Fleiri fréttir

Ólíklegt að samþjöppun á matvörumarkaði verði aftur eins

Samkeppniseftirlitið hefur ríkari heimildir í dag en áður til að koma í veg fyrir samþjöppun á markaði sem skaðar samkeppni ef hún á sér í stað í gegnum kaup á fyrirtækjum, segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, aðspurður hvort samþjöppun á matvörumarkaði geti aftur orðið með svipuð hætti og hún hefur verið undanfarin ár.

Samið við Belize um að stöðva skattaundanskot

Samstarf Norðurlanda um að stöðva skattaundanskot heldur áfram. Á miðvikudag undirrituðu fulltrúar norrænu ríkjanna: Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Finnlands og Íslands og fulltrúar sjálfstjórnarsvæðanna Grænlands og Færeyja, samning um gagnkvæm upplýsingaskipti við Belize.

Rúm 4.200 tonn veidd umfram kvóta á fiskveiðiárinu

Á síðasta fiskveiðiári, sem lauk um mánaðarmótin, voru 4.212 tonn veidd umfram úthlutaðan kvóta. Þetta kemur fram á vefsíðu Fiskistofu. Þessum afla var landað en verðmæti hans fer að mestu í Verkefnasjóð sjávarútvegsins. Reikna má með að aflaverðmæti þessa utankvótafisks nemi yfir milljarði kr.

Seldu minkaskinn fyrir hátt í 300 milljónir í Kaupmannahöfn

Íslenskir loðdýraræktendur hafa selt skinn fyrir hátt í 300 milljónir kr. á uppboðinu sem nú stendur yfir hjá Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn. Þar með liggur ljóst fyrir að söluverðmæti íslenskra minkaskinna á þessum markaði verður yfir milljarði kr. á árinu.

Mikill verðmunur á fiski eftir verslunum

Munur á hæsta og lægsta verði á fiski var í flestum tilfellum um eða yfir 50% þegar Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á ferskum fiski í fiskbúðum og stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri á mánudag.

Holskefla af nauðungarsölum að ríða yfir almenning

Holskefla af nauðungarsölum er að ríða yfir núna, segir Marinó G. Njálsson, stjórnarmaður í Hagsmunasamtökum heimilanna. Frestur nauðungarsalna sé útrunninn hjá þeim sem óskuðu eftir honum um leið og lögin tóku gildi.

Landsbankinn hefur gert fjölmarga „kyrrstöðusamninga“

Landsbankinn býður bæði einstaklingum og fyrirtækjum fjölmörg úrræði til lausnar á skuldavanda, en ekki sé til sérstakt form samninga sem bera heitið „kyrrstöðusamningar.“ Í þeim skilningi hafi því enginn slíkur samningur verið gerður. Sé hugtakið hins vegar túlkað á þann veg að kyrrstöðusamningur feli í sér að innheimtuaðgerðum sé frestað á meðan viðskiptavinur inni af hendi tilteknar greiðslur samkvæmt samningi hafi fjölmargir slíkir samningar verið gerðir, jafnt við einstaklinga og fyrirtæki.

Metásókn í leigu íbúðarhúsnæðis í ágúst

Í ágúst síðastliðnum var samtals 1.245 leigusamningum um íbúðarhúsnæði þinglýst á landinu. Þetta er mesti fjöldi leigusamninga sem þinglýst hefur verið innan eins mánaðar það sem af er þessu ári, og reyndar mesti fjöldi sem sést hefur í einum mánuði síðan síðastliðið haust.

Eurostat mældi 5,9% verðbólgu hérlendis í ágúst

Verðbólgan hér á landi var 5,9% í ágúst samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Evrópusambandsins (Eurostat) birti nú í morgun. Lækkar því verðbólgan um 0,3 prósentustig milli mánaða en hún var 6,2% hér á landi í júlí samkvæmt vísitölunni.

