Horn eignast Promens 13. júlí 2011 16:41 Landsbankinn. Horn fjárfestingarfélag hf., dótturfyrirtæki Landsbankans hf., eignaðist í dag 99% hlutafjár í Promens hf samkvæmt tilkynningu frá Landsbankanum. Promens var áður í eigu Atorku hf. að stærstum hluta en Horn fjárfestingarfélag hf. átti fyrir 11,82% í A hlutabréfum í Promens og 66% í B hlutabréfum. Kaupsamningur þessa efnis var undirritaður í febrúar á þessu ári með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Landsbankinn eignaðist hlutabréf í Atorku í kjölfar nauðasamninga félagsins og keypti Horn hlutabréf Landsbankans í Atorku í lok síðasta árs. Horn greiðir fyrir hlutaféð í Promens með í hlutabréfum sínum í Atorku hf. Með þessu verður eignarhald Promens skýrara samhliða því að Horn hverfur úr hlutahafahópi Atorku. Jafnhliða þessu hefur stjórn Horns fjárfestingarfélags hf. ákveðið að selja 40% hlut í Promens hf. til Framtakssjóðs Íslands. Kaupverð hlutafjárins er 6,6 milljarðar króna og er að hluta til hlutafjár-aukning í Promens sem verður nýtt til lækkunar skulda og til fjárfestinga. Horn mun eftir kaupin eiga 59% hlutafjár í Promens, Framtakssjóður Íslands 40% og lykilstarfsmenn tæpt 1%. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Stefnt er að skráningu Promens á hlutabréfamarkað innan tveggja ára. Með þessum samningum hefur Landsbankinn skotið styrkari stoðum undir áframhaldandi öflugan rekstur Promens hf. á alþjóðamörkuðum. Horn fjárfestingarfélag hf. og Framtakssjóður Íslands eru öflugir bakhjarlar sem geta stutt vel við félagið á næstu misserum. Promens er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í framleiðslu plastafurða og rekur 45 verksmiðjur í 19 löndum. Á árinu 2010 nam hagnaður eftir skatta 1,9 milljarði króna. Hjá félaginu starfa nú um 4.200 starfsmenn, þar af um 80 á Íslandi, þar sem félagið á tvö fyrirtæki, Promens Dalvík og Promens Tempru. Rekstur íslensku félaganna tveggja hefur gengið mjög vel síðustu misseri og ár. Horn fjárfestingarfélag er dótturfélag Landsbankans og var stofnað árið 2008 til að aðskilja umsýslu hlutabréfa í eigu bankans frá meginstarfsemi hans. Horn er alhliða fjárfestingarfélag sem fjárfestir jafnt í skráðum sem óskráðum verðbréfum í flestum atvinnugreinum og eitt markmiða þess er að styðja við uppbyggingu á íslenskum hlutabréfamarkaði. Mikil áhersla er lögð á vandaða greiningu á þeim félögum og þeim mörkuðum sem eru í eignasafni Horns fjárfestingarfélags á hverjum tíma. Tilkynnt hefur verið að Horn fjárfestingarfélag verði skráð í Kauphöll Íslands síðar á þessu ári. Framtakssjóður Íslands hefur einnig sent frá sér tilkynningu í tilefni þessara viðskipta. Tilkynninguna má lesa hér að neðan. Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira
Horn fjárfestingarfélag hf., dótturfyrirtæki Landsbankans hf., eignaðist í dag 99% hlutafjár í Promens hf samkvæmt tilkynningu frá Landsbankanum. Promens var áður í eigu Atorku hf. að stærstum hluta en Horn fjárfestingarfélag hf. átti fyrir 11,82% í A hlutabréfum í Promens og 66% í B hlutabréfum. Kaupsamningur þessa efnis var undirritaður í febrúar á þessu ári með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Landsbankinn eignaðist hlutabréf í Atorku í kjölfar nauðasamninga félagsins og keypti Horn hlutabréf Landsbankans í Atorku í lok síðasta árs. Horn greiðir fyrir hlutaféð í Promens með í hlutabréfum sínum í Atorku hf. Með þessu verður eignarhald Promens skýrara samhliða því að Horn hverfur úr hlutahafahópi Atorku. Jafnhliða þessu hefur stjórn Horns fjárfestingarfélags hf. ákveðið að selja 40% hlut í Promens hf. til Framtakssjóðs Íslands. Kaupverð hlutafjárins er 6,6 milljarðar króna og er að hluta til hlutafjár-aukning í Promens sem verður nýtt til lækkunar skulda og til fjárfestinga. Horn mun eftir kaupin eiga 59% hlutafjár í Promens, Framtakssjóður Íslands 40% og lykilstarfsmenn tæpt 1%. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun. Stefnt er að skráningu Promens á hlutabréfamarkað innan tveggja ára. Með þessum samningum hefur Landsbankinn skotið styrkari stoðum undir áframhaldandi öflugan rekstur Promens hf. á alþjóðamörkuðum. Horn fjárfestingarfélag hf. og Framtakssjóður Íslands eru öflugir bakhjarlar sem geta stutt vel við félagið á næstu misserum. Promens er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í framleiðslu plastafurða og rekur 45 verksmiðjur í 19 löndum. Á árinu 2010 nam hagnaður eftir skatta 1,9 milljarði króna. Hjá félaginu starfa nú um 4.200 starfsmenn, þar af um 80 á Íslandi, þar sem félagið á tvö fyrirtæki, Promens Dalvík og Promens Tempru. Rekstur íslensku félaganna tveggja hefur gengið mjög vel síðustu misseri og ár. Horn fjárfestingarfélag er dótturfélag Landsbankans og var stofnað árið 2008 til að aðskilja umsýslu hlutabréfa í eigu bankans frá meginstarfsemi hans. Horn er alhliða fjárfestingarfélag sem fjárfestir jafnt í skráðum sem óskráðum verðbréfum í flestum atvinnugreinum og eitt markmiða þess er að styðja við uppbyggingu á íslenskum hlutabréfamarkaði. Mikil áhersla er lögð á vandaða greiningu á þeim félögum og þeim mörkuðum sem eru í eignasafni Horns fjárfestingarfélags á hverjum tíma. Tilkynnt hefur verið að Horn fjárfestingarfélag verði skráð í Kauphöll Íslands síðar á þessu ári. Framtakssjóður Íslands hefur einnig sent frá sér tilkynningu í tilefni þessara viðskipta. Tilkynninguna má lesa hér að neðan.
Mest lesið „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Viðskipti innlent Stjarna í 66 ár, myndabikar, húmor í þeim gömlu og jólasveinakennsla Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Sjá meira