Fleiri fréttir Tekjur af tölvuleikjum hafa sexfaldast á fjórum árum Heildarverðmæti útflutnings tölvuleikja hefur sexfaldast á fjórum árum. Útflutningstekjur voru tveir milljarðar árið 2005 og rúmir 13 milljarðar árið 2009. Um 3% af heildarútflutningi eru afurðir skapandi greina. 3.5.2011 00:01 Kynna umboðsmann skuldabréfaeigenda Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) boða til kynningarfundar í dag, mánudaginn 2. maí um umboðsmann skuldabréfaeigenda með áherslu á fyrirkomulagið í Noregi (Norsk Tillitsmann). Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, fundarsal G kl. 15 - 16. 2.5.2011 09:59 Samherji kaupir Brim hf. á Akureyri fyrir 14,5 milljarða Um helgina var gengið frá samningi milli Brims hf. og dótturfélags Samherja um kaup á eignum Brims á Akureyri. Kaupverðið er fjórtán og hálfur milljarður króna. Félagið fær nafnið Útgerðarfélag Akureyringa en rekstur gamla útgerðarfélagsins, sem bar sama nafn, er þar með aftur kominn í eigu heimamanna. Þetta eru stærstu viðskipti innan íslensks sjávarútvegs um langt árabil, eða frá því að Brim keypti ÚA árið 2003 að því er næst verður komist. 2.5.2011 05:00 Útilokar ekki yfirtöku á erlendu iðnfyrirtæki Marel mun á næstu fimm árum leggja áherslu á innri vöxt fyrirtækisins, þeim tækifærum sem eru á markaðnum, stöðugri nýsköpun og markaðssetningu á nýjum matvælavinnsluvélum. Ekki er útilokað að annað fyrirtæki verði keypt ef það styður við áætlanir Marels, að sögn Theos Hoen, forstjóra. Ekki yrði um stórar yfirtökur að ræða. 2.5.2011 03:30 Ráðherra vill fá lyktir í dagsektadeilunni fjármál Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur kallað stjórnendur Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins á sinn fund í vikunni til að reyna að finna lausn á deilumáli á milli stofnananna. Stofnanirnar heyra báðar undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið. 2.5.2011 00:06 Simmi og Jói íhuga að kaupa Dominos "Það eru sennilega allir í veitingabransanum að skoða þetta,“ segir Sigmar Vilhjálmsson einn af eigendum Hamborgarafabrikkunnar, eða Simmi eins og hann er oftast kallaður, en afþreyingasíðan Menn.is greindi frá því í dag að Simmi og félagi hans Jóhann Ásbjörnsson, oftast kallaður Jói, væru að fara kaupa pítsufyrirtækið Dominos sem Landsbankinn tók yfir á dögunum. 30.4.2011 15:45 Keyptu verðlaus hlutabréf rétt fyrir ríkisvæðingu Styrkur Invest, eitt margra félaga sem tengdust Baugi Group, gerði tvo framvirka samninga um kaup á hlutum í fjárfestingafélaginu FL Group, langt yfir markaðsverði bréfanna á þeim tíma, samkvæmt frétt Morgunblaðsins um málið. 30.4.2011 13:11 Óttast að íbúðalánasjóður verði heildsölubanki Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna óttast að gera eigi Íbúðalánasjóð að heildsölubanka til að útvega bönkunum lánsfé. Velferðarráðherra segir það ekki standa til, hann hyggist berjast fyrir því að hlutverk sjóðsins verði ekki skert. 30.4.2011 19:32 61 kaupsamningur þinglýstur Sextíu og einum kaupsamningi vegna fasteignakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. 30.4.2011 10:12 Hagnaður Nýherja 64 milljónir Heildarhagnaður Nýherja nam 64 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Fyrirtækið tapaði hins vegar 130 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA var 160 milljónir króna á fyrta ársfjórðungi núna en var 35 milljónir króna á tímabilinu á undan. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjörinu sem Nýherji birti í dag. 29.4.2011 21:11 Beita Seðlabankann dagsektum Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja dagsektir á Seðlabanka Íslands. Ástæaðn er sú að við vinnslu skjals um Samkeppni á bankamarkaði óskaði Samkeppniseftirlitð eftir upplýsi9ngum frá Seðlabanka Íslands um útlán einstakra banka og sparisjóða. Seðlabankinn hafnaði þeirri beiðni. Samkeppniseftirlitið ítrekaði beiðni sína og hefur í framhaldinu tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Seðlabanka Íslands, að fjárhæð 1,5 milljónir króna á dag til þess að knýja á um gagnaskilin. 