Búist við frekari hækkunum á neysluvörum Gunnar Örn Jónsson skrifar 12. ágúst 2009 16:56 Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli júlí og ágúst muni mælast 0,9%. Í mælingunni er búist við nokkurri hækkun á fatnaði og skóm vegna þess að sumarútsölum er víða lokið og nýjar vörur komnar í margar verslanir. Auk þess hafa hækkanir á mjólkurvörum verið boðaðar frá byrjun þessa mánaðar. Frá síðustu verðbólgumælingu hefur auk þess orðið 3-4% verðhækkun á eldsneyti en áhrif hennar eru um 0,15 prósentur til hækkunar vísitölunnar. Þá má búast við hækkunum á ýmsum öðrum innflutningsvörum svo sem matvöru og bifreiðum. Aftur á móti bendir flest til þess að fasteignaverð sé ennþá á niðurleið en í spá hagfræðideildar er gert ráð fyrir um 0,1-0,2 prósenta áhrifum til lækkunar vísitölunnar af þeim sökum. Gangi spá Hagfræðideildarinnar eftir verður tólf mánaða verðbólga óbreytt frá fyrri mánuði eða 11,3%.Útsölum víða lokið Í ágúst og september má búast við nokkurri verðhækkun á fatnaði og skóm vegna útsöluloka en hækkunin kemur í kjölfar þónokkurra verðlækkana í júlí. Lokadagar sumarútsalanna fóru víða fram aðra helgina í júlí og því eru nýjar vörur nú komnar í margar verslanir. Í spánni er gert ráð fyrir fyrir hóflegri hækkun á fatnaði og skóm í ágúst eða 3-5%. Áhrifin koma svo að fullu fram í september.Gengisáhrif enn til staðar Krónan hefur lítið breyst síðastliðna tvo mánuði en gengisvísitalan hefur sveiflast á bilinu 230-235 frá því í byrjun júní. Frá því að krónan var sterkust um miðjan mars hefur hún veikst um rúmlega 20% samkvæmt gengisvísitölunni. Talið er að verð á ýmsum innfluttum vörum, svo sem matvöru og bifreiðum, haldi áfram að hækka. Þó er ljóst að minnkandi eftirspurn ætti að öllu jöfnu að draga úr svigrúmi til hækkana og því er gert ráð fyrir hóflegum hækkunum á þessum liðum. Verðhækkun á mjólkurvörum og eldsneyti Auk gengisáhrifanna má einnig reikna með því að mjólkurvörur hækki um að meðaltali 3,5% milli mánaða en boðuð hafði verið hækkun á heildsöluverð mjólkur frá 1. ágúst. Þá hefur eldsneytisverð hér á landi hækkað um 3-4% frá því um miðjan júlí. Hækkunina má að mestu leyti rekja til hækkunar heimsmarkaðsverðs á olíu sem hefur snarhækkað síðustu vikur.Áfram sveiflukennd áhrif af lækkun fasteignaverðs Fasteignaverð er um þessar mundir enn stærsti óvissuþátturinn í verðlagsþróuninni til skemmri tíma litið þar sem áhrif fasteignaverðs á vísitöluna hafa verið mjög sveiflukennd að undanförnu.Verðbólga undir 2,5% á fyrri hluta næsta árs Flest bendir til þess að verðbólga muni haldast áfram að dragast saman þegar líður á árið og samkvæmt spá Hagfræðideildarinnar ætti verðbólga að mælast í námunda við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs. Forsendur spánnar um hratt lækkandi verðbólgu byggir á áframhaldandi eftirspurnarslaka og lækkun fasteignaverðs en gengisþróun krónunnar mun svo ráða úrslitum um framhaldið. Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga milli júlí og ágúst muni mælast 0,9%. Í mælingunni er búist við nokkurri hækkun á fatnaði og skóm vegna þess að sumarútsölum er víða lokið og nýjar vörur komnar í margar verslanir. Auk þess hafa hækkanir á mjólkurvörum verið boðaðar frá byrjun þessa mánaðar. Frá síðustu verðbólgumælingu hefur auk þess orðið 3-4% verðhækkun á eldsneyti en áhrif hennar eru um 0,15 prósentur til hækkunar vísitölunnar. Þá má búast við hækkunum á ýmsum öðrum innflutningsvörum svo sem matvöru og bifreiðum. Aftur á móti bendir flest til þess að fasteignaverð sé ennþá á niðurleið en í spá hagfræðideildar er gert ráð fyrir um 0,1-0,2 prósenta áhrifum til lækkunar vísitölunnar af þeim sökum. Gangi spá Hagfræðideildarinnar eftir verður tólf mánaða verðbólga óbreytt frá fyrri mánuði eða 11,3%.Útsölum víða lokið Í ágúst og september má búast við nokkurri verðhækkun á fatnaði og skóm vegna útsöluloka en hækkunin kemur í kjölfar þónokkurra verðlækkana í júlí. Lokadagar sumarútsalanna fóru víða fram aðra helgina í júlí og því eru nýjar vörur nú komnar í margar verslanir. Í spánni er gert ráð fyrir fyrir hóflegri hækkun á fatnaði og skóm í ágúst eða 3-5%. Áhrifin koma svo að fullu fram í september.Gengisáhrif enn til staðar Krónan hefur lítið breyst síðastliðna tvo mánuði en gengisvísitalan hefur sveiflast á bilinu 230-235 frá því í byrjun júní. Frá því að krónan var sterkust um miðjan mars hefur hún veikst um rúmlega 20% samkvæmt gengisvísitölunni. Talið er að verð á ýmsum innfluttum vörum, svo sem matvöru og bifreiðum, haldi áfram að hækka. Þó er ljóst að minnkandi eftirspurn ætti að öllu jöfnu að draga úr svigrúmi til hækkana og því er gert ráð fyrir hóflegum hækkunum á þessum liðum. Verðhækkun á mjólkurvörum og eldsneyti Auk gengisáhrifanna má einnig reikna með því að mjólkurvörur hækki um að meðaltali 3,5% milli mánaða en boðuð hafði verið hækkun á heildsöluverð mjólkur frá 1. ágúst. Þá hefur eldsneytisverð hér á landi hækkað um 3-4% frá því um miðjan júlí. Hækkunina má að mestu leyti rekja til hækkunar heimsmarkaðsverðs á olíu sem hefur snarhækkað síðustu vikur.Áfram sveiflukennd áhrif af lækkun fasteignaverðs Fasteignaverð er um þessar mundir enn stærsti óvissuþátturinn í verðlagsþróuninni til skemmri tíma litið þar sem áhrif fasteignaverðs á vísitöluna hafa verið mjög sveiflukennd að undanförnu.Verðbólga undir 2,5% á fyrri hluta næsta árs Flest bendir til þess að verðbólga muni haldast áfram að dragast saman þegar líður á árið og samkvæmt spá Hagfræðideildarinnar ætti verðbólga að mælast í námunda við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans á fyrri hluta næsta árs. Forsendur spánnar um hratt lækkandi verðbólgu byggir á áframhaldandi eftirspurnarslaka og lækkun fasteignaverðs en gengisþróun krónunnar mun svo ráða úrslitum um framhaldið.
Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hugmyndin fæddist þegar þær hittust óvænt í hlíðum Helgafells Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira