Segir VÍS hafa verið strípað af eigendum sínum Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 14. september 2010 18:37 Vátryggingarfélag Íslands var strípað af eigendum sínum segir löggiltur endurskoðandi. Eignir fyrir um þrjátíu milljarða króna voru teknar út úr félaginu á þriggja ára tímabili. Endurskoðandinn efast um lögmæti þess gjörnings og um starfshætti Fjármálaeftirlitsins sem lagði blessun sína yfir hann. Tryggingafélagið segir ekkert hæft í þessu. Vorið 2006 eignaðist Exista, félag í meirihluta eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, Vátryggingarfélag Íslands en fyrir átti það 20%. Eftir kaupin urðu bræðurnir stærstu eigendur VÍS. Kaupverðið var rúmlega 53 milljarðar króna sem var greitt með hlutabréfum í Existu. Í kringum innkomu Existu í félagið hófst atburðarrás sem virðist sýna markvissan flutning eigna úr félaginu í móðurfélagið. Á árunum 2005 og 6 var hafist handa við að skipta félaginu upp. Öll dóttur- og hlutdeildarfélög, t.a.m. Lýsing og Lífis voru sett í nýtt félag, Vís eignarhaldsfélag. Þetta auk arðgreiðslna varð til þess að eigið fé Vís lækkaði um 7,3 milljarða króna á þessum tveimur árum. Eignarhaldsfélagið var svo sameinað Existu í lok maí 2006. Skiptingingarferlið hélt áfram árið 2007 en þá voru fjárhæðirnar öllu hærri. Um mitt ár fóru 31 milljarður út úr VÍS og inn í eignarhaldsfélagið VÍS 3 sem var í eigu Existu í Hollandi. Samkvæmt upplýsingum frá Existu var um að ræða hlutabréf í Kaupþingi. Á sama ári og peningarnir streymdu inn í Vís 3 lánaði félagið ónefndum aðila rúmlega 30 milljarða. Engar upplýsingar eru í ársreikningi hver lánþeginn var en fullyrt er við fréttastofu að lánið hafi farið til Existu í Hollandi. Við þessa eignaskiptingu varð eigið fé Vátryggingarfélags Íslands neikvætt um 1,8 milljarða króna. Á hluthafafundi 2. Október er skiptingin endanlega samþykkt . Þá er lagt til að hlutafé Vís verði aukið um 11,2 milljarða króna. „Félagið var í reynd strípað. Ég vil meina að þetta sé andstætt lögum," segir endurskoðandinn Gunnlaugur Kristinsson um málið. Alls fóru því um 30 milljarðar, nettó, út úr VÍS á árunum 2005 til 8 í formi uppskiptingar eigna og arðgreiðslna. „þetta er kannski lýsandi fyrir þá græðgishugsun sem átti sér stað á þeim árum og öll góð fyrirtæki sem einhverja stöðu höfðu voru skilin eftir með sviðna jörðu," segir Gunnlaugur. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að Exista hafi sótt um þessa skiptingaráætlun í febrúar 2007. Aðgerðin hafi ekki gefið tilefni til athugasemda af hálfu FME. Efnahagsreikningur VÍS hafi dregist saman við þessa breytingu en félögin hefðu þó áfram uppfyllt kröfur um lágmarksgjaldþol. „Mér finnst skrýtið að þeir hafi lagt blessun sína yfir skiptingaferli sem skilur fyrirtækið eftir í 1,8 milljarð í mínus," segir hann. VÍS mótmælir þessum fullyrðingum harðlega og telur þær tilhæfulausar með öllu. Allar ákvarðanir hafi verið teknar í samráði við og/eða undir eftirliti FME og miðuðu að því að draga úr áhættu í fjárfestingum og rekstri VÍS. Sú ákvörðun að færa hlutabréf VÍS í Kaupþingi yfir til móðurfélagsins hafi reynst VÍS ákaflega heilladrúg og sé meginskýring þeirrar yfirburða fjárhagstöðu sem VÍS njóti í dag. „Það má kannski segja það, þarna losuðu þeir sig við áhættusama fjárfestingu og komu félaginu í var, en það var algjör heppni að mínu mati því hefði þetta gerst seinna er ég ekki viss um að þeir hefðu verið svona heppnir," segir Gunnlaugur að lokum. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Vátryggingarfélag Íslands var strípað af eigendum sínum segir löggiltur endurskoðandi. Eignir fyrir um þrjátíu milljarða króna voru teknar út úr félaginu á þriggja ára tímabili. Endurskoðandinn efast um lögmæti þess gjörnings og um starfshætti Fjármálaeftirlitsins sem lagði blessun sína yfir hann. Tryggingafélagið segir ekkert hæft í þessu. Vorið 2006 eignaðist Exista, félag í meirihluta eigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, Vátryggingarfélag Íslands en fyrir átti það 20%. Eftir kaupin urðu bræðurnir stærstu eigendur VÍS. Kaupverðið var rúmlega 53 milljarðar króna sem var greitt með hlutabréfum í Existu. Í kringum innkomu Existu í félagið hófst atburðarrás sem virðist sýna markvissan flutning eigna úr félaginu í móðurfélagið. Á árunum 2005 og 6 var hafist handa við að skipta félaginu upp. Öll dóttur- og hlutdeildarfélög, t.a.m. Lýsing og Lífis voru sett í nýtt félag, Vís eignarhaldsfélag. Þetta auk arðgreiðslna varð til þess að eigið fé Vís lækkaði um 7,3 milljarða króna á þessum tveimur árum. Eignarhaldsfélagið var svo sameinað Existu í lok maí 2006. Skiptingingarferlið hélt áfram árið 2007 en þá voru fjárhæðirnar öllu hærri. Um mitt ár fóru 31 milljarður út úr VÍS og inn í eignarhaldsfélagið VÍS 3 sem var í eigu Existu í Hollandi. Samkvæmt upplýsingum frá Existu var um að ræða hlutabréf í Kaupþingi. Á sama ári og peningarnir streymdu inn í Vís 3 lánaði félagið ónefndum aðila rúmlega 30 milljarða. Engar upplýsingar eru í ársreikningi hver lánþeginn var en fullyrt er við fréttastofu að lánið hafi farið til Existu í Hollandi. Við þessa eignaskiptingu varð eigið fé Vátryggingarfélags Íslands neikvætt um 1,8 milljarða króna. Á hluthafafundi 2. Október er skiptingin endanlega samþykkt . Þá er lagt til að hlutafé Vís verði aukið um 11,2 milljarða króna. „Félagið var í reynd strípað. Ég vil meina að þetta sé andstætt lögum," segir endurskoðandinn Gunnlaugur Kristinsson um málið. Alls fóru því um 30 milljarðar, nettó, út úr VÍS á árunum 2005 til 8 í formi uppskiptingar eigna og arðgreiðslna. „þetta er kannski lýsandi fyrir þá græðgishugsun sem átti sér stað á þeim árum og öll góð fyrirtæki sem einhverja stöðu höfðu voru skilin eftir með sviðna jörðu," segir Gunnlaugur. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að Exista hafi sótt um þessa skiptingaráætlun í febrúar 2007. Aðgerðin hafi ekki gefið tilefni til athugasemda af hálfu FME. Efnahagsreikningur VÍS hafi dregist saman við þessa breytingu en félögin hefðu þó áfram uppfyllt kröfur um lágmarksgjaldþol. „Mér finnst skrýtið að þeir hafi lagt blessun sína yfir skiptingaferli sem skilur fyrirtækið eftir í 1,8 milljarð í mínus," segir hann. VÍS mótmælir þessum fullyrðingum harðlega og telur þær tilhæfulausar með öllu. Allar ákvarðanir hafi verið teknar í samráði við og/eða undir eftirliti FME og miðuðu að því að draga úr áhættu í fjárfestingum og rekstri VÍS. Sú ákvörðun að færa hlutabréf VÍS í Kaupþingi yfir til móðurfélagsins hafi reynst VÍS ákaflega heilladrúg og sé meginskýring þeirrar yfirburða fjárhagstöðu sem VÍS njóti í dag. „Það má kannski segja það, þarna losuðu þeir sig við áhættusama fjárfestingu og komu félaginu í var, en það var algjör heppni að mínu mati því hefði þetta gerst seinna er ég ekki viss um að þeir hefðu verið svona heppnir," segir Gunnlaugur að lokum.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira