Viðskipti innlent

Aðeins þriðjungur véla Iceland Express hélt áætlun

Aðeins þriðja hver vél Iceland Express, til og frá Keflavík, hélt áætlun síðustu sjö daga og meðaltöf á brottför var 48 mínútur.

Þetta kemur fram í vikulegri stundvísitölu vefsíðunnar túristi.is. Þar segir að farþegar Iceland Express þurftu enn að sýna mikla biðlund vegna óstundvísi félagsins. Þeir sem eiga bókað tengiflug verða að hafa varann á vegna þessara miklu seinkana.

Icelandair flaug í tæplega áttatíu prósent tilvika á réttum tíma og seinkunin var að jafnaði rúmar sjö mínútur. Þetta sýna Stundvísitölur Túrista sem byggðar eru á upplýsingum um komu- og brottfaratíma á heimasíðu Leifsstöðvar.

Þegar stundvísi á einstökum flugleiðum er skoðuð vekur athygli að ferðir Iceland Express til New York stóðust aðeins einu sinni áætlun fyrstu fjórtán dagana í júlí.

Á vefsíðunni segir að óstundvísi flugfélaga flækir skipulag ferðalagsins hjá þeim sem ætla sér að ná flugvél lengra út í heim sama dag og haldið er frá Íslandi. Því komi farþegi of seint í flug, t.d vegna seinkana á ferðum frá Ísland, þá er miðinn tapaður nema að hann hafi verið keyptur af sama aðila og flugið að heiman.

Þeir sem vilja heldur bóka sjálfir ættu að fylgja ráðleggingum Neytendasamtakanna sem mælast til að það séu að minnsta kosti fjóra tímar í tengiflug frá lendingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×