Viðskipti innlent

Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis sameinast Almenna lífeyrissjóðnum

Eftirlaunasjóður fyrrverandi starfsmanna Glitnis mun sameinast Almenna lífeyrissjóðnum nái tillaga fram að ganga.
Eftirlaunasjóður fyrrverandi starfsmanna Glitnis mun sameinast Almenna lífeyrissjóðnum nái tillaga fram að ganga.

Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis banka hf. sameinast Almenna lífeyrissjóðnum frá og með 1. október 2009 nái tillaga þess efnis fram að ganga. Tillagan var kynnt á ársfundi Eftirlaunasjóðs starfsmanna Glitnis banka hf. í júní en sjóðfélagar Almenna lífeyrissjóðsins munu kjósa um sam­eininguna á sjóðfélagafundi í september.

Í tilkynningu frá sjóðunum segir að verði sameiningin samþykkt munu réttindi sjóðfélaga í Eftirlaunasjóði starfsmanna Glitnis banka hf. flytjast í Almenna lífeyrissjóðinn og fá sjóðfélagarnir sambærileg réttindi og þeir höfðu áður í eftirlaunasjóðnum. „Réttindin breytast þó þannig að í framtíðinni verða lífeyris­greiðslur verðtryggðar miðað við vísitölu neysluverðs í staðinn fyrir launavísitölu."

Eftirlaunasjóður starfsmanna Glitnis banka hf. er sameignarsjóður sem var með ábyrgð launa­greiðanda og bar Glitnir banki hf. ábyrgð á skuldbindingum hans samkvæmt samþykktum. Við fall Glitnis í október 2008 var ljóst að bankinn gat ekki lengur staðið við ábyrgð sína. Þar sem sjóðurinn uppfyllir ekki skilyrði um lágmarksfjölda sjóðfélaga fór Fjármálaeftirlitið fram á að stjórn sjóðsins gerði ráðstafanir til að slíta sjóðnum eða sameinast öðrum sjóði. Eftir könnunarviðræður við aðra lífeyrissjóði var ákveðið að óska eftir formlegum sameiningarviðræðum við Almenna lífeyrissjóðinn.

Heildareignir Almenna lífeyrissjóðsins voru 83,2 milljarðar í ársbyrjun 2009 og Eftirlaunasjóðs starfsmanna Glitnis banka hf. 6,4 milljarðar. Heildareignir sameinaðs sjóðs verða því um 90 milljarðar, að því er segir að lokum í tilkynningunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×