Viðskipti innlent

Verðbréfaviðskipti neikvæð um 11 milljarða í mars

Nettó verðbréfaviðskipti milli innlendra og erlendra aðila voru neikvæð um 11 milljarða kr. í mars síðastliðnum.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að nettó eign innlendra aðila í erlendum verðbréfum jókst um 34,7 milljarða kr. í mánuðinum og var aukningin mest í erlendum ríkisskuldabréfum eða um 40 milljarða kr.

Nettó eign erlendra aðila í innlendum verðbréfum jókst um 23,7 milljarða kr. í mars og skýrist það helst af aukningu eigna í innlendum ríkisskuldabréfum og ríkisvíxlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×