Viðskipti innlent

Fyrirtaka í riftunarmálum á sölu World Class

Hinn 5. maí næstkomandi verður fyrirtaka í tveimur riftunarmálum þar sem skiptastjóri einkahlutafélagsins ÞS69, sem átti líkamsræktarstöðvarnar World class áður en það varð gjaldþrota á síðasta ári, krefst riftunar á sölu World Class.

Skiptastjórinn, Sigurbjörn Þorbergsson,  segir söluna ólögmæta og telur að stjórnendur hafi selt tengdum aðilum reksturinn undir því verði sem hægt var að fá fyrir eignirnar.

ÞS69 hét áður Þrek ehf, en ári áður en það varð gjaldþrota var reksturinn seldur á tuttugu og fimm milljónir ásamt yfirtöku skuldbindinga sem þá voru metnar á rúmlega 240 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×