Á að breyta umgjörð peningastefnu Seðlabankans? Gunnar Örn Jónsson skrifar 11. ágúst 2009 15:07 Seðlabanki Íslands hefur að beiðni forsætisráðherra tekið saman yfirlit yfir kosti þess og galla að breyta umgjörð peningastefnunnar, jafnframt því sem unnið er að ítarlegri samantekt sem áformað er að gefa út á næstu misserum. Forsætisráðherra fór þess á leit við Seðlabanka Íslands í vor að hann færi yfir kosti og galla þess að breyta þeirri peningastefnu sem unnið hefur verið eftir hér á landi og gera tillögur til stjórnvalda um mögulegar breytingar á peningastefnunni og þeim markmiðum sem stefnunni eru sett. Jafnframt var óskað eftir því að metnar yrðu leiðir til þess að draga úr verðtryggingu. Nú liggur fyrir áfangaskýrsla þar sem settar eru fram með skipulegum hætti helstu spurningar sem nýleg og eldri reynsla af framkvæmd peningastefnu á Íslandi vekur og rætt um hugsanlegar leiðir til úrbóta. Núverandi verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% og hafa heyrst gagnrýnisraddir um að verðbólgumarkmið bankans sé of lágt. Seðlabankinn segir hins vegar að hækkun verðbólgumarkmiðs væri mjög varhugaverð aðgerð, sérstaklega í ljósi þess að töluvert skortir á trúverðugleika peningastefnunnar. Hún kynni því að auka enn á viðvarandi verðbólguvanda. Bankinn telur ekki ástæðu til að bæta við markmiðum hjá peningastefnunefnd bankans en eina markmið hennar er umrætt 2,5 verðbólgumarkmið Seðlabankinn telur auk þess ekki ástæðu til að auka gjaldeyrisinngrip sín þar sem rannsóknir bendi til að mikil inngrip Seðlabanka á gjaldeyrismarkaði hafi ekki reynst farsæl hjá nágrannaþjóðum okkar. Seðlabankinn kemst að eftirafarandi niðurstöðum Að framfylgja sjálfstæðri peningastefnu á grundvelli verðbólgumarkmiðs í jafn smáu hagkerfi og hinu íslenska mun að líkindum ávallt verða erfiðara viðfangs en á stærri gjaldmiðlasvæðum. Vafasamt er að landið geti talist hagkvæmt gjaldmiðilssvæði. Í ljósi þess að niðurstaða aðildarumsóknar að Evrópusambandinu eða þjóðaratkvæðagreiðslu um hana gæti eigi að síður orðið á þann veg að landið standi áfram utan Evrópusambandsins og þar með myntbandalagsins um langa hríð og með hliðsjón af því að langan tíma kann að taka að þróa annað gjaldmiðilskerfi, er mikilvægt að huga einnig að endurbótum á núverandi kerfi. Ekki virðist fýsilegt að hverfa aftur til fyrirkomulags einhliða fasts gengis í ljósi þess að stefnt er að því að afnema höft á fjármagnshreyfingar, enda annað óhugsandi í ljósi EES-samningsins. Meðan ekki hefur verið breytt yfir í annað gjaldmiðilsfyrirkomulag væri ráðlegast að efla viðbúnað Seðlabankans til þess að takmarka vöxt fjármálakerfisins og bæta framkvæmd stefnunnar í opinberum fjármálum þannig að hún styðji betur við peningastefnuna og dragi þannig úr líkum á innstreymi óstöðugs fjármagns og efnahagslegum óstöðugleika. Álit bankans má í heild sinni lesa hér. Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira
Seðlabanki Íslands hefur að beiðni forsætisráðherra tekið saman yfirlit yfir kosti þess og galla að breyta umgjörð peningastefnunnar, jafnframt því sem unnið er að ítarlegri samantekt sem áformað er að gefa út á næstu misserum. Forsætisráðherra fór þess á leit við Seðlabanka Íslands í vor að hann færi yfir kosti og galla þess að breyta þeirri peningastefnu sem unnið hefur verið eftir hér á landi og gera tillögur til stjórnvalda um mögulegar breytingar á peningastefnunni og þeim markmiðum sem stefnunni eru sett. Jafnframt var óskað eftir því að metnar yrðu leiðir til þess að draga úr verðtryggingu. Nú liggur fyrir áfangaskýrsla þar sem settar eru fram með skipulegum hætti helstu spurningar sem nýleg og eldri reynsla af framkvæmd peningastefnu á Íslandi vekur og rætt um hugsanlegar leiðir til úrbóta. Núverandi verðbólgumarkmið Seðlabankans er 2,5% og hafa heyrst gagnrýnisraddir um að verðbólgumarkmið bankans sé of lágt. Seðlabankinn segir hins vegar að hækkun verðbólgumarkmiðs væri mjög varhugaverð aðgerð, sérstaklega í ljósi þess að töluvert skortir á trúverðugleika peningastefnunnar. Hún kynni því að auka enn á viðvarandi verðbólguvanda. Bankinn telur ekki ástæðu til að bæta við markmiðum hjá peningastefnunefnd bankans en eina markmið hennar er umrætt 2,5 verðbólgumarkmið Seðlabankinn telur auk þess ekki ástæðu til að auka gjaldeyrisinngrip sín þar sem rannsóknir bendi til að mikil inngrip Seðlabanka á gjaldeyrismarkaði hafi ekki reynst farsæl hjá nágrannaþjóðum okkar. Seðlabankinn kemst að eftirafarandi niðurstöðum Að framfylgja sjálfstæðri peningastefnu á grundvelli verðbólgumarkmiðs í jafn smáu hagkerfi og hinu íslenska mun að líkindum ávallt verða erfiðara viðfangs en á stærri gjaldmiðlasvæðum. Vafasamt er að landið geti talist hagkvæmt gjaldmiðilssvæði. Í ljósi þess að niðurstaða aðildarumsóknar að Evrópusambandinu eða þjóðaratkvæðagreiðslu um hana gæti eigi að síður orðið á þann veg að landið standi áfram utan Evrópusambandsins og þar með myntbandalagsins um langa hríð og með hliðsjón af því að langan tíma kann að taka að þróa annað gjaldmiðilskerfi, er mikilvægt að huga einnig að endurbótum á núverandi kerfi. Ekki virðist fýsilegt að hverfa aftur til fyrirkomulags einhliða fasts gengis í ljósi þess að stefnt er að því að afnema höft á fjármagnshreyfingar, enda annað óhugsandi í ljósi EES-samningsins. Meðan ekki hefur verið breytt yfir í annað gjaldmiðilsfyrirkomulag væri ráðlegast að efla viðbúnað Seðlabankans til þess að takmarka vöxt fjármálakerfisins og bæta framkvæmd stefnunnar í opinberum fjármálum þannig að hún styðji betur við peningastefnuna og dragi þannig úr líkum á innstreymi óstöðugs fjármagns og efnahagslegum óstöðugleika. Álit bankans má í heild sinni lesa hér.
Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Kristín og Birta ráðnar til Origo Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Fleiri fréttir Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Sjá meira