Stöndum verr en Skandínavíuþjóðir 28. apríl 2011 04:45 Rúmur helmingur íslenskra neytenda telur lög um neytendavernd ekki nægileg. Eru þau þó í samræmi við lög í nágrannalöndum. fréttablaðið/teitur Íslendingar eru í níunda sæti yfir meðvitaða neytendur í Evrópu. Um 74 prósent þjóðarinnar telja sig vera vel að sér í neytendamálum og 56 prósent telja lög um neytendavernd nægilega sterk. Þetta kemur fram í nýrri könnun Framkvæmdastjórnar neytendamála hjá Evrópusambandinu (ESB) um kunnáttu, færni og viðhorf neytenda í viðskiptum. Greint er frá niðurstöðunum á heimasíðu Neytendasamtakanna. Norðmenn eru í fyrsta sæti í könnuninni og þar á eftir koma Finnar, Hollendingar, Danir og Svíar. Lettneskir, litháískir, rúmenskir, ungverskir, búlgarskir og spænskir neytendur eru þeir sem eru hvað verst að sér í neytendamálum. Þeir sem hafa litla eða enga tölvukunnáttu og ekkjur og ekklar standa verr að vígi en aðrir. Þeir sem hættu námi fimmtán ára eða yngri stóðu sig verr í könnuninni heldur en þeir sem hafa meiri menntun. Samkvæmt könnuninni er færni íslenskra neytenda yfir meðaltali hvað varðar þekkingu og útreikninga á verði og vöxtum. Einnig eru Íslendingar vel að sér þegar kemur að gölluðum vörum og réttindum vegna þeirra. Þá eru Íslendingar nokkuð duglegir að kvarta og leita réttar síns miðað við aðrar Evrópuþjóðir. „Þetta er í samræmi við okkar tilfinningu. Íslenskir neytendur urðu meðvitaðri um neytendamál eftir hrun og meira vakandi yfir rétti sínum. Við gerum meiri kröfur," segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum. Hún segir það ekki koma sér á óvart að Íslendingar standi verr að vígi en Skandínavíuþjóðirnar og slíkt sé ekkert nýtt, enda sé umfjöllun um neytendamál í fjölmiðlum mun minni hér á landi heldur en á hinum Norðurlöndunum. „Það þarf að auka neytendaþætti í fjölmiðlum. Þetta er svo breitt svið og snýr að því sem við gerum alla daga," segir Hildigunnur. Í Danmörku, þar sem mikið framboð er af slíku efni, segjast um 75 prósent þátttakenda hlusta eða horfa á slíkt efni. Þátttakendur í könnuninni voru um 55 þúsund, frá öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins auk Íslands og Noregs. Skoðaðir voru ýmsir þættir er snúa að þekkingu neytenda á réttindum sínum og löggjöf, hvernig þeir fylgja kvörtunum sínum eftir og hæfni í að greina upplýsingar. sunna@frettabladid.is Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Sjá meira
Íslendingar eru í níunda sæti yfir meðvitaða neytendur í Evrópu. Um 74 prósent þjóðarinnar telja sig vera vel að sér í neytendamálum og 56 prósent telja lög um neytendavernd nægilega sterk. Þetta kemur fram í nýrri könnun Framkvæmdastjórnar neytendamála hjá Evrópusambandinu (ESB) um kunnáttu, færni og viðhorf neytenda í viðskiptum. Greint er frá niðurstöðunum á heimasíðu Neytendasamtakanna. Norðmenn eru í fyrsta sæti í könnuninni og þar á eftir koma Finnar, Hollendingar, Danir og Svíar. Lettneskir, litháískir, rúmenskir, ungverskir, búlgarskir og spænskir neytendur eru þeir sem eru hvað verst að sér í neytendamálum. Þeir sem hafa litla eða enga tölvukunnáttu og ekkjur og ekklar standa verr að vígi en aðrir. Þeir sem hættu námi fimmtán ára eða yngri stóðu sig verr í könnuninni heldur en þeir sem hafa meiri menntun. Samkvæmt könnuninni er færni íslenskra neytenda yfir meðaltali hvað varðar þekkingu og útreikninga á verði og vöxtum. Einnig eru Íslendingar vel að sér þegar kemur að gölluðum vörum og réttindum vegna þeirra. Þá eru Íslendingar nokkuð duglegir að kvarta og leita réttar síns miðað við aðrar Evrópuþjóðir. „Þetta er í samræmi við okkar tilfinningu. Íslenskir neytendur urðu meðvitaðri um neytendamál eftir hrun og meira vakandi yfir rétti sínum. Við gerum meiri kröfur," segir Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur hjá Neytendasamtökunum. Hún segir það ekki koma sér á óvart að Íslendingar standi verr að vígi en Skandínavíuþjóðirnar og slíkt sé ekkert nýtt, enda sé umfjöllun um neytendamál í fjölmiðlum mun minni hér á landi heldur en á hinum Norðurlöndunum. „Það þarf að auka neytendaþætti í fjölmiðlum. Þetta er svo breitt svið og snýr að því sem við gerum alla daga," segir Hildigunnur. Í Danmörku, þar sem mikið framboð er af slíku efni, segjast um 75 prósent þátttakenda hlusta eða horfa á slíkt efni. Þátttakendur í könnuninni voru um 55 þúsund, frá öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins auk Íslands og Noregs. Skoðaðir voru ýmsir þættir er snúa að þekkingu neytenda á réttindum sínum og löggjöf, hvernig þeir fylgja kvörtunum sínum eftir og hæfni í að greina upplýsingar. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun