Viðskipti innlent

Bú Straums var fremur lítið

Árni tómasson
Árni tómasson

Skilanefnd Glitnis gerir ráð fyrir að kröfuhafar taki við stjórn bankans á næstu fimm árum.

„Þetta er langtímamarkmið okkar,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann telur líklegt að kröfuhafar geti tekið við stjórninni eftir um fimm ár. Innan þess tíma sé áætlað að selja hlut Glitnis í Íslandsbanka.

Málið er ekki á dagskrá gamla Landsbankans og ekkert um það að finna í skýrslu til kröfuhafa Kaupþings. Íslenska ríkið á rúm áttatíu prósent í gamla Landsbankanum. Glitnr á 95 prósenta hlut í Íslandsbanka en Kaupþing 87 prósent í Arion banka.

Kröfuhafar Straums tóku við stjórn bankans í síðustu viku og segja það geta verið fyrirmynd að uppgjöri á gömlu bönkunum.

Árni bendir á að ljúka þurfi dómsmálum við kröfuhafa áður en þeir geti tekið við bankanum. Í bú Glitnis var lýst 8.500 kröfum og fóru fyrstu deilumálin fyrir héraðsdóm í byrjun árs. Búist er við fyrstu niðurstöðum seint á þessu ári. Árni útilokar ekki að einhverjum málum verði áfrýjað til Hæstaréttar. Til samanburðar var í kringum 28 þúsund kröfum lýst í bú Kaupþings en einungis þrjú hundruð í Straum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×