Viðskipti innlent

Heildarsala skuldabréfa hátt í tvöfaldast milli ára

Heildarsala skuldabréfa í júní 2009 nam tæpum 63 milljörðum kr. samanborið við 39,3 milljarða kr. í sama mánuði árið áður.

Þetta kemur fram í hagtölum Seðlabankans. Þar segir að sala í formi verðtryggðra skuldabréfa nam 15 milljarða kr. og 47,9 milljörðum kr. voru í formi óverðtryggðra skuldabréfa.

Eins og ítrekað hefur komið fram í fréttum hefur velta með skuldabréf verið mjög lífleg í kauphöllinni það sem af er árinu meðan að hlutabréfamarkaðurinn hefur verið daufur. Nefna má að veltan á skuldabréfamarkaðinum í gærdag nam rúmum 21 milljarði kr.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×