Viðskipti innlent

Skuldabréfavelta dagsins yfir 21 milljarður

Skuldabréfaveltan í kauphöllinni nam 21,3 milljörðum kr. í dag en það er með mesta móti. Veltan á hlutabréfamarkaðinum var einnig töluverð miðað við aðra daga ársins eða rúmlega 73 milljónir kr.

Bakkavör hækkaði um 6,4% í viðskiptum dagsins og Atlantic Petroleum um 2,4% en Marel lækkaði um 1,3%. Lítil breyting varð á OMX16 úrvalsvísitölunni og er hún í 749 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×