29.4.2011 18:07 Bensínið komið upp fyrir 240 krónur Bensínverð hækkaði í dag og er nú komið upp fyrir 240 krónur. Lægst er verðið hjá Orkunni, Atlantsolíu og ÓB þar sem það er rétt undir 241 krónu. Það kostar svo 241,4 hjá N1 og Olís. Dýrast er bensínið hjá Skeljungi en þar kostar það 242,8 krónur. Ríkisstjórnin ákvað í vetur að skipa starfshóp til að meta viðbrögðin við hækkununum. Ekkert bólar á niðurstöðum. 29.4.2011 16:54 Auður tapaði 76 milljónum Það var 76 milljóna króna tap á rekstri Auðar Capital á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur hefur verið. Niðurstaðan er öllu betri en árið 2009 en þá hafði verið 88 milljóna króna tap á rekstri félagsins. Eigið fé Auðar Capital er rétt rúmur milljarður króna. 29.4.2011 16:29 Beið í 75 daga eftir ákvörðun Seðlabankans um smáaura Lúðvík Júlíusson segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við Seðlabankann vegna umsóknar á undanþágu frá skilaskyldu samkvæmt gjaldeyrishöftunum. Lúðvík þurfti að bíða í 75 daga eftir ákvörðun bankans í máli sem snérist um 27 dollara eða rétt tæpar 3.000 kr. 29.4.2011 15:23 Áskorun frá SAF um að lækka álögur á eldsneyti Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) taka undir áskorun FÍB, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands til stjórnvalda um að lækka álögur hins opinbera á eldsneyti. Vegagerðin spáir verulegum samdrætti í umferð framundan og er ljóst að það mun koma fram í fækkun ferðamanna úti á landsbyggðinni, sérstaklega í þeim byggðum sem langt er að sækja. 29.4.2011 14:05 Fyrirtaka í riftunarmálum á sölu World Class Hinn 5. maí næstkomandi verður fyrirtaka í tveimur riftunarmálum þar sem skiptastjóri einkahlutafélagsins ÞS69, sem átti líkamsræktarstöðvarnar World class áður en það varð gjaldþrota á síðasta ári, krefst riftunar á sölu World Class. 29.4.2011 12:03 Tók Samherja tvo daga að taka út gjaldeyri af reikningi Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að það hafi tekið ekki færri en 13 starfsmenn fjögurra fyrirtækja í tvo daga að taka út farareyri í evrum til handa þeim starfsmönnum Samherja sem sækja sjávarútvegssýninguna í Brussel í næstu viku. Upphæðin sem um var að ræða nam 7.400 evrum eða um 1,2 milljón króna. 29.4.2011 10:13 Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 1,3% í mars Vísitala framleiðsluverðs í mars 2011 var 210,2 stig og hækkaði um 1,3% frá febrúar 2011. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 29.4.2011 09:01 Lögheiti Landsbankans verður Landsbankinn hf. Samþykkt var á aðalfundi NBI hf. sem haldin var í gær að breyta lögheiti bankans í Landsbankinn hf. Er þetta í fullu samræmi við yfirlýsta stefnu bankans um að mikilvægara sé að breyta hugarfari en að skipta um nafn. Nafnið Landsbankinn hefur verið og verður vörumerki bankans. Nafnið NBI hf. sem verið hefur lögheitið verður með þessu lagt niður. 29.4.2011 08:56 Afkoma Stykkishólmsbæjar neikvæð um 73 milljónir Rekstarafkoma Stykkishólmsbæjar, A og B hluta, var neikvæð um 73,5 milljónir kr. á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjör ársins. 29.4.2011 08:50 Verðbréfaviðskipti neikvæð um 11 milljarða í mars Nettó verðbréfaviðskipti milli innlendra og erlendra aðila voru neikvæð um 11 milljarða kr. í mars síðastliðnum. 29.4.2011 08:44 Gjaldeyrishöftin valda hækkunum á húsnæðisverði Ein afleiðing gjaldeyrishaftanna er að húsnæðisverð er á uppleið. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka þar sem fjallað er um verðbólgumælinguna í apríl. Húsnæðisliðurinn var einn af þeim þáttum sem juku verðbólguna í mánuðinum. 29.4.2011 07:47 Sum fyrirtæki myndu ekki lifa af verkfall Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir í Morgunblaðinu í dag að sum fyrirtæki myndu ekki lifa af allsherjarverkfall og hrynja hvert af öðru. Hann bendir á að um 40 prósent launafólks á almennum vinnumarkaði vinni í verslun og ferðaþjónustu. Andrés segir hættu á að lífskjör á Íslandi sigli hraðbyr í átt til þess sem þekkist í Austur Evrópu. 29.4.2011 06:59 Smáralind tapaði næstum 600 milljónum króna Tap af rekstri Smáralindar nam 562 milljónum króna á síðasta ári. Leigutekjur félagsins námum 1119 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir 11.901 milljónum króna í árslok en eigið fé nam 1128 milljónum króna. 28.4.2011 19:17 Nýsköpunarsjóðurinn fjárfestir í Mint Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins ásamt sprotafjárfestum, þar á meðal fjárfestingafélaginu Investa, hafa gert samning um kaup á hlutafé í fyrirtækinu Mint Solutions ehf. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í gerð lausna til lyfjaeftirlits á sjúkrastofnunum og hefja markaðssetningu erlendis. 28.4.2011 17:32 RÚV skilar hagnaði - afkoman betri en búist var við Hagnaður RÚV var 257 milljónir króna á tímabilinu 1. september 2010 til 28. febrúar á þessu ári. Samkvæmt efnahagsreikningi var verðmæti eigna í lok tímabilsins 5.920 milljónir króna., skuldir námu 4.942 milljónum króna. og eigið fé 978 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall félagsins var 16,5%. Afkoma félagsins er um 52 milljónir króna betri en áætlun rekstrarársins. Hún gerði ráð fyrir um 205 milljóna króna hagnaði fyrri hluta rekstrarársins en um 200 milljónir tapi seinni helming þess, þannig að rekstur ársins í heild yrði í jafnvægi. Þessi mikli munur á fyrri og seinni hluta rekstrarársins skýrist af tvennu. Annars vegar er það eðli starfseminnar að afkoman sé betri fyrstu sex mánuði rekstrarársins þar sem stærstu tekjumánuðir í auglýsingum eru á því tímabili. Hins vegar er munurinn milli árshluta nú óvenjumikill vegna þess að þjónustutekjur lækkuðu um rúmlega 21 milljónir á mánuði frá og með janúar 2011. Þær verða því 85 milljónum króna lægri á seinnihluta rekstrarársins sem ýkir venjubundna sveiflu milli árshlutanna. 28.4.2011 13:47 Kristján Freyr verður framkvæmdastjóri Innovit Á stjórnarfundi Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs, sem fram fór í gær var Kristján Freyr Kristjánsson ráðinn nýr framkvæmdastjóri félagsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Kristján tekur við af Andra Heiðari Kristinssyni sem stýrt hefur félaginu frá stofnun þess en lætur nú af störfum til að hefja framhaldsnám í Bandaríkjunum að því er fram kemur í tilkynningu frá Innovit. 28.4.2011 13:26 Verðbólga yfir markmiðum í fyrsta sinn á árinu Tólf mánaða verðbólga mælist nú 2,8 prósent og er það í fyrsta skipti á þessu ári sem verðbólgan mælist yfir markmiði Seðlabanka Íslands. 28.4.2011 12:23 Jákup hagnaðist um tæplega tvo milljarða í síðustu viku Færeyingurinn Jákup Jacobsen hagnaðist um tæpa tvo milljarða á eignasafni sínu í Bandaríkjunum í liðinni viku og á þar að auki eignasafn í hlutabréfum fyrir um átta milljarða króna. Forbes-bloggaranum Brendan Coffey þykir reyndar svo mikið til Jákups koma að hann bloggar um viðskiptaafrekin hans. 28.4.2011 12:15 Glitnir og Kaupþing fá 3,7 milljarða fyrir All Saints Stjórnendur tískuvöruverslunarinnar All Saints eru á lokastigum samningaviðræðna um 102 milljóna sterlingspunda björgunarpakka fyrir fyrirtækið. Fjárfestingafélögin Goode Partners og Lion Capital munu koma inn með nýtt eigið fé í fyrirtækið. 28.4.2011 10:57 208 gjaldþrot í mars - aukningin nemur 94% á milli ára 208 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í mars síðastliðnum og er um aukningu upp á 94 prósent að ræða miða við mars í fyrra. Þá voru 107 fyrirtæki tekin til gjalþrotaskipta að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Flest gjaldþrotin nú eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2011 hafa 433 fyrirtæki orðið gjaldþrota sem er rúmlega 47 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra þegar 294 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. 28.4.2011 10:06 Nýskráningum hlutafélaga fjölgar Í mars 2011 voru skráð 178 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 164 einkahlutafélög í mars 2010, sem jafngildir um 8,5% fjölgun á milli ára, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar. 28.4.2011 09:38 Aðalfundur Landsbankans er í dag Aðalfundur Landsbankans verður haldinn í dag, klukkan 15.00, á Hilton Reykjavík Nordica. Ársreikningur bankans hefur nú þegar verið kunngerður. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Að dagskrá lokinni mun Steven Davis, framkvæmdastjóri og stofnandi ráðgjafafyrirtækisins Davis International Banking Consultants (DIBS), halda fyrirlestur um reynslu Norðmanna og Dana af endurreisn bankakerfisins á tíunda áratugnum. Steven Davis er ráðgjafi Landsbankans. Hann hefur unnið að stefnumótun, samrunum og skipulagsmálum fjármálafyrirtækja um áratuga skeið og ritað fjölda bóka og rannsóknargreina um helstu viðfangsefni sem bankar og tryggingarfélög standa frammi fyrir í alþjóðlegu umhverfi. 