Veitir 117 milljónum til rannsókna við Hellisheiðarvirkjun 15. september 2010 07:42 Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að veita liðlega eina milljón dollara, eða um 117 milljónum kr. í styrk til vísindarannsókna sem tengjast CarbFix kolefnisbindingarverkefninu við Hellisheiðarvirkjun. Í tilkynningu segir að styrkurinn komi verkefninu til góða í gegnum vísindamenn Columbia háskóla í New York. Hann er ein þriggja vísindastofnana, sem stendur að CarbFix verkefninu ásamt Orkuveitu Reykjavíkur. Hinar eru Háskóli Íslands og Rannsóknarráð franska ríkisins í Toulouse. Styrkurinn er sérstaklega veittur til að nota kolefnissamsætuna C-14 sem ferilefni til að fylgjast með flæði og dreifingu koltvísýrings frá virkjuninni eftir að honum verður dælt niður djúpt í berglög í nágrenni við hana. Ennfremur verður styrkurinn notaður í kjarnaborun til að fá nákvæmar upplýsingar um hvar og í hvaða mæli koltvísýringurinn binst í basískum hraunlögunum. Samsætan hefur verið notuð í læknisfræðilegum tilgangi við eftirfylgni með lyfjagjöf en þekktasta notkun hennar er við aldursgreiningar á fornminjum. Það var Steven Chu orkumálaráðherra Bandaríkjanna sem í síðasta mánuði tilkynnti um styrkveitingu til CarbFix og 14 annarra vísindaverkefna á sviði geymslu koltvísýrings í jarðlögum. Styrkirnir nema alls 21,3 milljónum Bandaríkjadala. Styrkurinn til CarbFix er að fjárhæð 1.015.180 dalir, sem svarar til um 117 milljóna íslenskra króna. Mótframlag Columbia háskólans til tilraunarinnar er metið til liðlega 40 milljóna króna. Koltvísýringur er algengasta gróðurhúsalofttegundin og er markmið verkefnisins að sýna fram á að hægt sé að binda hann varanlega á föstu formi í basalti. Í raun er leitast við að líkja eftir náttúrulegu ferli sem á sér stað á jarðhitasvæðum. Undirbúningur hefur staðið um nokkurra ára skeið og falist í fræðilegri vinnu, tilraunum á tilraunastofum og uppsetningu og prófun búnaðar á niðurdælingarsvæðinu. Þá hefur verið unnið að undirbúningi þess að skilja koltvísýringinn frá jarðgufunni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun. Þetta er gert í sömu tilraunastöð og verður nýtt til að hreinsa brennisteinsvetni, eða hveralyktina, frá virkjuninni. Koltvísýringurinn verður leystur upp í vatni og veitt niður um borholu á svæðinu. Vaktað verður með nákvæmum mælingum hversu hratt og í hve miklu magni koltvísýringurinn binst basaltinu. Niðurstöður þessa munu gefa til kynna hversu fýsileg aðferðin er til að glíma við loftslagsvandann. Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur ákveðið að veita liðlega eina milljón dollara, eða um 117 milljónum kr. í styrk til vísindarannsókna sem tengjast CarbFix kolefnisbindingarverkefninu við Hellisheiðarvirkjun. Í tilkynningu segir að styrkurinn komi verkefninu til góða í gegnum vísindamenn Columbia háskóla í New York. Hann er ein þriggja vísindastofnana, sem stendur að CarbFix verkefninu ásamt Orkuveitu Reykjavíkur. Hinar eru Háskóli Íslands og Rannsóknarráð franska ríkisins í Toulouse. Styrkurinn er sérstaklega veittur til að nota kolefnissamsætuna C-14 sem ferilefni til að fylgjast með flæði og dreifingu koltvísýrings frá virkjuninni eftir að honum verður dælt niður djúpt í berglög í nágrenni við hana. Ennfremur verður styrkurinn notaður í kjarnaborun til að fá nákvæmar upplýsingar um hvar og í hvaða mæli koltvísýringurinn binst í basískum hraunlögunum. Samsætan hefur verið notuð í læknisfræðilegum tilgangi við eftirfylgni með lyfjagjöf en þekktasta notkun hennar er við aldursgreiningar á fornminjum. Það var Steven Chu orkumálaráðherra Bandaríkjanna sem í síðasta mánuði tilkynnti um styrkveitingu til CarbFix og 14 annarra vísindaverkefna á sviði geymslu koltvísýrings í jarðlögum. Styrkirnir nema alls 21,3 milljónum Bandaríkjadala. Styrkurinn til CarbFix er að fjárhæð 1.015.180 dalir, sem svarar til um 117 milljóna íslenskra króna. Mótframlag Columbia háskólans til tilraunarinnar er metið til liðlega 40 milljóna króna. Koltvísýringur er algengasta gróðurhúsalofttegundin og er markmið verkefnisins að sýna fram á að hægt sé að binda hann varanlega á föstu formi í basalti. Í raun er leitast við að líkja eftir náttúrulegu ferli sem á sér stað á jarðhitasvæðum. Undirbúningur hefur staðið um nokkurra ára skeið og falist í fræðilegri vinnu, tilraunum á tilraunastofum og uppsetningu og prófun búnaðar á niðurdælingarsvæðinu. Þá hefur verið unnið að undirbúningi þess að skilja koltvísýringinn frá jarðgufunni sem nýtt er í Hellisheiðarvirkjun. Þetta er gert í sömu tilraunastöð og verður nýtt til að hreinsa brennisteinsvetni, eða hveralyktina, frá virkjuninni. Koltvísýringurinn verður leystur upp í vatni og veitt niður um borholu á svæðinu. Vaktað verður með nákvæmum mælingum hversu hratt og í hve miklu magni koltvísýringurinn binst basaltinu. Niðurstöður þessa munu gefa til kynna hversu fýsileg aðferðin er til að glíma við loftslagsvandann.
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira