Viðskipti innlent

Kröfuhafar eignast 90% hlut í Nýja Kaupþingi

Nýja Kaupþing verður væntanlega að 90% í eigu kröfuhafa Gamla Kaupþings. Mynd/ Valgarður
Nýja Kaupþing verður væntanlega að 90% í eigu kröfuhafa Gamla Kaupþings. Mynd/ Valgarður

Gamla Kaupþingi mun gefast kostur á að eignast tæplega 90% hlut í Nýja Kaupingi á móti ríkinu, samkvæmt samkomulagi sem skilanefnd Gamla Kaupþings hefur gert við ríkið.

Áður mun ríkið þó leggja inn 70 milljarða króna hlutafé, þann 14. Ágúst næstkomandi, sem Gamla Kaupþing mun síðan kaupa af ríkinu ef félagið ákveður að eignast hlutina í Nýja Kaupþingi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér í morgun vegna samkomulags við skilanefndir Glitnis, Kaupþings og Landsbankans.

Nýti Gamla Kaupþing sér réttinn til að eignast hlutafé ríkisins hefur ríkisstjórnin samþykkt að leggja bankanum til um 33 milljarða króna til að mæta eiginfjárþörf hans. Af þeirri fjárhæð verða 25 milljarðar í formi víkjandi láns og 8 milljarðar í hlutafé.

Fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins getur þú séð með því að smella á hlekkinn hér að neðan.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×