Viðskipti innlent

Allt að átján prósenta munur

Mikill launamunur Launakönnun SFR og VR sýnir að fólk á almennum vinnumarkaði þénar allt að 18 prósenta hærri laun en þeir sem eru á þeim opinbera.
Mikill launamunur Launakönnun SFR og VR sýnir að fólk á almennum vinnumarkaði þénar allt að 18 prósenta hærri laun en þeir sem eru á þeim opinbera.

Launabil hjá starfsmönnum almannaþjónustunnar og þeim á almenna vinnumarkaðnum í sambærilegum starfsgreinum er 18 prósent.

Félögin SFR og VR létu kanna laun fyrir starfsmenn félaganna og í ljós kom að þegar tekið hefur verið tillit til kyns, aldurs, starfsstéttar, starfsaldurs, vinnutíma, vaktaálags og menntunar er munurinn á heildarlaunum félagsmanna SFR og VR 18 prósent, en hann var 15 prósent í fyrra en tuttugu prósent árið 2008.

Meðallaun hjá félögum í SFR eru um 325.035 krónur fyrir fullt starf en 422.027 krónur hjá félögum VR fyrir sambærilegt starf. Heildarlaun hjá VR hækkuðu að meðaltali um 4,6 prósent árið 2009 en einungis um 1,6 prósent hjá félögum SFR.

Einnig kemur fram í könnuninni að kynbundinn launamunur meðal félagsmanna SFR hefur minnkað milli ára, úr 11,8 prósentum í 9,9 prósent. Þó hækkuðu heildarlaun kvenna hlutfallslega minna heldur en heildarlaun karla árið 2009, eða um 0,5 prósent en hjá körlum um 3,8 prósent.

Launakönnun SFR og VR er ein stærsta vinnumarkaðskönnun landsins og er framkvæmd af Capacent á meðal félagsmanna beggja félaganna.- sv







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×