Mikill viðsnúningur á raunávöxtun lífeyrissjóðanna

Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna, þ.e. ávöxtun umfram verðbólgu, var 0,34% í fyrra samanborið við -21,96% á árinu 2008. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár var 0,4% og meðaltal sl. 10 ára var 1,8%. Þessa lágu raunávöxtun má rekja til eftirkasta bankahrunsins í október 2008. Há verðbólga, afskriftir skuldabréfa og gjaldeyrishöft einkenndu árið.

Heildaraflinn jókst um 7,5% milli ára í ágúst

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum ágústmánuði, metinn á föstu verði, var 7,5% meiri en í ágúst 2009. Það sem af er árinu hefur aflinn dregist saman um 10,7% miðað við sama tímabil 2009, sé hann metinn á föstu verði. Aflinn nam alls 116.026 tonnum í ágúst 2010 samanborið við 112.500 tonn í sama mánuði árið áður.

Nýjar neysluvísbendingar sýna vöxt í landsframleiðslunni

Greining Arion banka segir að nýjustu neysluvísbendingar bendi nú til jákvæðs viðsnúnings á vexti landsframleiðslunnar. Þar á greiningin við nýjar tölur um kortaveltu landsmanna en kortaveltan gefur ágætis vísbendingu um stefnu einkaneyslunnar.

Hagar minnka um þriðjung með sölu 10/11

Verslanir 10-11 hafa verið teknar út úr Haga-samstæðunni og verða þær settar í opið söluferli á næstu mánuðum. Þetta jafngildir því að Hagar verði í kringum þrjátíu prósentum minni en áður. Matvöruverslanir Haga verða eftir þetta 38 í stað 61.

PwC vanrækti skyldur sínar

Endurskoðunarfyrirtæki PricewaterhouseCoopers (PwC) brást starfsskyldum sínum og sýndi af sér vítaverða vanrækslu sem endurskoðandi Glitnis í aðdraganda bankahrunsins. Þetta er mat Franks Attwood, sem var varaformaður siðanefndar Alþjóðasamtaka endurskoðenda þar til um síðustu áramót.

Segir VÍS hafa verið strípað af eigendum sínum

Vátryggingarfélag Íslands var strípað af eigendum sínum segir löggiltur endurskoðandi. Eignir fyrir um þrjátíu milljarða króna voru teknar út úr félaginu á þriggja ára tímabili. Endurskoðandinn efast um lögmæti þess gjörnings og um starfshætti Fjármálaeftirlitsins sem lagði blessun sína yfir hann. Tryggingafélagið segir ekkert hæft í þessu.

10-11 verslanirnar seldar

Ákveðið hefur verið að færa rekstrarfélag 10-11 út úr Hagasamstæðunni og selja það í opnu söluferli. Undirbúningur er þegar hafinn að sölu 10-11 verslananna og gert er ráð fyrir að fyrirtækið fari í sölu á næstu mánuðum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Arion banka.

Leigusamningum fjölgaði um helming

Heildarfjöldi leigusamninga á höfuðborgarsvæðinu jókst um 48% í ágúst frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum Þjóðskrár. Alls var 1245 samningum þinglýst í mánuðinum sem er 5,3% meira en í sama mánuði í fyrra. Í ágúst árið 2008 var 936 samningum þinglýst og nemur fjölgunin frá þeim tíma því um 25%.

Nýsköpun: Íslendingar eftirbátar nágranna sinna

Ísland mælist í einu af neðstu sætunum hvað varðar nýsköpun þegar kemur að samanburði við hin Norðurlöndin. Norræna nýsköpunarvogin, sem nýlega var gefin út af Norrænu ráðherranefndinni leiðir þetta í ljós. Í tilkynningu frá nefndinni er bent á að yfirleitt komi Ísland vel út úr alþjóðlegum samanburði á frumkvöðlastarfsemi og því komi niðurstöðurnar nokkuð á óvart.

FFSÍ gagnrýnir kaup á Vestia

Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, FFSÍ, telur að stjórn Framtakssjóðs lífeyrissjóða hafi farið út fyrir hlutverk sitt með kaupum á Vestia af Landsbankanum.

Allt að átján prósenta munur

Launabil hjá starfsmönnum almannaþjónustunnar og þeim á almenna vinnumarkaðnum í sambærilegum starfsgreinum er 18 prósent.

Áfram verðhækkanir á skuldabréfamarkaði

Áfram miklar verðhækkanir á skuldabréfamarkaði í mikilli veltu. Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,8% í dag í 25,6 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1% í 14,6 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,2% í 9,6 ma. viðskiptum.

Atvinnuleysi minnkaði um 3,8%

Skráð atvinnuleysi minnkaði um 3,8% í ágúst miðað við fyrri mánuð, eða um 473 manns að meðaltali, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar.

Kortavelta: Mesta aukning frá hruni

Kreditkortavelta nam 26,9 milljörðum króna í ágúst og jókst um 1,4 milljarða frá fyrri mánuði. Í Morgunkorni Íslandsbanka segir að borið saman við ágúst í fyrra nemi aukningin 13,6 prósentum í krónum talið en að raungildi jókst kreditkortavelta um 10,9%.

Nýsköpunarsjóður selur eignarhluti sína í Sjávarleðri

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og hið nýstofnaða hlutafélag Roðskinn ehf. tilkynntu í dag samkomulag um kaup Roðskinns á öllum eignarhlutum sjóðsins í Sjávarleðri hf. á Sauðárkróki, tæplega 50%. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að Roðskinn sé í eigu sömu aðila og Norðurströnd ehf. á Dalvík, en Norðurströnd átti fyrir rúmlega 30% í félaginu.

Jón Ásgeir hafnar ásökunum um stuld

Telji slitastjórnin að við höfum stolið peningum frá Glitni, ber henni að kæra málið til lögreglu en ekki ferðast með það til New York, segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem segir fullyrðingu þar um, ekki standast skoðun. Hann bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi ekki fundið neina falda sjóði, þrátt fyrir rúmlega 12 mánaða leit.

Telur skynsamlegt að endurvekja Þjóðhagsstofnun

Uppgjörsnefnd Alþingis á bankahruninu vill að stofnuð verði sjálfstæð ríkisstofnun sem hafi það hlutverk að greina efnahagslífið líkt og Þjóðhagsstofnun gerði. Fyrrverandi forstjóri stofnunarinnar telur skynsamlegt að endurvekja hana í einhverri mynd.

Nógu hafa þeir stolið

Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum.

Fylgja eftir málarekstrinum í New York

Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis.

Ýta af stað keðjuverkun verðhækkana

Sigurður Bessason, formaður Eflingar, segir að boðaðar hækkanir Orkuveitu Reykjavíkur muni ýta af stað keðjuverkun verðhækkana sem á endanum muni lenda á almenningi í landinu.

Vill rifta samkomulagi VBS og Landsbankans

Landsbankinn tók til sín nokkrar af verðmætustu eignum VBS fjárfestingarbanka, að fjárhæð 4,3 milljörðum króna, nokkrum mánuðum áður en VBS fór í þrot. Slitastjórnin vill rifta þessari greiðslu og verður tekin ákvörðun um málshöfðun á næstu vikum.

Fullvissa sig um fjármögnunina

Ekki hefur enn verið ákveðinn fundardagur fyrir stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Gert er ráð fyrir að þriðja endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands og sjóðsins verði tekin fyrir á fundi stjórnarinnar í þessum mánuði.

Skuldsetning og gjaldeyrisbrask helsti vandi OR

Fjárhagsvandi Orkuveitunnar stafar af of mikilli skuldsetningu og spákaupmennsku með gjaldeyri. Gjaldskrá fyrirtækisins þarf að hækka enn frekar ef fyrirtækið á að komast út úr fjárhagsvandanum, að mati Greiningar Arion banka.

Taprekstur hins opinbera tæpir 150 milljarðar í fyrra

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 149 milljarða króna árið 2009, eða sem nemur 9,9% af landsframleiðslu og 24,3% af tekjum þess. Til samanburðar var tekjuafkoman neikvæð um 13,5% af landsframleiðslu 2008 en jákvæð um 5,4% árið 2007.

Sjá næstu 50 fréttir