Viðskipti innlent

Enn lækka hlutabréf í Bakkavör

Hlutabréf í Bakkavör lækkuðu um 5,1% í dag í viðskiptum upp á tæpar 2 milljónir króna. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem gengi félagsins lækkar mikið en hlutabréf í félaginu kosta nú í 1,12 krónur.

Færeyjabanki lækkaði um 1,25% en Össur hækkaði um 1,75% í rúmlega 25 milljóna króna viðskiptum.

Heildarveltan á hlutabréfamarkaðinum nam rúmum 27 milljónum króna og hækkaði Úrvalsvísitalan um 0,18%.

Skuldabréfaveltan nam 12 milljörðum króna í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×