Viðskipti innlent

Almenn útlán ÍLS aukast milli ára

Heildarútlán Íbúðalánasjóðs (ÍLS) námu tæpum 1,9 milljörðum króna í júní en þar af voru rúmir 1,7 milljarðar króna vegna almennra lána. Til samanburðar námu almenn útlán í júní í fyrra tæpum 1,6 milljörðum króna.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu sjóðsins. Meðalútlán almennra lána voru um 10,3 milljónir króna í júní en um 10,5 milljónir kr. í maí síðastliðnum. Heildarfjárhæð almennra lána fyrstu 6 mánuði ársins er samtals um 11,4 milljarðar króna en var um 7,6 milljarðar króna á sama tímabili í fyrra.

Heildarvelta íbúðabréfa nam um 55,7 milljörðum króna í júní samanborið við um 74 milljarða í maí síðastliðnum.

Greiðslur Íbúðalánasjóðs námu rúmum 11,2 milljörðum króna í júní, en þar af nam afborgun íbúðabréfa um 10,3 milljörðum króna. Uppgreiðslur í júní námu um 938 milljónum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×