1. Skýrsla Bankaráðs um starfsemi bankans árið 2010. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar á reikningsárinu 2010. 4. Tillaga Bankaráðs um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar. 5. Tillögur um breytingar á samþykktum. 6. Kosning Bankaráðs. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir störf þeirra fram að næsta aðalfundi. 9. Önnur mál. 28.4.2011 09:37 10-11 til sölu Arion banki hefur ákveðið að bjóða verslunarkeðjuna 10-11 til sölu. Verslunin er í eigu Eignabjargs, dótturfélags Arion banka og var áður í eigu Haga, sem var tekið yfir af bankanum á síðasta ári. 28.4.2011 07:48 Viðræður um sölu á eignum Icelandic Group sagðar langt komnar Fjölmörg fyrirtæki í alþjóðlegum sjávarútvegi og fjárfestar hafa sýnt áhuga á eignum Icelandic Group. Bank of America Merrill Lynch í Bandaríkjunum hefur verið ráðgjafi um mögulega sölu á hlut í félaginu og eignum þess. Þeim sem áhuga hafa á fyrirtækinu er vísað til bankans, að sögn Péturs Þ. Óskarssonar, talsmanns Framtakssjóðs Íslands, aðaleiganda Icelandic Group. 28.4.2011 07:00 Stöndum verr en Skandínavíuþjóðir Íslendingar eru í níunda sæti yfir meðvitaða neytendur í Evrópu. Um 74 prósent þjóðarinnar telja sig vera vel að sér í neytendamálum og 56 prósent telja lög um neytendavernd nægilega sterk. 28.4.2011 04:45 Milljarðahagnaður Marel í ársbyrjun Hagnaður Marel nam um 1450 milljónum íslenskra króna, eða um 8,8 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem birt var í dag. Tekjur félagsins á tímabilinu námu um 25 milljörðum íslenskra króna. Tekjurnar jukust um 19% frá sama tímabili í fyrra. 27.4.2011 15:03 Sendinefnd AGS kemur í kvöld Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur til Íslands í kvöld vegna fimmtu endurskoðunar sjóðsins á efnahagsáætluninni. Fundir nefndarinnar munu svo hefjast á morgun. Reuters hafði í gær eftir Julie Kozack, einum sendifulltrúanna, að ágætis útlit væri fyrir bata í efnahagslífinu á Íslandi þrátt fyrir ótta um að niðurstöður Icesave kosninganna myndu hægja á bataferlinu. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á Íslandi er búist við því að sendinefndin fari af landi brott þann 5. maí. 27.4.2011 10:04 Meintur fjársvikamaður fyrir dóm á ný Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í dag fyrir að nýju ákæru á hendur Hauki Þór Haraldssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá gamla Landsbankanum. Haukur er ákærður fyrir að draga sér 118 milljónir króna með því að millifæra þær af reikningum bankans yfir á sinn eigin reikning þann 8. október 2008, þegar Landsbankinn féll. 27.4.2011 09:17 Sýningin er mikilvægur hluti af markaðsstarfi HB Grandi hyggst taka þátt í sjávarútvegssýningunni European Seafood Exposition (ESE) sem haldin verður í Brussel í Belgíu í maí, samhliða sýningunni Seafood Processing Europe (SPE). HB Grandi hefur tekið þátt í ESE-sýningunni frá árinu 2005 og verður þetta í sjöunda skiptið sem starfsemi og afurðir félagsins verða kynntar á þessum vettvangi. 27.4.2011 09:00 Spá verðbólgu í aprílmánuði Verðbólga verður í fyrsta sinn á árinu yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans núna í apríl, gangi eftir spá Greiningar Íslandsbanka um 2,9 prósenta verðbólgu. 27.4.2011 08:00 Spá gengishækkun hlutabréfa hjá Marel Fyrsti ársfjórðungur var góður hjá Marel og má gera ráð fyrir að hagnaður félagsins nemi 240 milljónum evra í ár, jafnvirði 39 milljarða króna. Sölutekjur gætu numið 611,2 milljónum evra, sem er fimm prósenta aukning á milli ára. 27.4.2011 07:00 Félag Hreiðars Más skuldar tæpa sjö milljarða 27.4.2011 06:00 Brún landans þyngist enn Væntingavísitala Gallup lækkaði þriðja mánuðinn í röð í þessum mánuði. Vísitalan stendur nú í 55,5 stigum; lækkaði um 2,3 stig frá því í mars. 27.4.2011 05:00 Ríkið stýri nýtingu og kosti rannsóknir Ef tryggja á sjálfbæra nýtingu jarðvarma í landinu verður ríkið að tryggja að auðlindastýring sé markviss og skynsamleg og kosta nægilegar rannsóknir svo það sé mögulegt, að því er fram kemur í nýrri skýrslu um sjálfbæra nýtingu jarðvarma. 27.4.2011 04:45 Sjá næstu 50 fréttir
