp á við." kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni Neytendur Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Viðskipti innlent Kalt stríð sé í gangi á netinu Viðskipti innlent Orkugeirinn stækkar: „Við erum komin að þolmörkum“ Atvinnulíf Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Viðskipti innlent Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Viðskipti innlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Fleiri fréttir Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur