Horn seldi Framtakssjóði 40% í Promens 13. júlí 2011 18:25 Framtakssjóður Íslands hefur gengið frá samkomulagi um kaup á 40% hlutafjár í Promens hf. Kaupverð hlutarins er 6,6 milljarðar króna og er að hluta til hlutafjáraukning í Promens sem verður nýtt til lækkunar skulda og til fjárfestinga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var örskömmu eftir að Horn hafði tilkynnt um yfirtöku sína á 99% í Promens. Í tilkynningunni segir að meðal þeirra verkefna sem Promens vinnur að um þessar mundir er stækkun á verksmiðju félagsins á Dalvík. Við kaupin minnkar hlutur Horns fjárfestingarfélags hf. í Promens úr 99% í 59%. Stefnt er að skráningu Promens á hlutabréfamarkað á næstu tveimur til þremur árum. Promens er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í framleiðslu plastafurða og rekur 45 verksmiðjur í 19 löndum. Fyrirtækið framleiðir meðal annars umbúðir fyrir matvæli, snyrtivörur og lyf, auk íhluta fyrir bifreiðar, landbúnaðarvélar og þungavinnuvélar. Promens þjónar fyrirtækjum í fjölmörgum atvinnugreinum, s.s. matvinnslufyrirtækjum, efnaverksmiðjum, lyfjaframleiðendum og framleiðendum bifreiða og raftækja. Velta Promens á árinu 2010 nam 94,6 milljörðum króna (584 milljónum evra) og hagnaður eftir skatta nam 1,9 milljörðum króna (11,7 milljónum evra). Hjá félaginu starfa nú um 4.200 starfsmenn, þar af um 80 á Íslandi, þar sem félagið á tvö fyrirtæki, Promens Dalvík og Promens Tempru. Rekstur íslensku félaganna tveggja hefur gengið mjög vel síðustu misseri og ár. Upphaf Promens má rekja til stofnunar Sæplasts á Dalvík árið 1984 en félagið starfrækir þar enn öfluga verksmiðju undir heitinu Promens Dalvík þar sem starfa að jafnaði 40-50 starfsmenn. Um þessar mundir er unnið að stækkun verksmiðjunnar á Dalvík til að mæta síaukinni eftirspurn. Eftir kaup Framtakssjóðs Íslands mun sjóðurinn eiga 40% hlutafjár í Promens, Horn fjárfestingarfélag rúm 59% og lykilstarfsmenn tæpt 1%. Kaupin eru gerð meðal annars með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. „Promens er öflugt félag sem hefur náð miklum árangri í að efla og styrkja rekstur sinn í kjölfar efnahagserfiðleikanna í Evrópu árin 2008 og 2009. Vöruframboð félagsins er mjög breitt og starfsemin um allan heim, meðal annars á Íslandi. Það eru góð tækifæri á þeim mörkuðum sem Promens starfar á og fyrirtækið verður án efa spennandi fjárfestingarkostur þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað. Við munum starfa náið með öðrum hluthöfum, stjórnendum og starfsfólki að því að efla reksturinn enn frekar.“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns fjárfestingarfélags: „Það er afar jákvætt að fá Framtakssjóð Íslands inn í hluthafahóp Promens. Sterkt eignarhald gefur félaginu aukna möguleika á að þróa starfsemina áfram á þeim mörkuðum sem félagið starfar á. Promens er alþjóðlegt fyrirtæki sem býr að öflugu starfsfólki og stjórnendum sem hafa mikla þekkingu og reynslu á sínu sviði og það eru því spennandi tímar framundan hjá félaginu.“ Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens: „Sterkt eignarhald er mjög mikilvægt fyrir alþjóðlegt fyrirtæki eins og Promens og er það því mjög ánægjulegt fyrir starfsfólk og stjórnendur Promens að félagið skuli komið í eigu tveggja öflugra íslenskra fjárfestingafélaga sem geta tekið þátt í áframhaldandi sókn félagsins á komandi misserum.” Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Framtakssjóður Íslands hefur gengið frá samkomulagi um kaup á 40% hlutafjár í Promens hf. Kaupverð hlutarins er 6,6 milljarðar króna og er að hluta til hlutafjáraukning í Promens sem verður nýtt til lækkunar skulda og til fjárfestinga. Þetta kemur fram í tilkynningu sem birt var örskömmu eftir að Horn hafði tilkynnt um yfirtöku sína á 99% í Promens. Í tilkynningunni segir að meðal þeirra verkefna sem Promens vinnur að um þessar mundir er stækkun á verksmiðju félagsins á Dalvík. Við kaupin minnkar hlutur Horns fjárfestingarfélags hf. í Promens úr 99% í 59%. Stefnt er að skráningu Promens á hlutabréfamarkað á næstu tveimur til þremur árum. Promens er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í framleiðslu plastafurða og rekur 45 verksmiðjur í 19 löndum. Fyrirtækið framleiðir meðal annars umbúðir fyrir matvæli, snyrtivörur og lyf, auk íhluta fyrir bifreiðar, landbúnaðarvélar og þungavinnuvélar. Promens þjónar fyrirtækjum í fjölmörgum atvinnugreinum, s.s. matvinnslufyrirtækjum, efnaverksmiðjum, lyfjaframleiðendum og framleiðendum bifreiða og raftækja. Velta Promens á árinu 2010 nam 94,6 milljörðum króna (584 milljónum evra) og hagnaður eftir skatta nam 1,9 milljörðum króna (11,7 milljónum evra). Hjá félaginu starfa nú um 4.200 starfsmenn, þar af um 80 á Íslandi, þar sem félagið á tvö fyrirtæki, Promens Dalvík og Promens Tempru. Rekstur íslensku félaganna tveggja hefur gengið mjög vel síðustu misseri og ár. Upphaf Promens má rekja til stofnunar Sæplasts á Dalvík árið 1984 en félagið starfrækir þar enn öfluga verksmiðju undir heitinu Promens Dalvík þar sem starfa að jafnaði 40-50 starfsmenn. Um þessar mundir er unnið að stækkun verksmiðjunnar á Dalvík til að mæta síaukinni eftirspurn. Eftir kaup Framtakssjóðs Íslands mun sjóðurinn eiga 40% hlutafjár í Promens, Horn fjárfestingarfélag rúm 59% og lykilstarfsmenn tæpt 1%. Kaupin eru gerð meðal annars með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. „Promens er öflugt félag sem hefur náð miklum árangri í að efla og styrkja rekstur sinn í kjölfar efnahagserfiðleikanna í Evrópu árin 2008 og 2009. Vöruframboð félagsins er mjög breitt og starfsemin um allan heim, meðal annars á Íslandi. Það eru góð tækifæri á þeim mörkuðum sem Promens starfar á og fyrirtækið verður án efa spennandi fjárfestingarkostur þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað. Við munum starfa náið með öðrum hluthöfum, stjórnendum og starfsfólki að því að efla reksturinn enn frekar.“ segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands. Hermann Már Þórisson, framkvæmdastjóri Horns fjárfestingarfélags: „Það er afar jákvætt að fá Framtakssjóð Íslands inn í hluthafahóp Promens. Sterkt eignarhald gefur félaginu aukna möguleika á að þróa starfsemina áfram á þeim mörkuðum sem félagið starfar á. Promens er alþjóðlegt fyrirtæki sem býr að öflugu starfsfólki og stjórnendum sem hafa mikla þekkingu og reynslu á sínu sviði og það eru því spennandi tímar framundan hjá félaginu.“ Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens: „Sterkt eignarhald er mjög mikilvægt fyrir alþjóðlegt fyrirtæki eins og Promens og er það því mjög ánægjulegt fyrir starfsfólk og stjórnendur Promens að félagið skuli komið í eigu tveggja öflugra íslenskra fjárfestingafélaga sem geta tekið þátt í áframhaldandi sókn félagsins á komandi misserum.”
Mest lesið Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira