Fleiri fréttir

Stöðugleikasáttmálinn í hættu

„Ein af forsendum stöðugleikasáttmálans var sú að stýrivextir væru komnir niður í níu prósent í haust en það verður að teljast ólíklegt í ljósi ákvörðunar Seðlabankans,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins í viðtali við fréttastofu.

Óbreyttir stýrivextir

Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 12 prósentum. Bankinn gerir nánari grein fyrir ákvörðuninni klukkan ellefu.

Vaxtaákvörðun kynnt í dag

Peningastefnunefnd um stýrivexti Seðlabankans kynnir niðurstöðu sína klukkan níu og kynningarfundur um málið verður haldinn klukkan ellefu. Sérfræðingar á peningamarkaði spá þvi að stýrivextir verði áfram 12 prósent. Þeir benda á að krónan hafi lækkað, en ekki hækkað frá síðasta stýrivaxtadegi og við þær aðstæður sé ekki að vænta stýrivaxtalækkunar.

Búist við frekari hækkunum á neysluvörum

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli júlí og ágúst muni mælast 0,9%. Í mælingunni er búist við nokkurri hækkun á fatnaði og skóm vegna þess að sumarútsölum er víða lokið og nýjar vörur komnar í margar verslanir. Auk þess hafa hækkanir á mjólkurvörum verið boðaðar frá byrjun þessa mánaðar.

Enn lækka hlutabréf í Bakkavör

Hlutabréf í Bakkavör lækkuðu um 5,1% í dag í viðskiptum upp á tæpar 2 milljónir króna. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem gengi félagsins lækkar mikið en hlutabréf í félaginu kosta nú í 1,12 krónur.

Rukkaður fyrir að skipta krónum í krónur

Viðskiptavinur Landsbankans hafði samband við fréttastofu eftir að hann var rukkaður um þriggja prósenta þóknun af þeirri smámynt sem hann hafði safnað um skeið og hugðist skipta í seðla.

Engin vaxtalækkun það sem eftir lifir árs

Greiningardeild Kaupþings telur að stýrivextir haldist óbreyttir og engin vaxtalækkun muni eiga sér stað það sem eftir lifir árs. Líklegt er að vextir hækki með afnámi gjaldeyrishafta.

Makaskiptasamningar um helmingur allra fasteignaviðskipta

Undanfarna 3 mánuði hafa makaskiptasamningar verið um 42% fasteignaviðskipta. Tíðni makaskiptasamninga í fasteignaviðskiptum hefur stóraukist frá hruni bankanna síðastliðið haust og hafa makaskiptasamningar verið um eða yfir 20 prósent

Spáð óbreyttum 12% stýrivöxtum - Hækkun hugsanleg

Hagfræðideildin segir að í yfirlýsingu nefndarinnar við síðustu vaxtaákvörðun hafi mikil áhersla verið lögð á að veiking krónunnar frá því í mars hafi farið langt fram úr því sem nefndin teldi viðunandi. Auk þess kom fram kom í máli nefndarinnar að haldi krónan áfram að veikjast og kostnaðarhækkanir að velta út í verðlagið sé ekki útilokað að vextir verði hækkaðir.

Ársæll og Sigurjón vinna fyrir skilanefnd Landsbankans

Ársæll Hafsteinsson og Sigurjón Geirsson hafa verið ráðnir ráðgjafar skilanefndar Landsbankans en Fjármálaeftirlitið hafði áður óskað eftir að þeir vikju úr nefndinni. Páll Bendediktsson, upplýsingafulltrúi skilanefndarinnar, segir í viðtali við Vísi að ráðningin sé gerð að ósk kröfuhafa.

Straumur yfirtekur 96 milljarða króna fasteignir í Danmörku

Gert er ráð fyrir að Straumur fjárfestingabanki yfirtaki, í þessari viku, þær fasteignir sem dönsku verslanirnar Magasin du Nord og Illum í Kaupmannahöfn, Árósum, Óðinsvéum og Avedøre eru starfræktar í. Þetta kemur fram á vef danska blaðsins Borsen. SaVirði fasteignanna er áætlað 4 milljarðar danskra króna.

Bakkavör lækkar mikið, annan daginn í röð

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,6% í 240 milljóna króna heildarviðskiptum í dag. Vísitalan stendur nú í 745,55 stigum. Bakkavör lækkaði mikið, annan daginn í röð, eða um 7,1%. Gengi Bakkavarar stendur nú í 1,18 krónum á hlut.

Á að breyta umgjörð peningastefnu Seðlabankans?

Seðlabanki Íslands hefur að beiðni forsætisráðherra tekið saman yfirlit yfir kosti þess og galla að breyta umgjörð peningastefnunnar, jafnframt því sem unnið er að ítarlegri samantekt sem áformað er að gefa út á næstu misserum.

Orkuverð á Íslandi samkeppnishæft á öllum sviðum

Að mati Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands er orkuverð til stóriðju í meðallagi hátt hérlendis. Trúnaður ríkir um orkuverð í samningum við ýmis fyrirtæki og stofnanir hér á landi og eru fyrirtæki í stóriðju þar innifalin.

Afnám hafta hækkar gengi krónunnar

Greining Íslandsbanka telur að við afnám gjaldeyrishafta muni gengi krónunnar styrkjast en misjafnar skoðanir eru á því. Seðlabankinn hefur opinberlega tilkynnt um áætlun um afnám haftanna.

Krónan stöðug þessa dagana

Krónan hélst nokkuð stöðug í síðustu viku eftir að hafa tekið út talsverða sveiflu í vikunni fyrir verslunarmannahelgi. Evran kostar nú tæplega 180 krónur og dollarinn 127 krónur. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að veltan hafi verið lítil sem engin og séu líkur á að það muni ekki breytast mikið fyrr en líða taki á haustið.

Nýsir hf. sektað um tíu milljónir króna

Fjármálaeftirlitið hefur tekið ákvörðun um að sekta Nýsi hf. um tíu milljónir króna vegna þrenns konar brota á lögum um verðbréfaviðskipti á nokkurra mánaða tímabili á síðasta ári.

Nýr áfangastaður Iceland Express

Iceland Express ætlar að hefja áætlunarflug til Birmingham á Bretlandi næsta sumar. Birmingham er næststærsta borg Bretlands og er staðsett fyrir norðan London.

Hvernig á að hemja verðbólgu?

Út er komin rannsóknarritgerð Seðlabanka Íslands nr. 42 sem fjallar um tilraunir til að hafa hemil á verðbólgu í ýmsum löndum heims og þá einkum um hvers vegna sumum löndum tekst betur upp í þeim efnum en öðrum. Höfundur ritgerðarinnar er Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands.

Bakkavör lækkaði um 12,4%

Gengi bréfa Bakkavarar lækkaði um 12,4% í dag og stendur hluturinn nú í 1,27 krónu á hlut. Össur hækkaði um 0,44% í viðskiptum dagsins. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,27% í dag og stendur nú í 741,1 stigi.

Hrönn Ingólfsdóttir ráðin markaðsstjóri Portusar hf.

Hrönn Ingólfsdóttir, hefur verið ráðin markaðsstjóri Portusar hf., sem á og annast byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss í Reykjavík. Portus hf. er nú í eigu Austurhafnar-TR. Íslenska ríkið á 54% í fyrirtækinu en Reykjavíkurborg 46%.

Magnús nýr framkvæmdastjóri hjá Skyggni

Magnús Böðvar Eyþórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Sölu- og ráðgjafasviðs Skyggnis ehf. Fyrirtækkið sérhæfir sig í hönnun, uppsetningu og rekstri tölvu- og samskiptalausna. Hjá félaginu starfa um 180 manns. Skyggnir er hluti af Nýherja samstæðunni.

Spá óbreyttum stýrivöxtum næstu átta mánuði

Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni haldi stýrivöxtum óbreyttum í 12% næstu átta mánuði eða fram í apríl á næsta ári. Næsti vaxtaákvörðunardagur nefndarinnar er á fimmtudag.

Seðlabankastjórar á fundi fjárlaganefndar

Svein Harald Øygard, seðlabankastjóri, og Arnór Sighvatsson, varaseðlabankastjóri, komu fyrir fjárlaganefnd Alþingis á fundi hennar í morgun. Þeir neituðu alfarið að tjá sig um hvað hafi verið rætt á fundinum og vísuðu á nefndarmenn. Fundurinn stendur enn.

Sigurður Helgason kjörinn stjórnarformaður

Ný fimm manna stjórn Icelandair Group hefur skipt með sér verkum og líkt og búist var við var Sigurður Helgason, fyrrverandi forstjóri Icelandair, kjörinn nýr stjórnarformaður félagsins. Skilanefndir gömlu bankanna og ríkisbankarnir fara með um 80% af eignarhaldi í félaginu.

Nordic eMarketing og DaCoda til samstarfs við breskt fyrirtæki

Breska fyrirtækið framleiðslufyrirtækið Teknomek hefur valið Íslensku fyrirtækin Nordic eMarketing og DaCoda til þess að stýra að endurvefvæðingu fyrirtækisins. Teknomek sérhæfir sig í framleiðslu búnaðar úr ryðfríu stáli fyrir spítala og matvælafyrirtæki og er eitt það elsta sinnar tegundar í Bretlandi, stofnað árið 1987.

