Viðskipti innlent

Efnahagsbrotadeild lögreglunnar skoðaði Kaupþingslekann

Kaupþing.
Kaupþing.

Fjármálaeftirlitið vísaði leka á lánaupplýsingum úr Kaupþingi til efnahagsbrotadeildar lögreglunnar þegar málið kom upp. Gögnin láku á erlenda vefsíðu sem en slóð hennar er wikileaks.org.

Samkvæmt Gunnari V. Andersen, forstjóra Fjármálaeftirlitsins, þá var það gert til þess að kanna hvar síðan var vistuð. Snemma hafi þó komið í ljós að síðan var vistuð erlendis og því erfitt að koma böndum á upplýsingarnar sem enn eru vistuð á síðunni öllum til sýnis.

Forsvarsmenn síðunnar eru að brjóta íslensk lög bankaleynd. Lögfræðingur Kaupþings sendi þeim bréf þar sem forsvarsmenn síðunnar voru hvattir til þess að fjarlæga upplýsingarnar af síðunni í ljósi laganna. Þeir höfnuðu því alfarið.

Ekki er vitað hver lak upplýsingunum upprunalega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×