Viðskipti innlent

Nordic eMarketing og DaCoda til samstarfs við breskt fyrirtæki

Breska fyrirtækið framleiðslufyrirtækið Teknomek hefur valið Íslensku fyrirtækin Nordic eMarketing og DaCoda til þess að stýra að endurvefvæðingu fyrirtækisins.
Breska fyrirtækið framleiðslufyrirtækið Teknomek hefur valið Íslensku fyrirtækin Nordic eMarketing og DaCoda til þess að stýra að endurvefvæðingu fyrirtækisins.
Breska fyrirtækið framleiðslufyrirtækið Teknomek hefur valið Íslensku fyrirtækin Nordic eMarketing og DaCoda til þess að stýra að endurvefvæðingu fyrirtækisins. Teknomek sérhæfir sig í framleiðslu búnaðar úr ryðfríu stáli fyrir spítala og matvælafyrirtæki og er eitt það elsta sinnar tegundar í Bretlandi, stofnað árið 1987.

„Við höfðum unnið áður með Nordic eMarketing við markaðssetningu þess vefjar sem við erum með núna og náð frábærum árangri," segir Tom Worth framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi fyrirtækisins „Eftir að við sáum að við náum ekki lengra með þá tækni sem við vorum með fengum við ráðgjöf frá Nordic eMarketing um næstu skref og þeir komu með annað íslenskt fyrirtæki, DaCoda. Þeir löguðu til núverandi útlit og munu nú setja vefinn okkar í nýtt vefkerfi, DaCoda CMS."

„Það er frábært að fá svona verkefni erlendis frá, við höfum unnið með Marel sem er í svipuðum geira, þó þeir séu nokkru stærri," segir Július Guðmundsson framkvæmdastjóri DaCoda. „Eitt af því jákvæða við lágt gengi er að við erum mjög samkeppnishæfir í verðum."

Nordic eMarketing hefur unnið sl. sex mánuði að því að markaðsetja Teknomek í gegnum Internetið í Bretlandi og hefur undirbúið markaðssetningu þess í Frakklandi.

Reiknað er með að nýr vefur Teknomek opni á teknomek.co.uk um miðjan ágúst og frakklandsvefurinn í enda október á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×