Viðskipti innlent

Ávöxtunarkrafan lækkar á dollarabréfum ríkisins

Ávöxtunarkrafa á dollaraskuldabréf ríkissjóðs hefur lækkað um 27 punkta frá því að viðskipti hófust með bréfin á eftirmarkaði. Bréfin hafa því hækkað í verði öfugt við það sem gerst hefur með ríkisskuldabréf margra annarra Evrópulanda.

Fjallað er um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Þar segir að þessi þróun gefi vísbendingar um að betri kjör væru í boði fyrir ríkissjóð ef ákveðið væri að fara á markaðinn á nýjan leik. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um slíkt og raunar sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra nýlega að ekki væri tímabært að gera slík vegna óróans sem nú ríkir á alþjóðlegum fjármálamörkuðum.

Í Viðskiptablaðinu segir að ávöxtunarkrafan hafi verið 5,01% skömmu eftir að dollarabréfin voru gefin út um miðjan síðasta mánuð. Síðan þá hefur hún stöðugt farið lækkandi og stendur nú í 4,74%.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×