Mikill viðsnúningur á raunávöxtun lífeyrissjóðanna 15. september 2010 10:26 Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna, þ.e. ávöxtun umfram verðbólgu, var 0,34% í fyrra samanborið við -21,96% á árinu 2008. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár var 0,4% og meðaltal sl. 10 ára var 1,8%. Þessa lágu raunávöxtun má rekja til eftirkasta bankahrunsins í október 2008. Há verðbólga, afskriftir skuldabréfa og gjaldeyrishöft einkenndu árið.Þetta kemur fram á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að heildareignir lífeyrissjóðanna námu tæplega 1.775 milljörðum króna í árslok 2009 samanborið við um 1.600 milljarða í árslok 2008. Nemur aukningin um 11% sem samsvarar 2,2% raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs.Iðgjöld lífeyrissjóðanna lækkuðu um 9% á milli ára eða úr 114 milljörðum króna á árinu 2008 í rúmlega 107 milljarða króna árið 2009. Meginástæða þessarar lækkunar er talin vera aukið atvinnuleysi og almenn lækkun launa í landinu. Gjaldfærður lífeyrir ásamt útgreiðslu séreignarsparnaðar var tæplega 76 milljarðar árið 2009 en var 54 milljarðar árið 2008.Séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila á árinu 2009 jókst um 12,8% og nam 288 milljörðum króna samanborið við 256 milljarða í árslok 2008. Séreignarsparnaður í heild nam um 15% af heildareignum lífeyriskerfisins í árslok 2009. Iðgjöld til séreignarlífeyrissparnaðar lækkuðu milli ára og fóru úr 33,4 milljörðum króna í 26,3 milljarða króna á árinu 2009.Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði skal vera jafnvægi á milli eigna og skuldbindinga lífeyrissjóða. Komi í ljós við tryggingafræðilega athugun að munur á eignum og skuldbindingum er yfir 10% eða meiri en 5% samfellt í fimm ár ber lífeyrissjóði að grípa til viðeigandi ráðstafana til að ná jafnvægi milli eigna og skuldbindinga.Þann 21. desember 2009 var framlengt bráðabirgðaákvæði sem heimilaði lífeyrissjóðum að hafa allt að 15% mun á milli eigna og framtíðarskuldbindinga vegna lífeyris miðað við tryggingafræðilega athugun fyrir árið 2009, án þess að gera breytingar á samþykktum sjóðsins. 25 deildir lífeyrissjóða án ábyrgðar voru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu í árslok 2009, þar af 3 deildir með meiri halla en 15% og verða því að skerða réttindi.Þeir lífeyrissjóðir sem njóta bakábyrgðar ríkis eða sveitarfélags eru undanþegnir ákvæðum laganna sem fjalla um jafnvægi milli eigna og skuldbindinga lífeyrissjóða. Lítil breyting er á stöðu þessara sjóða á milli ára en verulegur halli er á nánast öllum deildum. Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira
Hrein raunávöxtun lífeyrissjóðanna, þ.e. ávöxtun umfram verðbólgu, var 0,34% í fyrra samanborið við -21,96% á árinu 2008. Meðaltal hreinnar raunávöxtunar sl. 5 ár var 0,4% og meðaltal sl. 10 ára var 1,8%. Þessa lágu raunávöxtun má rekja til eftirkasta bankahrunsins í október 2008. Há verðbólga, afskriftir skuldabréfa og gjaldeyrishöft einkenndu árið.Þetta kemur fram á vefsíðu Fjármálaeftirlitsins. Þar segir að heildareignir lífeyrissjóðanna námu tæplega 1.775 milljörðum króna í árslok 2009 samanborið við um 1.600 milljarða í árslok 2008. Nemur aukningin um 11% sem samsvarar 2,2% raunaukningu miðað við vísitölu neysluverðs.Iðgjöld lífeyrissjóðanna lækkuðu um 9% á milli ára eða úr 114 milljörðum króna á árinu 2008 í rúmlega 107 milljarða króna árið 2009. Meginástæða þessarar lækkunar er talin vera aukið atvinnuleysi og almenn lækkun launa í landinu. Gjaldfærður lífeyrir ásamt útgreiðslu séreignarsparnaðar var tæplega 76 milljarðar árið 2009 en var 54 milljarðar árið 2008.Séreignarsparnaður í vörslu lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila á árinu 2009 jókst um 12,8% og nam 288 milljörðum króna samanborið við 256 milljarða í árslok 2008. Séreignarsparnaður í heild nam um 15% af heildareignum lífeyriskerfisins í árslok 2009. Iðgjöld til séreignarlífeyrissparnaðar lækkuðu milli ára og fóru úr 33,4 milljörðum króna í 26,3 milljarða króna á árinu 2009.Samkvæmt lögum um lífeyrissjóði skal vera jafnvægi á milli eigna og skuldbindinga lífeyrissjóða. Komi í ljós við tryggingafræðilega athugun að munur á eignum og skuldbindingum er yfir 10% eða meiri en 5% samfellt í fimm ár ber lífeyrissjóði að grípa til viðeigandi ráðstafana til að ná jafnvægi milli eigna og skuldbindinga.Þann 21. desember 2009 var framlengt bráðabirgðaákvæði sem heimilaði lífeyrissjóðum að hafa allt að 15% mun á milli eigna og framtíðarskuldbindinga vegna lífeyris miðað við tryggingafræðilega athugun fyrir árið 2009, án þess að gera breytingar á samþykktum sjóðsins. 25 deildir lífeyrissjóða án ábyrgðar voru með neikvæða tryggingafræðilega stöðu í árslok 2009, þar af 3 deildir með meiri halla en 15% og verða því að skerða réttindi.Þeir lífeyrissjóðir sem njóta bakábyrgðar ríkis eða sveitarfélags eru undanþegnir ákvæðum laganna sem fjalla um jafnvægi milli eigna og skuldbindinga lífeyrissjóða. Lítil breyting er á stöðu þessara sjóða á milli ára en verulegur halli er á nánast öllum deildum.
Mest lesið Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Viðskipti innlent Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Viðskipti innlent Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Fleiri fréttir Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Sjá meira