Kaupþing lánaði 11 milljarða til snekkjukaupa

Kaupþing lánaði aðila í konungsfjölskyldu Saudí Arabíu 11 og hálfan milljarð til snekkjukaupa. Sérstaklega tekur Kaupþing fram að staða lántakandans gæti valdið vandræðum ef ganga þyrfti að lánatryggingum.

RBS greiðir starfsfólki bónusa þrátt fyrir milljarðatap

Royal Bank of Scotland mun halda áfram að greiða starfsfólki háar bónusgreiðslur þrátt fyrir að nauðsynlegt hafi verð að verja milljörðum punda af peningum skattgreiðenda til að bjarga bankanum. Þetta verður gert til þess að forðast það að hæfileikaríkt starfsfólk flýi bankann.

Áratuga starfslokasamningur í búi Straums

Óttarr Möller, sem gerir tæplega 280 milljóna launakröfu í bú Straums, hefur aldrei starfað fyrir bankann. Óttar hefur verið á launum hjá bankanum, og forverum hans, Burðarási og Eimskipafélaginu í þrjá áratugi, en hann lét af störfum sem forstjóri Eimskips árið 1979.

Marel hækkar um 4%

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,52% í Kauphöllinni í dag og stendur vísitalan í 743,1 stigi. Mest velta var með hlutabréf í Marel og hækkaði gengi félagsins um 3,99% í viðskiptum dagsins. Gengi á bréfum Marels er nú 52,1 króna á hlut.

Tveir kostir í Icesave

Alþingismenn eiga tvo kosti í Icesave málinu, að mati lagaprófessors og hæstaréttarlögmanns: Að taka mið af lögfræðilegri stöðu Íslands og neita að samþykkja ríkisábyrgð, eða vísa málinu í samningaferli að nýju.

Formaður skilanefndar Landsbankans báðu megin við borðið

Exista þarf að greiða Lögfræðistofu Reykjavíkur 250 milljónir króna vegna innheimtu lögfræðistofunnar á tug milljarða króna láni sem skilanefnd Landsbankans hefur gjaldfellt á félagið. Formaður skilanefndar Landsbankans, sem sendi skuldina í innheimtu til lögfræðistofunnar, er einn af eigendum hennar

Deutsche Bank véfengir ráðgjöf til Kaupþings

Deutsche Bank véfengir ummæli Sigurðar Einarssonar, fyrrum stjórnarformanns Kaupþings, um að bankinn hafi veitt Kaupþingi ráðgjöf varðandi kaup á skuldatryggingum á Kaupþing. Breska blaðið Guardian greinir frá þessu í dag.

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs lækkar

Kostnaður við að tryggja skuldabréf ríkissjóðs í evrum til 5 ára hefur lækkað um nærri 1,7% frá miðjum júlí mánuði. Skuldatryggingaálag ríkissjóðs stendur nú í 498 punktum. Við erum þó enn á eftir Kasakstan sem er næst fyrir ofan Ísland með 366 punkta álag.

Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis sameinast Almenna lífeyrissjóðnum

Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis banka hf. sameinast Almenna lífeyrissjóðnum frá og með 1. október 2009 nái tillaga þess efnis fram að ganga. Tillagan var kynnt á ársfundi Eftirlaunasjóðs starfsmanna Glitnis banka hf. í júní en sjóðfélagar Almenna lífeyrissjóðsins munu kjósa um sam­eininguna á sjóðfélagafundi í september.

Seðlabankinn með 30% af heildargjaldeyrisveltu

Sala Seðlabankans á gjaldeyri á innlendum gjaldeyrismarkaði í júlí námu tæplega 30% af heildarveltu markaðarins. Alls nam nettósala Seðlabanka á gjaldeyri í mars um það bil 7,5 milljónum evra sem jafngildir 1.350 milljörðum króna.

EBITDA hagnaður Marels 28,8 milljónir evra

Heildar EBITDA hagnaður Marels á fyrstu sex mánuðum ársins nam 28,8 milljónum evra. Á síðasta ári nam EBITDA hagnaður Marels á fyrstu sex mánuðum ársins, 21,4 milljónum evra.

50 milljarðar punda inn í breska hagkerfið

Seðlabanki Englands mun auka peningamagn í umferið um 50 milljarða punda með kaupum á ríkisskuldabréfum og skuldabréfum fyrirtækja. Upphæðin jafngildir rúmlega 10 þúsund milljörðum íslenskra króna. Er þetta gert í þeim tilgangi að hleypa lífi í efnahgagslíf þjóðarinnar. Það er Bloomberg fréttaveitan sem greinir frá þessu í dag.

Mikil skuldabréfavelta í dag

Skuldabréfavelta nam rúmlega 21,5 milljörðum króna í dag. Langmest velta var með óverðtryggð ríkisbréf eða fyrir rétt tæplega 15 milljarða.

Sjá næstu 50 fréttir