Viðskipti innlent

Höskuldur Ásgeirsson til Portusar

Höskuldur Ásgeirsson, rekstrarhagfræðingur, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Portusar hf, sem á og annast byggingu tónlistar- og ráðstefnuhússins í Reykjavík.

Undanfarið hefur Höskuldur verið starfandi framkvæmdastjóri Iceland Seafood Ltd í Bretlandi. Hann var um ellefu mánaða skeið, frá desember 2007 til nóvember 2008, forstjóri Nýsis hf. Frá árinu 2000 til 2007 var hann framkvæmdastjóri og síðar forstjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf.

Höskuldur er giftur Elsu Þórisdóttur og eiga þau þrjú börn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×