Tekjur af tölvuleikjum hafa sexfaldast á fjórum árum Heildarverðmæti útflutnings tölvuleikja hefur sexfaldast á fjórum árum. Útflutningstekjur voru tveir milljarðar árið 2005 og rúmir 13 milljarðar árið 2009. Um 3% af heildarútflutningi eru afurðir skapandi greina. 3.5.2011 00:01
Kynna umboðsmann skuldabréfaeigenda Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) boða til kynningarfundar í dag, mánudaginn 2. maí um umboðsmann skuldabréfaeigenda með áherslu á fyrirkomulagið í Noregi (Norsk Tillitsmann). Fundurinn fer fram á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, fundarsal G kl. 15 - 16. 2.5.2011 09:59
Samherji kaupir Brim hf. á Akureyri fyrir 14,5 milljarða Um helgina var gengið frá samningi milli Brims hf. og dótturfélags Samherja um kaup á eignum Brims á Akureyri. Kaupverðið er fjórtán og hálfur milljarður króna. Félagið fær nafnið Útgerðarfélag Akureyringa en rekstur gamla útgerðarfélagsins, sem bar sama nafn, er þar með aftur kominn í eigu heimamanna. Þetta eru stærstu viðskipti innan íslensks sjávarútvegs um langt árabil, eða frá því að Brim keypti ÚA árið 2003 að því er næst verður komist. 2.5.2011 05:00
Útilokar ekki yfirtöku á erlendu iðnfyrirtæki Marel mun á næstu fimm árum leggja áherslu á innri vöxt fyrirtækisins, þeim tækifærum sem eru á markaðnum, stöðugri nýsköpun og markaðssetningu á nýjum matvælavinnsluvélum. Ekki er útilokað að annað fyrirtæki verði keypt ef það styður við áætlanir Marels, að sögn Theos Hoen, forstjóra. Ekki yrði um stórar yfirtökur að ræða. 2.5.2011 03:30
Ráðherra vill fá lyktir í dagsektadeilunni fjármál Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur kallað stjórnendur Seðlabanka Íslands og Samkeppniseftirlitsins á sinn fund í vikunni til að reyna að finna lausn á deilumáli á milli stofnananna. Stofnanirnar heyra báðar undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið. 2.5.2011 00:06
Simmi og Jói íhuga að kaupa Dominos "Það eru sennilega allir í veitingabransanum að skoða þetta,“ segir Sigmar Vilhjálmsson einn af eigendum Hamborgarafabrikkunnar, eða Simmi eins og hann er oftast kallaður, en afþreyingasíðan Menn.is greindi frá því í dag að Simmi og félagi hans Jóhann Ásbjörnsson, oftast kallaður Jói, væru að fara kaupa pítsufyrirtækið Dominos sem Landsbankinn tók yfir á dögunum. 30.4.2011 15:45
Keyptu verðlaus hlutabréf rétt fyrir ríkisvæðingu Styrkur Invest, eitt margra félaga sem tengdust Baugi Group, gerði tvo framvirka samninga um kaup á hlutum í fjárfestingafélaginu FL Group, langt yfir markaðsverði bréfanna á þeim tíma, samkvæmt frétt Morgunblaðsins um málið. 30.4.2011 13:11
Óttast að íbúðalánasjóður verði heildsölubanki Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna óttast að gera eigi Íbúðalánasjóð að heildsölubanka til að útvega bönkunum lánsfé. Velferðarráðherra segir það ekki standa til, hann hyggist berjast fyrir því að hlutverk sjóðsins verði ekki skert. 30.4.2011 19:32
61 kaupsamningur þinglýstur Sextíu og einum kaupsamningi vegna fasteignakaupa var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. 30.4.2011 10:12
Hagnaður Nýherja 64 milljónir Heildarhagnaður Nýherja nam 64 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi ársins. Fyrirtækið tapaði hins vegar 130 milljónum króna á sama tímabili í fyrra. EBITDA var 160 milljónir króna á fyrta ársfjórðungi núna en var 35 milljónir króna á tímabilinu á undan. Þetta kemur fram í ársfjórðungsuppgjörinu sem Nýherji birti í dag. 29.4.2011 21:11
Beita Seðlabankann dagsektum Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja dagsektir á Seðlabanka Íslands. Ástæaðn er sú að við vinnslu skjals um Samkeppni á bankamarkaði óskaði Samkeppniseftirlitð eftir upplýsi9ngum frá Seðlabanka Íslands um útlán einstakra banka og sparisjóða. Seðlabankinn hafnaði þeirri beiðni. Samkeppniseftirlitið ítrekaði beiðni sína og hefur í framhaldinu tekið ákvörðun um að leggja dagsektir á Seðlabanka Íslands, að fjárhæð 1,5 milljónir króna á dag til þess að knýja á um gagnaskilin. 29.4.2011 18:07
Bensínið komið upp fyrir 240 krónur Bensínverð hækkaði í dag og er nú komið upp fyrir 240 krónur. Lægst er verðið hjá Orkunni, Atlantsolíu og ÓB þar sem það er rétt undir 241 krónu. Það kostar svo 241,4 hjá N1 og Olís. Dýrast er bensínið hjá Skeljungi en þar kostar það 242,8 krónur. Ríkisstjórnin ákvað í vetur að skipa starfshóp til að meta viðbrögðin við hækkununum. Ekkert bólar á niðurstöðum. 29.4.2011 16:54
