Stóru bankarnir ósammála Samkeppniseftirlitinu 13. júlí 2011 15:02 Stóru bankarnir þrír Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn eru ósammála Samkeppniseftirlitnu um skaðsemi þess að bankar á landinu sameinist. Samkeppniseftirlitið telur brýnt að fara að huga að þessu máli og telur að mjög alvarleg samkeppnisvandamál gætu fylgt samrunum viðskiptabanka. Fjallað er um málið á vefsíðu eftirlitsins. Þar segir: „Samkeppniseftirlitið gaf út umræðuskjal um samkeppni á bankamarkaði í apríl sl. Markmiðið var að hvetja fjármálafyrirtæki og stjórnvöld til að gefa samkeppnismálum gaum við stefnumótun um fjármálamarkaðinn og kynna sjónarmið sín um samruna banka. Meðal helstu niðurstaðna umræðuskjalsins var að samþjöppun á bankamarkaði hefði aukist verulega frá hruni, aðgangshindranir væru miklar og erfitt væri fyrir neytendur að skipta um banka. Þá taldi Samkeppniseftirlitið að bankakerfið væri of dýrt miðað við núverandi umfang og hagræðing því nauðsynleg. Samkeppniseftirlitið taldi hins vegar að mjög alvarleg samkeppnisvandamál gætu fylgt samrunum viðskiptabanka, a.m.k. í þeim tilvikum þar sem einn eða fleiri stóru bankanna væri aðili að slíkum samruna. Í því efni benti Samkeppniseftirlitið á að stærðarhagkvæmni væri sýnd veiði en ekki gefin. Samkeppniseftirlitið óskaði eftir sjónarmiðum fjármálafyrirtækja og hagsmunaðila fyrir 31. maí 2011. Stofnuninni bárust sjónarmið frá átta aðilum; bönkum, samtökum og einstaklingum. Athygli vekur að engar umsagnir bárust frá stofnunum í stjórnsýslunni sem koma að málefnum fjármálamarkaðar. Ítarlegustu athugasemdirnar bárust frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Bankarnir eru í meginatriðum ósammála greiningu Samkeppniseftirlitsins þó áherslur bankanna í svörum sínum séu mismunandi. Bent er á að umræðuskjalið einblíni um of á hugsanleg neikvæð áhrif samruna og breytingar á markaðnum. Ekki sé rétt ályktað hjá Samkeppniseftirlitinu að rannsóknir bendi til neikvæðra áhrifa samruna á hagræðingu. Samruni fjármálafyrirtækja sé besta leiðin til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu í rekstri en ljóst sé að núverandi kerfi beri ekki marga banka. Þá er bent á að áherslan ætti að vera að styrkja ferli virkrar samkeppni í þágu neytenda í stað þess að horfa eingöngu til þess að vernda tilvist keppinauta sem eru til staðar á markaðnum. Samkeppniseftirlitið hefur haldið fund með umsagnaraðilum þar sem eftirlitið rakti sjónarmið sín og umsagnaraðila. Samkeppniseftirlitið endurtekur brýningu sína til stjórnvalda og fjármálafyrirtækja að huga nú þegar að samkeppnismálum við framtíðarstefnumótun á fjármálamarkaði. Það er m.a. brýnt vegna þess að um þessar mundir liggur fyrir að taka þurfi ákvörðun um framtíð sparisjóðakerfisins, sala á Byr hf. stendur fyrir dyrum og óvissa ríkir um framtíð Teris sem séð hefur mörgum sparisjóðum og minni fjármálafyrirtækjum fyrir upplýsingatækniþjónustu.“ Mest lesið Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Stóru bankarnir þrír Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn eru ósammála Samkeppniseftirlitnu um skaðsemi þess að bankar á landinu sameinist. Samkeppniseftirlitið telur brýnt að fara að huga að þessu máli og telur að mjög alvarleg samkeppnisvandamál gætu fylgt samrunum viðskiptabanka. Fjallað er um málið á vefsíðu eftirlitsins. Þar segir: „Samkeppniseftirlitið gaf út umræðuskjal um samkeppni á bankamarkaði í apríl sl. Markmiðið var að hvetja fjármálafyrirtæki og stjórnvöld til að gefa samkeppnismálum gaum við stefnumótun um fjármálamarkaðinn og kynna sjónarmið sín um samruna banka. Meðal helstu niðurstaðna umræðuskjalsins var að samþjöppun á bankamarkaði hefði aukist verulega frá hruni, aðgangshindranir væru miklar og erfitt væri fyrir neytendur að skipta um banka. Þá taldi Samkeppniseftirlitið að bankakerfið væri of dýrt miðað við núverandi umfang og hagræðing því nauðsynleg. Samkeppniseftirlitið taldi hins vegar að mjög alvarleg samkeppnisvandamál gætu fylgt samrunum viðskiptabanka, a.m.k. í þeim tilvikum þar sem einn eða fleiri stóru bankanna væri aðili að slíkum samruna. Í því efni benti Samkeppniseftirlitið á að stærðarhagkvæmni væri sýnd veiði en ekki gefin. Samkeppniseftirlitið óskaði eftir sjónarmiðum fjármálafyrirtækja og hagsmunaðila fyrir 31. maí 2011. Stofnuninni bárust sjónarmið frá átta aðilum; bönkum, samtökum og einstaklingum. Athygli vekur að engar umsagnir bárust frá stofnunum í stjórnsýslunni sem koma að málefnum fjármálamarkaðar. Ítarlegustu athugasemdirnar bárust frá Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Bankarnir eru í meginatriðum ósammála greiningu Samkeppniseftirlitsins þó áherslur bankanna í svörum sínum séu mismunandi. Bent er á að umræðuskjalið einblíni um of á hugsanleg neikvæð áhrif samruna og breytingar á markaðnum. Ekki sé rétt ályktað hjá Samkeppniseftirlitinu að rannsóknir bendi til neikvæðra áhrifa samruna á hagræðingu. Samruni fjármálafyrirtækja sé besta leiðin til að ná fram nauðsynlegri hagræðingu í rekstri en ljóst sé að núverandi kerfi beri ekki marga banka. Þá er bent á að áherslan ætti að vera að styrkja ferli virkrar samkeppni í þágu neytenda í stað þess að horfa eingöngu til þess að vernda tilvist keppinauta sem eru til staðar á markaðnum. Samkeppniseftirlitið hefur haldið fund með umsagnaraðilum þar sem eftirlitið rakti sjónarmið sín og umsagnaraðila. Samkeppniseftirlitið endurtekur brýningu sína til stjórnvalda og fjármálafyrirtækja að huga nú þegar að samkeppnismálum við framtíðarstefnumótun á fjármálamarkaði. Það er m.a. brýnt vegna þess að um þessar mundir liggur fyrir að taka þurfi ákvörðun um framtíð sparisjóðakerfisins, sala á Byr hf. stendur fyrir dyrum og óvissa ríkir um framtíð Teris sem séð hefur mörgum sparisjóðum og minni fjármálafyrirtækjum fyrir upplýsingatækniþjónustu.“
Mest lesið Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent „Þær eru bara of dýrar“ Neytendur Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Samruninn muni taka langan tíma Viðskipti innlent Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Fleiri fréttir Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent