Viðskipti innlent

Rukkaður fyrir að skipta krónum í krónur

Viðskiptavinur Landsbankans hafði samband við fréttastofu eftir að hann var rukkaður um þriggja prósenta þóknun af þeirri smámynt sem hann hafði safnað um skeið og hugðist skipta í seðla.

Þetta þýðir einfaldlega að ef þú átt 100 þúsund krónur í smámynt og vilt skipta henni í seðla, þá munt þú fá tilbaka 97 þúsund krónur í seðlum. Samkvæmt Kristni Briem, forstöðumanns útibúaþjónustu Landsbankans, gildir þetta eingöngu um þá viðskiptavini bankans sem ekki eiga bankareikning hjá Landsbankanum.

Gjaldtakan hófst þann 1. desember á síðasta ári eða tæpum tveimur mánuðum eftir bankahrun og því var bankinn kominn í ríkiseigu þegar þóknunargjaldið var tekið í gagnið.

Kristinn Briem, segir heilmikinn umsýslukostnað á bakvið það ferli að skipta smámyntinni og sá kostnaður sé ástæðan fyrir þóknunargjaldinu.

Fréttastofa hafði auk þess samband við Kaupþing og Íslandsbanka og fullyrtu gjaldkerar bankans að hver sem er gæti komið í útibú bankanna og skipt smámynt án þess að nokkurt gjald væri tekið fyrir þá þjónustu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×