Jón Ásgeir hafnar ásökunum um stuld 12. september 2010 18:30 Telji slitastjórnin að við höfum stolið peningum frá Glitni, ber henni að kæra málið til lögreglu en ekki ferðast með það til New York, segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem segir fullyrðingu þar um, ekki standast skoðun. Hann bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi ekki fundið neina falda sjóði, þrátt fyrir rúmlega 12 mánaða leit. Slitastjórn Glitnis lagði í vikunni fram fjölda gagna fyrir dómstóli í New York í tengslum við skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis. Hinir stefndu hafa lagt fram frávísunarkröfu, því þeir telja málið ekki eiga heima fyrir dómstólum ytra. Sjömenningarnir hafa til 8. október til að svara slitastjórninni. Frávísunarmálið verður væntanlega tekið fyrir í nóvember en niðurstöðu úr því er örugglega að vænta um áramót. Fréttastofa vitnaði í greinargerð slitastjórnar í gær, þar sem sagði að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York væri lítill í samanburði við þær upphæðir sem þeir hafi stolið frá bankanum. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni við þessu í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann að ef slitastjórnin telji að hann hafi stolið frá Glitni, beri þeim að kæra slíkt til lögreglu á skúlagötu en ekki ferðast með málið í lægsta dómsstig í New York borg. Fullyrðingin standist enga skoðun, engu hafi verið stolið og það viti slitastjórn vel. Slitastjórn Glitnis telur víst að sjömenningarnir eigi falda sjóði, enda telur slitastjórnin að þeir hafi hagnast persónulega á kostnað bankans. Jón Ásgeir bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi, þrátt fyrir 12 mánaða vinnu, ekki fundið neinar eignir sem hann hafi fengið með ólögmætum hætti inn á sína reikninga. Þá hafi henni ekki tekist að sýna fram peningar hafi farið beint úr hirslum Glitnis inn á reikninga í eigu hinna stefndu. Hann segir að málið sé allt sett fram með því markmiði að ná hámarksathygli hjá fréttamiðlum. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37 Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Telji slitastjórnin að við höfum stolið peningum frá Glitni, ber henni að kæra málið til lögreglu en ekki ferðast með það til New York, segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem segir fullyrðingu þar um, ekki standast skoðun. Hann bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi ekki fundið neina falda sjóði, þrátt fyrir rúmlega 12 mánaða leit. Slitastjórn Glitnis lagði í vikunni fram fjölda gagna fyrir dómstóli í New York í tengslum við skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis. Hinir stefndu hafa lagt fram frávísunarkröfu, því þeir telja málið ekki eiga heima fyrir dómstólum ytra. Sjömenningarnir hafa til 8. október til að svara slitastjórninni. Frávísunarmálið verður væntanlega tekið fyrir í nóvember en niðurstöðu úr því er örugglega að vænta um áramót. Fréttastofa vitnaði í greinargerð slitastjórnar í gær, þar sem sagði að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York væri lítill í samanburði við þær upphæðir sem þeir hafi stolið frá bankanum. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni við þessu í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann að ef slitastjórnin telji að hann hafi stolið frá Glitni, beri þeim að kæra slíkt til lögreglu á skúlagötu en ekki ferðast með málið í lægsta dómsstig í New York borg. Fullyrðingin standist enga skoðun, engu hafi verið stolið og það viti slitastjórn vel. Slitastjórn Glitnis telur víst að sjömenningarnir eigi falda sjóði, enda telur slitastjórnin að þeir hafi hagnast persónulega á kostnað bankans. Jón Ásgeir bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi, þrátt fyrir 12 mánaða vinnu, ekki fundið neinar eignir sem hann hafi fengið með ólögmætum hætti inn á sína reikninga. Þá hafi henni ekki tekist að sýna fram peningar hafi farið beint úr hirslum Glitnis inn á reikninga í eigu hinna stefndu. Hann segir að málið sé allt sett fram með því markmiði að ná hámarksathygli hjá fréttamiðlum.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37 Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37
Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14