Telur skynsamlegt að endurvekja Þjóðhagsstofnun 12. september 2010 12:15 Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar og fyrrverandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar. Uppgjörsnefnd Alþingis á bankahruninu vill að stofnuð verði sjálfstæð ríkisstofnun sem hafi það hlutverk að greina efnahagslífið líkt og Þjóðhagsstofnun gerði. Fyrrverandi forstjóri stofnunarinnar telur skynsamlegt að endurvekja hana í einhverri mynd. Þingmannanefndin hafði það hlutverk að móta tillögur að viðbrögðum Alþingis við niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar sem kom út 12. apríl síðastliðinn. Þingmannanefndin tekur undir niðurstöður rannsóknarnefndarinnar og vill að þær verði í meginatriðum lagðar til grundvallar við úrbætur á löggjöf. Mistök hafi verið gerð í hagstjórn og ríkisfjármálum frá árinu 2003. Þá var ráðist í umfangsmiklar stóriðjuframkvæmdir, útlánareglum Íbúðalánasjóðs var breytt og skattar lækkaðir þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Þetta hafi verið gert án þess að brugðist hafi verið á fullnægjandi hátt við hagsveiflum, ofþenslu og vaxandi ójafnvægi í hagkerfinu. Á sama tíma hafi innstreymi erlends fjármagns í landið aukist mjög og stærð bankakerfisins margfaldast árlega. Þingmannanefndin telur mikilvægt að stjórnmálamenn sýni ábyrgð við hagstjórn og að ekki verði ráðist í umfangsmiklar framkvæmdir, skattalækkanir og fleira, nema að eftir að mat hefur verið gert á afleiðingum þeirra fyrir efnahagslífið. Vill nefndin að stofnaður verði samráðsvettvangur fjármálaráðuneytis, Alþingis, stofnana, ríkisins, sveitarfélaga og Seðlabankans. Þá vill nefndin að stofnuð verði sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir Alþingi og hefur það hlutverk að meta og gefa út spár fyrir efnahagslífið á sama hátt og Þjóðhagsstofnun gerði, þar til hún var lögð niður sumarið 2002. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar og fyrrverandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að stofnunin hafi gert gagn og verið gagnrýnin á þróun efnahagsmála. Skynsamlegt sé að skoða það að endurvekja hana í einhverri mynd. Tengdar fréttir Þjóðhagsstofnun verði endurvakin Auka þarf sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu, efla þarf eftirlitshlutverk þingsins og auka fagmennsku við undirbúning löggjafar. Stofna skal sjálfstæð ríkisstofnun sem fylgist með þjóðhagsþróun og semji þjóðhagsspá. Þetta eru meginniðurstöður þingmannanefndarinnar sem kynnt var í dag. 11. september 2010 23:00 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Uppgjörsnefnd Alþingis á bankahruninu vill að stofnuð verði sjálfstæð ríkisstofnun sem hafi það hlutverk að greina efnahagslífið líkt og Þjóðhagsstofnun gerði. Fyrrverandi forstjóri stofnunarinnar telur skynsamlegt að endurvekja hana í einhverri mynd. Þingmannanefndin hafði það hlutverk að móta tillögur að viðbrögðum Alþingis við niðurstöðum rannsóknarskýrslunnar sem kom út 12. apríl síðastliðinn. Þingmannanefndin tekur undir niðurstöður rannsóknarnefndarinnar og vill að þær verði í meginatriðum lagðar til grundvallar við úrbætur á löggjöf. Mistök hafi verið gerð í hagstjórn og ríkisfjármálum frá árinu 2003. Þá var ráðist í umfangsmiklar stóriðjuframkvæmdir, útlánareglum Íbúðalánasjóðs var breytt og skattar lækkaðir þvert á ráðleggingar sérfræðinga. Þetta hafi verið gert án þess að brugðist hafi verið á fullnægjandi hátt við hagsveiflum, ofþenslu og vaxandi ójafnvægi í hagkerfinu. Á sama tíma hafi innstreymi erlends fjármagns í landið aukist mjög og stærð bankakerfisins margfaldast árlega. Þingmannanefndin telur mikilvægt að stjórnmálamenn sýni ábyrgð við hagstjórn og að ekki verði ráðist í umfangsmiklar framkvæmdir, skattalækkanir og fleira, nema að eftir að mat hefur verið gert á afleiðingum þeirra fyrir efnahagslífið. Vill nefndin að stofnaður verði samráðsvettvangur fjármálaráðuneytis, Alþingis, stofnana, ríkisins, sveitarfélaga og Seðlabankans. Þá vill nefndin að stofnuð verði sjálfstæð ríkisstofnun sem heyrir undir Alþingi og hefur það hlutverk að meta og gefa út spár fyrir efnahagslífið á sama hátt og Þjóðhagsstofnun gerði, þar til hún var lögð niður sumarið 2002. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar og fyrrverandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði í samtali við fréttastofu í morgun að stofnunin hafi gert gagn og verið gagnrýnin á þróun efnahagsmála. Skynsamlegt sé að skoða það að endurvekja hana í einhverri mynd.
Tengdar fréttir Þjóðhagsstofnun verði endurvakin Auka þarf sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu, efla þarf eftirlitshlutverk þingsins og auka fagmennsku við undirbúning löggjafar. Stofna skal sjálfstæð ríkisstofnun sem fylgist með þjóðhagsþróun og semji þjóðhagsspá. Þetta eru meginniðurstöður þingmannanefndarinnar sem kynnt var í dag. 11. september 2010 23:00 Mest lesið Verðbólga eykst verulega Viðskipti innlent Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Neytendur Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Viðskipti innlent Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Neytendur „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Neytendur Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfa sig í gjafavali Atvinnulíf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Sjá meira
Þjóðhagsstofnun verði endurvakin Auka þarf sjálfstæði Alþingis gagnvart framkvæmdarvaldinu, efla þarf eftirlitshlutverk þingsins og auka fagmennsku við undirbúning löggjafar. Stofna skal sjálfstæð ríkisstofnun sem fylgist með þjóðhagsþróun og semji þjóðhagsspá. Þetta eru meginniðurstöður þingmannanefndarinnar sem kynnt var í dag. 11. september 2010 23:00