Viðskipti innlent

Brún landans þyngist enn

Væntingavísitala Gallup lækkaði þriðja mánuðinn í röð í þessum mánuði. Vísitalan stendur nú í 55,5 stigum; lækkaði um 2,3 stig frá því í mars.

Greining Íslandsbanka lýsir því sem svo að „enn þyngist brún landans“ og langt sé í að „hann geti talist vera bjartsýnn á ástand og horfur í atvinnumálum“.

Í umfjöllun Greiningar er bent á að síðustu tólf mánuði hafi vísitalan verið rúm 57 stig að meðaltali og fólk sé því svartsýnna á horfurnar núna en að jafnaði.- óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×