Viðskipti innlent

Milljarðahagnaður Marel í ársbyrjun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Theo Hoen, forstjóri Marel, er sáttur við ársfjórðungsuppgjörið. Mynd/ GVA.
Theo Hoen, forstjóri Marel, er sáttur við ársfjórðungsuppgjörið. Mynd/ GVA.
Hagnaður Marel nam um 1450 milljónum íslenskra króna, eða um 8,8 milljónum evra á fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri sem birt var í dag. Tekjur félagsins á tímabilinu námu um 25 milljörðum íslenskra króna. Tekjurnar jukust um 19% frá sama tímabili í fyrra.

„Árið fer vel af stað og við erum ánægð með afkomu fyrsta ársfjórðungs. Það er góður vöxtur hjá okkur miðað við sama tímabil fyrir ári, hagnaður hefur aukist og það er gott jafnvægi milli þeirra fjögurra geira sem við sérhæfum okkur í. Enn á ný náðum við langtímamarkmiði okkar um rekstrarhagnað upp á 10-12% af veltu," sagði Theo Hoen, forstjóri Marel, í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×