Auður tapaði 76 milljónum Það var 76 milljóna króna tap á rekstri Auðar Capital á síðasta ári. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem birtur hefur verið. Niðurstaðan er öllu betri en árið 2009 en þá hafði verið 88 milljóna króna tap á rekstri félagsins. Eigið fé Auðar Capital er rétt rúmur milljarður króna. 29.4.2011 16:29
Beið í 75 daga eftir ákvörðun Seðlabankans um smáaura Lúðvík Júlíusson segir farir sínar ekki sléttar í samskiptum sínum við Seðlabankann vegna umsóknar á undanþágu frá skilaskyldu samkvæmt gjaldeyrishöftunum. Lúðvík þurfti að bíða í 75 daga eftir ákvörðun bankans í máli sem snérist um 27 dollara eða rétt tæpar 3.000 kr. 29.4.2011 15:23
Áskorun frá SAF um að lækka álögur á eldsneyti Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) taka undir áskorun FÍB, Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands til stjórnvalda um að lækka álögur hins opinbera á eldsneyti. Vegagerðin spáir verulegum samdrætti í umferð framundan og er ljóst að það mun koma fram í fækkun ferðamanna úti á landsbyggðinni, sérstaklega í þeim byggðum sem langt er að sækja. 29.4.2011 14:05
Fyrirtaka í riftunarmálum á sölu World Class Hinn 5. maí næstkomandi verður fyrirtaka í tveimur riftunarmálum þar sem skiptastjóri einkahlutafélagsins ÞS69, sem átti líkamsræktarstöðvarnar World class áður en það varð gjaldþrota á síðasta ári, krefst riftunar á sölu World Class. 29.4.2011 12:03
Tók Samherja tvo daga að taka út gjaldeyri af reikningi Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja segir að það hafi tekið ekki færri en 13 starfsmenn fjögurra fyrirtækja í tvo daga að taka út farareyri í evrum til handa þeim starfsmönnum Samherja sem sækja sjávarútvegssýninguna í Brussel í næstu viku. Upphæðin sem um var að ræða nam 7.400 evrum eða um 1,2 milljón króna. 29.4.2011 10:13
Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um 1,3% í mars Vísitala framleiðsluverðs í mars 2011 var 210,2 stig og hækkaði um 1,3% frá febrúar 2011. Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. 29.4.2011 09:01
Lögheiti Landsbankans verður Landsbankinn hf. Samþykkt var á aðalfundi NBI hf. sem haldin var í gær að breyta lögheiti bankans í Landsbankinn hf. Er þetta í fullu samræmi við yfirlýsta stefnu bankans um að mikilvægara sé að breyta hugarfari en að skipta um nafn. Nafnið Landsbankinn hefur verið og verður vörumerki bankans. Nafnið NBI hf. sem verið hefur lögheitið verður með þessu lagt niður. 29.4.2011 08:56
Afkoma Stykkishólmsbæjar neikvæð um 73 milljónir Rekstarafkoma Stykkishólmsbæjar, A og B hluta, var neikvæð um 73,5 milljónir kr. á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu um uppgjör ársins. 29.4.2011 08:50
Verðbréfaviðskipti neikvæð um 11 milljarða í mars Nettó verðbréfaviðskipti milli innlendra og erlendra aðila voru neikvæð um 11 milljarða kr. í mars síðastliðnum. 29.4.2011 08:44
Gjaldeyrishöftin valda hækkunum á húsnæðisverði Ein afleiðing gjaldeyrishaftanna er að húsnæðisverð er á uppleið. Þetta kemur fram í Markaðspunktum greiningar Arion banka þar sem fjallað er um verðbólgumælinguna í apríl. Húsnæðisliðurinn var einn af þeim þáttum sem juku verðbólguna í mánuðinum. 29.4.2011 07:47
Sum fyrirtæki myndu ekki lifa af verkfall Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir í Morgunblaðinu í dag að sum fyrirtæki myndu ekki lifa af allsherjarverkfall og hrynja hvert af öðru. Hann bendir á að um 40 prósent launafólks á almennum vinnumarkaði vinni í verslun og ferðaþjónustu. Andrés segir hættu á að lífskjör á Íslandi sigli hraðbyr í átt til þess sem þekkist í Austur Evrópu. 29.4.2011 06:59
Smáralind tapaði næstum 600 milljónum króna Tap af rekstri Smáralindar nam 562 milljónum króna á síðasta ári. Leigutekjur félagsins námum 1119 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir 11.901 milljónum króna í árslok en eigið fé nam 1128 milljónum króna. 28.4.2011 19:17
