Spáð óbreyttum 12% stýrivöxtum - Hækkun hugsanleg Gunnar Örn Jónsson skrifar 12. ágúst 2009 09:26 Hagfræðideildin segir að í yfirlýsingu nefndarinnar við síðustu vaxtaákvörðun hafi mikil áhersla verið lögð á að veiking krónunnar frá því í mars hafi farið langt fram úr því sem nefndin teldi viðunandi. Auk þess kom fram kom í máli nefndarinnar að haldi krónan áfram að veikjast og kostnaðarhækkanir að velta út í verðlagið sé ekki útilokað að vextir verði hækkaðir. Á mánudaginn spáði Greiningadeild Íslandsbanka því að stýrivextir yrðu óbreyttir næstu átta mánuði. Því bendir fátt til annars en að hér muni enn ríkja hátt vaxtastig, að minnsta kosti samkvæmt helstu sérfræðingum bankanna. Þá er einnig tekið fram í áætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishafta að peningastefnan skuli áfram miða að því að tryggja gengisstöðugleika. Þrátt fyrir að nokkur jákvæð skref hafi verið tekin í átt að endurreisn íslensks efnahagslífs að undanförnu þá er öðrum mikilvægum verkefnum á sviði ríkisfjármála ólokið. Þannig hefur smíði efnahagsreikninga nýju bankanna tafist enn frekar og er nú stefnt að því að þeir liggi fyrir í seinasta lagi 14. ágúst. Jafnframt hefur fyrirtaka stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á málefnum Íslands frestast en næsta útborgun á láni til þjóðarinnar fer því í fyrsta lagi fram um næstu mánaðamót. Þá ríkir enn mikil óvissa um lyktir Icesave samninga ríkisstjórnarinnar við Holland og Bretland. Óbreytt vaxtastig torveldar endurfjármögnun erlendra skulda Við núverandi aðstæður ráða vextir á innlánum í Seðlabankanum miklu um fjármögnunarkostnað banka og vexti í kerfinu. Því er ljóst að gangi spá Hagfræðideildar um óbreytta vexti eftir, þyngist róðurinn enn við endurfjármögnun erlendra skulda fyrirtækja og einstaklinga þar sem háir vextir hér á landi gera það afar óhagstætt að færa erlend lán yfir í krónur. Ýmis samtök og fyrirtæki hafa þrýst á Seðlabankann að lækka stýrivexti og innlánsvexti enn frekar og draga þar með úr fjármagnskostnaði bankakerfisins og lánþega þess. Átökin um stýrivextina snúast ekki síst um það hvort af fórnarkostnaður atvinnulífsins sé einfaldlega of mikill ef vextir haldast háir, samanborið við ávinninginn af því að gengið haldist sæmilega stöðugt og unnt verði að afnema höft á fjármagnsflutningum í áföngum. Tengdar fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum næstu átta mánuði Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni haldi stýrivöxtum óbreyttum í 12% næstu átta mánuði eða fram í apríl á næsta ári. Næsti vaxtaákvörðunardagur nefndarinnar er á fimmtudag. 10. ágúst 2009 11:31 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hagfræðideildin segir að í yfirlýsingu nefndarinnar við síðustu vaxtaákvörðun hafi mikil áhersla verið lögð á að veiking krónunnar frá því í mars hafi farið langt fram úr því sem nefndin teldi viðunandi. Auk þess kom fram kom í máli nefndarinnar að haldi krónan áfram að veikjast og kostnaðarhækkanir að velta út í verðlagið sé ekki útilokað að vextir verði hækkaðir. Á mánudaginn spáði Greiningadeild Íslandsbanka því að stýrivextir yrðu óbreyttir næstu átta mánuði. Því bendir fátt til annars en að hér muni enn ríkja hátt vaxtastig, að minnsta kosti samkvæmt helstu sérfræðingum bankanna. Þá er einnig tekið fram í áætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishafta að peningastefnan skuli áfram miða að því að tryggja gengisstöðugleika. Þrátt fyrir að nokkur jákvæð skref hafi verið tekin í átt að endurreisn íslensks efnahagslífs að undanförnu þá er öðrum mikilvægum verkefnum á sviði ríkisfjármála ólokið. Þannig hefur smíði efnahagsreikninga nýju bankanna tafist enn frekar og er nú stefnt að því að þeir liggi fyrir í seinasta lagi 14. ágúst. Jafnframt hefur fyrirtaka stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á málefnum Íslands frestast en næsta útborgun á láni til þjóðarinnar fer því í fyrsta lagi fram um næstu mánaðamót. Þá ríkir enn mikil óvissa um lyktir Icesave samninga ríkisstjórnarinnar við Holland og Bretland. Óbreytt vaxtastig torveldar endurfjármögnun erlendra skulda Við núverandi aðstæður ráða vextir á innlánum í Seðlabankanum miklu um fjármögnunarkostnað banka og vexti í kerfinu. Því er ljóst að gangi spá Hagfræðideildar um óbreytta vexti eftir, þyngist róðurinn enn við endurfjármögnun erlendra skulda fyrirtækja og einstaklinga þar sem háir vextir hér á landi gera það afar óhagstætt að færa erlend lán yfir í krónur. Ýmis samtök og fyrirtæki hafa þrýst á Seðlabankann að lækka stýrivexti og innlánsvexti enn frekar og draga þar með úr fjármagnskostnaði bankakerfisins og lánþega þess. Átökin um stýrivextina snúast ekki síst um það hvort af fórnarkostnaður atvinnulífsins sé einfaldlega of mikill ef vextir haldast háir, samanborið við ávinninginn af því að gengið haldist sæmilega stöðugt og unnt verði að afnema höft á fjármagnsflutningum í áföngum.
Tengdar fréttir Spá óbreyttum stýrivöxtum næstu átta mánuði Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni haldi stýrivöxtum óbreyttum í 12% næstu átta mánuði eða fram í apríl á næsta ári. Næsti vaxtaákvörðunardagur nefndarinnar er á fimmtudag. 10. ágúst 2009 11:31 Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Spá óbreyttum stýrivöxtum næstu átta mánuði Greiningardeild Íslandsbanka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni haldi stýrivöxtum óbreyttum í 12% næstu átta mánuði eða fram í apríl á næsta ári. Næsti vaxtaákvörðunardagur nefndarinnar er á fimmtudag. 10. ágúst 2009 11:31