Viðskipti innlent

Útilokar ekki yfirtöku á erlendu iðnfyrirtæki

Forstjóri Marel segir vöruverð vera að hækka um allan heim. Erfitt sé að setja það allt á herðar neytenda. Fréttablaðið/Anton
Forstjóri Marel segir vöruverð vera að hækka um allan heim. Erfitt sé að setja það allt á herðar neytenda. Fréttablaðið/Anton
Marel mun á næstu fimm árum leggja áherslu á innri vöxt fyrirtækisins, þeim tækifærum sem eru á markaðnum, stöðugri nýsköpun og markaðssetningu á nýjum matvælavinnsluvélum. Ekki er útilokað að annað fyrirtæki verði keypt ef það styður við áætlanir Marels, að sögn Theos Hoen, forstjóra. Ekki yrði um stórar yfirtökur að ræða.

Stjórnendur Marels sömdu um kaup á matvælavinnsluvélahluta hollensku iðnsamsteypunnar Stork í nóvember 2007 og gengu kaupin í gegn árið eftir. Kaupverð nam 415 milljónum evra, um 38 milljörðum króna á þávirði. Þetta voru síðustu fyrirtækjakaup Marels. Theo Hoen fór yfir stöðu fyrirtækisins á uppgjörsfundi Marels fyrir helgi. Þar kom fram að staðan hefði batnað síðustu misserin.

Mest er pantað af vélum til vinnslu á kjúklingakjöti í Kína, Suður- og Mið-Ameríku, Evrópu og Rússlandi en kjötvinnsluvélum í Bandaríkjunum. Þá er evrópski markaðurinn að taka við sér.

Hoen sagði ljóst að vöruverð væri að hækka um heim allan. Það gæti komið Marel til góða enda ættu matvælaframleiðendur erfitt með að keyra verðhækkanir í gegnum alla virðiskeðjuna niður til neytenda. Í stað þessa fjárfesti þeir í vélbúnaði sem dragi úr rekstrarkostnaði. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×