Viðskipti innlent

Glitnir og Kaupþing fá 3,7 milljarða fyrir All Saints

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórnendur tískuvöruverslunarinnar All Saints eru á lokastigum samningaviðræðna um 102 milljóna sterlingspunda björgunarpakka fyrir fyrirtækið. Fjárfestingafélögin Goode Partners og Lion Capital munu koma inn með nýtt eigið fé í fyrirtækið.

Financial Times segir að skilanefndir Glitnis og Kaupþings, sem eigi stóran hlut í félaginu eftir að Baugur fór á hausinn, hafi samþykkt viðskiptin. Skilanefndirnar fá samtals um 20 milljónir sterlingspunda í sinn hlut við viðskiptin. Það samsvarar um 3,7 milljörðum íslenskra króna.

Mánuðum saman hafa stjórnendur All Saints barist fyrir því að fá nýtt hlutafé inn í fyrirtækið. Það hefur ekki skilað árangri fyrr en nú. Á tímabili leit út fyrir að fyrirtækið myndi enda í greiðslustöðvun.

Um 2000 manns vinna hjá All Saints og rekur fyrirtækið um 100 verslanir víðsvegar um heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×