Viðskipti innlent

Straumur yfirtekur 96 milljarða króna fasteignir í Danmörku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir að Straumur fjárfestingabanki yfirtaki, í þessari viku, þær fasteignir sem dönsku verslanirnar Magasin du Nord og Illum í Kaupmannahöfn, Árósum, Óðinsvéum og Avedøre eru starfræktar í. Þetta kemur fram á vef danska blaðsins Börsen.

Fasteignirnar voru í eigu Landic Property. Gert er ráð fyrir að Straumur taki þær yfir í samvinnu við annan aðila en ekki hefur verið gefið upp hver sá aðili er. Áætlað er að virði eignanna sé um 4 milljarðar danskra króna eða um 96 milljarðar íslenskra króna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×