Segir VÍS hafa verið strípað af eigendum sínum Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 14. september 2010 18:37 Vátryggingarfélag Íslands var strípað af eigendum sínum segir löggiltur endurskoðandi. Eignir fyrir um þrjátíu milljarða króna voru teknar út úr félaginu á þriggja ára tímabili. Endurskoðandinn efast um lögmæti þess gjörnings og um starfshætti Fjármálaeftirlitsins sem lagði blessun sína yfir hann. Tryggingafélagið segir ekkert hæft í þessu. Vorið 2006 eignaðist Exista, félag í meirihluta eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, Vátryggingarfélag Íslands en fyrir átti það 20%. Eftir kaupin urðu bræðurnir stærstu eigendur VÍS. Kaupverðið var rúmlega 53 milljarðar króna sem var greitt með hlutabréfum í Existu. Í kringum innkomu Existu í félagið hófst atburðarrás sem virðist sýna markvissan flutning eigna úr félaginu í móðurfélagið. Á árunum 2005 og 6 var hafist handa við að skipta félaginu upp. Öll dóttur- og hlutdeildarfélög, t.a.m. Lýsing og Lífis voru sett í nýtt félag, Vís eignarhaldsfélag. Þetta auk arðgreiðslna varð til þess að eigið fé Vís lækkaði um 7,3 milljarða króna á þessum tveimur árum. Eignarhaldsfélagið var svo sameinað Existu í lok maí 2006. Skiptingingarferlið hélt áfram árið 2007 en þá voru fjárhæðirnar öllu hærri. Um mitt ár fóru 31 milljarður út úr VÍS og inn í eignarhaldsfélagið VÍS 3 sem var í eigu Existu í Hollandi. Samkvæmt upplýsingum frá Existu var um að ræða hlutabréf í Kaupþingi. Á sama ári og peningarnir streymdu inn í Vís 3 lánaði félagið ónefndum aðila rúmlega 30 milljarða. Engar upplýsingar eru í ársreikningi hver lánþeginn var en fullyrt er við fréttastofu að lánið hafi farið til Existu í Hollandi. Við þessa eignaskiptingu varð eigið fé Vátryggingarfélags Íslands neikvætt um 1,8 milljarða króna. Á hluthafafundi 2. Október er skiptingin endanlega samþykkt . Þá er lagt til að hlutafé Vís verði aukið um 11,2 milljarða króna. „Félagið var í reynd strípað. Ég vil meina að þetta sé andstætt lögum," segir endurskoðandinn Gunnlaugur Kristinsson um málið. Alls fóru því um 30 milljarðar, nettó, út úr VÍS á árunum 2005 til 8 í formi uppskiptingar eigna og arðgreiðslna. „þetta er kannski lýsandi fyrir þá græðgishugsun sem átti sér stað á þeim árum og öll góð fyrirtæki sem einhverja stöðu höfðu voru skilin eftir með sviðna jörðu," segir Gunnlaugur. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að Exista hafi sótt um þessa skiptingaráætlun í febrúar 2007. Aðgerðin hafi ekki gefið tilefni til athugasemda af hálfu FME. Efnahagsreikningur VÍS hafi dregist saman við þessa breytingu en félögin hefðu þó áfram uppfyllt kröfur um lágmarksgjaldþol. „Mér finnst skrýtið að þeir hafi lagt blessun sína yfir skiptingaferli sem skilur fyrirtækið eftir í 1,8 milljarð í mínus," segir hann. VÍS mótmælir þessum fullyrðingum harðlega og telur þær tilhæfulausar með öllu. Allar ákvarðanir hafi verið teknar í samráði við og/eða undir eftirliti FME og miðuðu að því að draga úr áhættu í fjárfestingum og rekstri VÍS. Sú ákvörðun að færa hlutabréf VÍS í Kaupþingi yfir til móðurfélagsins hafi reynst VÍS ákaflega heilladrúg og sé meginskýring þeirrar yfirburða fjárhagstöðu sem VÍS njóti í dag. „Það má kannski segja það, þarna losuðu þeir sig við áhættusama fjárfestingu og komu félaginu í var, en það var algjör heppni að mínu mati því hefði þetta gerst seinna er ég ekki viss um að þeir hefðu verið svona heppnir," segir Gunnlaugur að lokum. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Vátryggingarfélag Íslands var strípað af eigendum sínum segir löggiltur endurskoðandi. Eignir fyrir um þrjátíu milljarða króna voru teknar út úr félaginu á þriggja ára tímabili. Endurskoðandinn efast um lögmæti þess gjörnings og um starfshætti Fjármálaeftirlitsins sem lagði blessun sína yfir hann. Tryggingafélagið segir ekkert hæft í þessu. Vorið 2006 eignaðist Exista, félag í meirihluta eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, Vátryggingarfélag Íslands en fyrir átti það 20%. Eftir kaupin urðu bræðurnir stærstu eigendur VÍS. Kaupverðið var rúmlega 53 milljarðar króna sem var greitt með hlutabréfum í Existu. Í kringum innkomu Existu í félagið hófst atburðarrás sem virðist sýna markvissan flutning eigna úr félaginu í móðurfélagið. Á árunum 2005 og 6 var hafist handa við að skipta félaginu upp. Öll dóttur- og hlutdeildarfélög, t.a.m. Lýsing og Lífis voru sett í nýtt félag, Vís eignarhaldsfélag. Þetta auk arðgreiðslna varð til þess að eigið fé Vís lækkaði um 7,3 milljarða króna á þessum tveimur árum. Eignarhaldsfélagið var svo sameinað Existu í lok maí 2006. Skiptingingarferlið hélt áfram árið 2007 en þá voru fjárhæðirnar öllu hærri. Um mitt ár fóru 31 milljarður út úr VÍS og inn í eignarhaldsfélagið VÍS 3 sem var í eigu Existu í Hollandi. Samkvæmt upplýsingum frá Existu var um að ræða hlutabréf í Kaupþingi. Á sama ári og peningarnir streymdu inn í Vís 3 lánaði félagið ónefndum aðila rúmlega 30 milljarða. Engar upplýsingar eru í ársreikningi hver lánþeginn var en fullyrt er við fréttastofu að lánið hafi farið til Existu í Hollandi. Við þessa eignaskiptingu varð eigið fé Vátryggingarfélags Íslands neikvætt um 1,8 milljarða króna. Á hluthafafundi 2. Október er skiptingin endanlega samþykkt . Þá er lagt til að hlutafé Vís verði aukið um 11,2 milljarða króna. „Félagið var í reynd strípað. Ég vil meina að þetta sé andstætt lögum," segir endurskoðandinn Gunnlaugur Kristinsson um málið. Alls fóru því um 30 milljarðar, nettó, út úr VÍS á árunum 2005 til 8 í formi uppskiptingar eigna og arðgreiðslna. „þetta er kannski lýsandi fyrir þá græðgishugsun sem átti sér stað á þeim árum og öll góð fyrirtæki sem einhverja stöðu höfðu voru skilin eftir með sviðna jörðu," segir Gunnlaugur. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að Exista hafi sótt um þessa skiptingaráætlun í febrúar 2007. Aðgerðin hafi ekki gefið tilefni til athugasemda af hálfu FME. Efnahagsreikningur VÍS hafi dregist saman við þessa breytingu en félögin hefðu þó áfram uppfyllt kröfur um lágmarksgjaldþol. „Mér finnst skrýtið að þeir hafi lagt blessun sína yfir skiptingaferli sem skilur fyrirtækið eftir í 1,8 milljarð í mínus," segir hann. VÍS mótmælir þessum fullyrðingum harðlega og telur þær tilhæfulausar með öllu. Allar ákvarðanir hafi verið teknar í samráði við og/eða undir eftirliti FME og miðuðu að því að draga úr áhættu í fjárfestingum og rekstri VÍS. Sú ákvörðun að færa hlutabréf VÍS í Kaupþingi yfir til móðurfélagsins hafi reynst VÍS ákaflega heilladrúg og sé meginskýring þeirrar yfirburða fjárhagstöðu sem VÍS njóti í dag. „Það má kannski segja það, þarna losuðu þeir sig við áhættusama fjárfestingu og komu félaginu í var, en það var algjör heppni að mínu mati því hefði þetta gerst seinna er ég ekki viss um að þeir hefðu verið svona heppnir," segir Gunnlaugur að lokum.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira