Jón Ásgeir hafnar ásökunum um stuld 12. september 2010 18:30 Telji slitastjórnin að við höfum stolið peningum frá Glitni, ber henni að kæra málið til lögreglu en ekki ferðast með það til New York, segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem segir fullyrðingu þar um, ekki standast skoðun. Hann bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi ekki fundið neina falda sjóði, þrátt fyrir rúmlega 12 mánaða leit. Slitastjórn Glitnis lagði í vikunni fram fjölda gagna fyrir dómstóli í New York í tengslum við skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis. Hinir stefndu hafa lagt fram frávísunarkröfu, því þeir telja málið ekki eiga heima fyrir dómstólum ytra. Sjömenningarnir hafa til 8. október til að svara slitastjórninni. Frávísunarmálið verður væntanlega tekið fyrir í nóvember en niðurstöðu úr því er örugglega að vænta um áramót. Fréttastofa vitnaði í greinargerð slitastjórnar í gær, þar sem sagði að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York væri lítill í samanburði við þær upphæðir sem þeir hafi stolið frá bankanum. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni við þessu í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann að ef slitastjórnin telji að hann hafi stolið frá Glitni, beri þeim að kæra slíkt til lögreglu á skúlagötu en ekki ferðast með málið í lægsta dómsstig í New York borg. Fullyrðingin standist enga skoðun, engu hafi verið stolið og það viti slitastjórn vel. Slitastjórn Glitnis telur víst að sjömenningarnir eigi falda sjóði, enda telur slitastjórnin að þeir hafi hagnast persónulega á kostnað bankans. Jón Ásgeir bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi, þrátt fyrir 12 mánaða vinnu, ekki fundið neinar eignir sem hann hafi fengið með ólögmætum hætti inn á sína reikninga. Þá hafi henni ekki tekist að sýna fram peningar hafi farið beint úr hirslum Glitnis inn á reikninga í eigu hinna stefndu. Hann segir að málið sé allt sett fram með því markmiði að ná hámarksathygli hjá fréttamiðlum. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37 Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Telji slitastjórnin að við höfum stolið peningum frá Glitni, ber henni að kæra málið til lögreglu en ekki ferðast með það til New York, segir Jón Ásgeir Jóhannesson sem segir fullyrðingu þar um, ekki standast skoðun. Hann bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi ekki fundið neina falda sjóði, þrátt fyrir rúmlega 12 mánaða leit. Slitastjórn Glitnis lagði í vikunni fram fjölda gagna fyrir dómstóli í New York í tengslum við skaðabótamál á hendur fyrrverandi eigendum og stjórnendum Glitnis. Hinir stefndu hafa lagt fram frávísunarkröfu, því þeir telja málið ekki eiga heima fyrir dómstólum ytra. Sjömenningarnir hafa til 8. október til að svara slitastjórninni. Frávísunarmálið verður væntanlega tekið fyrir í nóvember en niðurstöðu úr því er örugglega að vænta um áramót. Fréttastofa vitnaði í greinargerð slitastjórnar í gær, þar sem sagði að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York væri lítill í samanburði við þær upphæðir sem þeir hafi stolið frá bankanum. Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni við þessu í dag. Í samtali við fréttamann sagði hann að ef slitastjórnin telji að hann hafi stolið frá Glitni, beri þeim að kæra slíkt til lögreglu á skúlagötu en ekki ferðast með málið í lægsta dómsstig í New York borg. Fullyrðingin standist enga skoðun, engu hafi verið stolið og það viti slitastjórn vel. Slitastjórn Glitnis telur víst að sjömenningarnir eigi falda sjóði, enda telur slitastjórnin að þeir hafi hagnast persónulega á kostnað bankans. Jón Ásgeir bendir á að rannsóknarfyrirtækið Kroll hafi, þrátt fyrir 12 mánaða vinnu, ekki fundið neinar eignir sem hann hafi fengið með ólögmætum hætti inn á sína reikninga. Þá hafi henni ekki tekist að sýna fram peningar hafi farið beint úr hirslum Glitnis inn á reikninga í eigu hinna stefndu. Hann segir að málið sé allt sett fram með því markmiði að ná hámarksathygli hjá fréttamiðlum.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Viðskipti Tengdar fréttir Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37 Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14 Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Fylgja eftir málarekstrinum í New York Glitnir svaraði í gær í New York frávísunarkröfum sem Jón Ásgeir Jóhannesson og aðrir, sem stefnt var í máli bankans í New York, lögðu fram í júlí. Í svari sínu ítrekaði Glitnir þann eindregna ásetning sinn að fylgja eftir málarekstrinum í New York, enda væri hann liður í viðleitni bankans um heim allan til að endurheimta eignir í þágu kröfuhafa bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slitastjórn Glitnis. 11. september 2010 16:37
Nógu hafa þeir stolið Slitastjórn Glitnis hefur lagt fram fjöldan allan af sönnunargögnum fyrir dómstóli í New York í tengslum við hundruð milljarða króna skaðabótamál á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og fleirum. Slitastjórn Glitnis segir að kostnaður hinna stefndu vegna málareksturs í New York sé smávægilegur í samanburði við þær háu upphæðir sem slitastjórnin segir þá hafa stolið frá bankanum. 11. september 2010 19:14