Nýsköpunarsjóðurinn fjárfestir í Mint Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins ásamt sprotafjárfestum, þar á meðal fjárfestingafélaginu Investa, hafa gert samning um kaup á hlutafé í fyrirtækinu Mint Solutions ehf. Markmið fyrirtækisins er að vera leiðandi í gerð lausna til lyfjaeftirlits á sjúkrastofnunum og hefja markaðssetningu erlendis. 28.4.2011 17:32
RÚV skilar hagnaði - afkoman betri en búist var við Hagnaður RÚV var 257 milljónir króna á tímabilinu 1. september 2010 til 28. febrúar á þessu ári. Samkvæmt efnahagsreikningi var verðmæti eigna í lok tímabilsins 5.920 milljónir króna., skuldir námu 4.942 milljónum króna. og eigið fé 978 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall félagsins var 16,5%. Afkoma félagsins er um 52 milljónir króna betri en áætlun rekstrarársins. Hún gerði ráð fyrir um 205 milljóna króna hagnaði fyrri hluta rekstrarársins en um 200 milljónir tapi seinni helming þess, þannig að rekstur ársins í heild yrði í jafnvægi. Þessi mikli munur á fyrri og seinni hluta rekstrarársins skýrist af tvennu. Annars vegar er það eðli starfseminnar að afkoman sé betri fyrstu sex mánuði rekstrarársins þar sem stærstu tekjumánuðir í auglýsingum eru á því tímabili. Hins vegar er munurinn milli árshluta nú óvenjumikill vegna þess að þjónustutekjur lækkuðu um rúmlega 21 milljónir á mánuði frá og með janúar 2011. Þær verða því 85 milljónum króna lægri á seinnihluta rekstrarársins sem ýkir venjubundna sveiflu milli árshlutanna. 28.4.2011 13:47
Kristján Freyr verður framkvæmdastjóri Innovit Á stjórnarfundi Innovit, nýsköpunar- og frumkvöðlaseturs, sem fram fór í gær var Kristján Freyr Kristjánsson ráðinn nýr framkvæmdastjóri félagsins frá og með 1. júlí næstkomandi. Kristján tekur við af Andra Heiðari Kristinssyni sem stýrt hefur félaginu frá stofnun þess en lætur nú af störfum til að hefja framhaldsnám í Bandaríkjunum að því er fram kemur í tilkynningu frá Innovit. 28.4.2011 13:26
Verðbólga yfir markmiðum í fyrsta sinn á árinu Tólf mánaða verðbólga mælist nú 2,8 prósent og er það í fyrsta skipti á þessu ári sem verðbólgan mælist yfir markmiði Seðlabanka Íslands. 28.4.2011 12:23
Jákup hagnaðist um tæplega tvo milljarða í síðustu viku Færeyingurinn Jákup Jacobsen hagnaðist um tæpa tvo milljarða á eignasafni sínu í Bandaríkjunum í liðinni viku og á þar að auki eignasafn í hlutabréfum fyrir um átta milljarða króna. Forbes-bloggaranum Brendan Coffey þykir reyndar svo mikið til Jákups koma að hann bloggar um viðskiptaafrekin hans. 28.4.2011 12:15
Glitnir og Kaupþing fá 3,7 milljarða fyrir All Saints Stjórnendur tískuvöruverslunarinnar All Saints eru á lokastigum samningaviðræðna um 102 milljóna sterlingspunda björgunarpakka fyrir fyrirtækið. Fjárfestingafélögin Goode Partners og Lion Capital munu koma inn með nýtt eigið fé í fyrirtækið. 28.4.2011 10:57
208 gjaldþrot í mars - aukningin nemur 94% á milli ára 208 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta í mars síðastliðnum og er um aukningu upp á 94 prósent að ræða miða við mars í fyrra. Þá voru 107 fyrirtæki tekin til gjalþrotaskipta að því er fram kemur á heimasíðu Hagstofunnar. Flest gjaldþrotin nú eru í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrstu þrjá mánuði ársins 2011 hafa 433 fyrirtæki orðið gjaldþrota sem er rúmlega 47 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra þegar 294 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. 28.4.2011 10:06
Nýskráningum hlutafélaga fjölgar Í mars 2011 voru skráð 178 ný einkahlutafélög (ehf) samanborið við 164 einkahlutafélög í mars 2010, sem jafngildir um 8,5% fjölgun á milli ára, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar. 28.4.2011 09:38
Aðalfundur Landsbankans er í dag Aðalfundur Landsbankans verður haldinn í dag, klukkan 15.00, á Hilton Reykjavík Nordica. Ársreikningur bankans hefur nú þegar verið kunngerður. Á dagskrá fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf. Að dagskrá lokinni mun Steven Davis, framkvæmdastjóri og stofnandi ráðgjafafyrirtækisins Davis International Banking Consultants (DIBS), halda fyrirlestur um reynslu Norðmanna og Dana af endurreisn bankakerfisins á tíunda áratugnum. Steven Davis er ráðgjafi Landsbankans. Hann hefur unnið að stefnumótun, samrunum og skipulagsmálum fjármálafyrirtækja um áratuga skeið og ritað fjölda bóka og rannsóknargreina um helstu viðfangsefni sem bankar og tryggingarfélög standa frammi fyrir í alþjóðlegu umhverfi. 1. Skýrsla Bankaráðs um starfsemi bankans árið 2010. 2. Ársreikningur fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðanda lagður fram til staðfestingar. 3. Ákvörðun um meðferð hagnaðar á reikningsárinu 2010. 4. Tillaga Bankaráðs um starfskjarastefnu lögð fram til samþykktar. 5. Tillögur um breytingar á samþykktum. 6. Kosning Bankaráðs. 7. Kosning endurskoðenda. 8. Ákvörðun um þóknun til bankaráðsmanna fyrir störf þeirra fram að næsta aðalfundi. 9. Önnur mál. 28.4.2011 09:37
10-11 til sölu Arion banki hefur ákveðið að bjóða verslunarkeðjuna 10-11 til sölu. Verslunin er í eigu Eignabjargs, dótturfélags Arion banka og var áður í eigu Haga, sem var tekið yfir af bankanum á síðasta ári. 28.4.2011 07:48
Viðræður um sölu á eignum Icelandic Group sagðar langt komnar Fjölmörg fyrirtæki í alþjóðlegum sjávarútvegi og fjárfestar hafa sýnt áhuga á eignum Icelandic Group. Bank of America Merrill Lynch í Bandaríkjunum hefur verið ráðgjafi um mögulega sölu á hlut í félaginu og eignum þess. Þeim sem áhuga hafa á fyrirtækinu er vísað til bankans, að sögn Péturs Þ. Óskarssonar, talsmanns Framtakssjóðs Íslands, aðaleiganda Icelandic Group. 28.4.2011 07:00
Stöndum verr en Skandínavíuþjóðir Íslendingar eru í níunda sæti yfir meðvitaða neytendur í Evrópu. Um 74 prósent þjóðarinnar telja sig vera vel að sér í neytendamálum og 56 prósent telja lög um neytendavernd nægilega sterk. 28.4.2011 04:45
Milljarðahagnaður Marel í ársbyrjun Hagnaður Marel nam um 1450 milljónum íslenskra króna, eða um 8,8 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem birt var í dag. Tekjur félagsins á tímabilinu námu um 25 milljörðum íslenskra króna. Tekjurnar jukust um 19% frá sama tímabili í fyrra. 27.4.2011 15:03
Sendinefnd AGS kemur í kvöld Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur til Íslands í kvöld vegna fimmtu endurskoðunar sjóðsins á efnahagsáætluninni. Fundir nefndarinnar munu svo hefjast á morgun. Reuters hafði í gær eftir Julie Kozack, einum sendifulltrúanna, að ágætis útlit væri fyrir bata í efnahagslífinu á Íslandi þrátt fyrir ótta um að niðurstöður Icesave kosninganna myndu hægja á bataferlinu. Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á Íslandi er búist við því að sendinefndin fari af landi brott þann 5. maí. 27.4.2011 10:04
Meintur fjársvikamaður fyrir dóm á ný Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í dag fyrir að nýju ákæru á hendur Hauki Þór Haraldssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra hjá gamla Landsbankanum. Haukur er ákærður fyrir að draga sér 118 milljónir króna með því að millifæra þær af reikningum bankans yfir á sinn eigin reikning þann 8. október 2008, þegar Landsbankinn féll. 27.4.2011 09:17
Sýningin er mikilvægur hluti af markaðsstarfi HB Grandi hyggst taka þátt í sjávarútvegssýningunni European Seafood Exposition (ESE) sem haldin verður í Brussel í Belgíu í maí, samhliða sýningunni Seafood Processing Europe (SPE). HB Grandi hefur tekið þátt í ESE-sýningunni frá árinu 2005 og verður þetta í sjöunda skiptið sem starfsemi og afurðir félagsins verða kynntar á þessum vettvangi. 27.4.2011 09:00
Spá verðbólgu í aprílmánuði Verðbólga verður í fyrsta sinn á árinu yfir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans núna í apríl, gangi eftir spá Greiningar Íslandsbanka um 2,9 prósenta verðbólgu. 27.4.2011 08:00
Spá gengishækkun hlutabréfa hjá Marel Fyrsti ársfjórðungur var góður hjá Marel og má gera ráð fyrir að hagnaður félagsins nemi 240 milljónum evra í ár, jafnvirði 39 milljarða króna. Sölutekjur gætu numið 611,2 milljónum evra, sem er fimm prósenta aukning á milli ára. 27.4.2011 07:00
Brún landans þyngist enn Væntingavísitala Gallup lækkaði þriðja mánuðinn í röð í þessum mánuði. Vísitalan stendur nú í 55,5 stigum; lækkaði um 2,3 stig frá því í mars. 27.4.2011 05:00
Ríkið stýri nýtingu og kosti rannsóknir Ef tryggja á sjálfbæra nýtingu jarðvarma í landinu verður ríkið að tryggja að auðlindastýring sé markviss og skynsamleg og kosta nægilegar rannsóknir svo það sé mögulegt, að því er fram kemur í nýrri skýrslu um sjálfbæra nýtingu jarðvarma. 27.4.2011 04:45