Fleiri fréttir TellMeTwin vinnur Red Herring 100 Samskipta- og meðmælavefurinn TellMeTwin.com er vinningshafi Red Herring 100 í Evrópu, en viðskipta- og tækniritið Red Herring útnefnir árlega hundrað efnilegustu tæknifyrirtækin. 16.4.2009 00:01 Bankar mega ekki lenda í höndum auðmanna Það er ágæt hugmynd að selja bankana aftur. En það kann ekki góðri lukku að stýra að selja þá auðmönnum. Slíkt hefur ekki skilað góðum árangri í öðrum löndum, hvorki í Mexíkó né í Rússlandi fyrir áratug,“ segir David O. Beim, prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum. 16.4.2009 00:01 Rólegt í kauphöllinni Frekar rólegum degi er lokið í kauphöllinni. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,26% og stendur í tæpum 224 stigum. 15.4.2009 16:48 Góður gangur hjá Opin kerfi ehf. Opin kerfi ehf. hafa sent frá sér tilkynningu vegna frétta um Opin Kerfi Group hf. í gærdag. Í tilkynningunni segir að góður gangur sé í rekstri Opinna kerfa ehf. og að reksturinn á fyrsta ársfjórðungi ársins hafi gengið mjög vel. 15.4.2009 16:20 Laxeldi Silfurstjörnunnar skilar 380 milljónum í ár Laxeldi Silfurstjörnunnar mun skila um 380 milljónum kr. í útflutningsverðmæti í ár miðað við það verð sem fæst fyrir laxinn á Evrópumarkaðinum í dag. Benedikt Kristjánsson framkvæmdastjóri Silfurstjörnunnar segir að á næsta ári muni þeir síðan auka framleiðsluna. 15.4.2009 14:48 Þrír bjóða sig fram í stjórn Teymis Teymi hf. hafa borist þrjú framboð til stjórnarsetu vegna fyrirhugaðs stjórnarkjörs á hluthafafundi þann 20. apríl 2009. 15.4.2009 14:02 Skráð atvinnuleysi var 8,9% í mars Skráð atvinnuleysi í mars 2009 var 8,9% eða að meðaltali 14.546 manns og eykst atvinnuleysi um 9,6% að meðaltali frá febrúar eða um 1.270 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.674 manns. 15.4.2009 13:32 Sókn í vaxtamunaviðskipti gæti aflétt gjaldeyrishöftunum Sókn alþjóðlegra fjárfesta í vaxtamunaviðskipti á ný ásamt því að nokkuð miðar í endurreisn fjármálakerfisins eru þættir sem opna fyrir möguleikann á afnámi gjaldeyrishaftanna hér á landi. 15.4.2009 13:00 Enn bólar ekkert á framhaldsláninu frá AGS Núna eru liðin rétt rúmur mánuður síðan Íslandsleiðangri sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) lauk en niðurstaða sendinefndarinnar liggur enn ekki fyrir og af þeim sökum bíður önnur greiðsla láns AGS að upphæð 155 milljónir dollara enn afgreiðslu. 15.4.2009 12:02 Erlendir aðilar eiga 62% af útistandandi ríkisbréfum Erlendir aðilar áttu í febrúarlok ríkisbréf og -víxla fyrir tæplega 200 milljarða kr. að nafnvirði. Þar af nam eign þeirra í ríkisbréfum 175 milljörðum kr., sem jafngildir 62% af útistandandi ríkisbréfum að viðbættum lánsbréfum til aðalmiðlara. 15.4.2009 11:55 Tap á rekstri Garðabæjar á síðasta ári Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar fyrir 2008 nam tap af rekstri sveitarfélagsins tæplega 39 milljónum kr. en áætlun hljóðaði upp á 73 milljónir króna í hagnað. 15.4.2009 11:20 Hlutabréf Össurar hækka mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa Össura hefur hækkað um 1,44 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Marel Food Systems um 0,94 prósent. Þetta eru einu hreyfingar dagsins en viðskipti á hlutabréfamarkaði eru fjórtán talsins upp á 67,5 milljónir króna. 15.4.2009 10:37 Lífeyrissjóðir vilja taka þátt í fjármögnun Tónlistarhúss Landsbankinn veitti þriggja og hálfs milljarðs króna lán til að tryggja áframhaldandi framkvæmdir til Tónlistarhúsið. Vextir af láninu eru næstum tuttugu prósent. Lífeyrissjóðir hafa átt í óformlegum viðræðum við Austurhöfn, eiganda tónlistar og ráðstefnuhússins í Reykjavík, um að taka þátt í fjármögnun verksins. 14.4.2009 19:04 Bæði FL og Landsbanki fóru í samstarf við opinbera aðila í orkumálum Bæði Landsbankinn og FL Group fóru í samstarf í orkumálum við opinbera aðila, undir forystu Sjálfstæðisflokksins árið 2007. Þetta gerðist hvort tveggja eftir að fyrirtækin greiddu Sjálfstæðisflokknum risastyrki. 14.4.2009 18:40 Talsverð hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Eimskipi hækkaði um 25 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 24,25 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa á Marel Food Systems um 12,91 prósent. Bréf Össurar fóru upp um 1,01 prósent og Færeyjabanka um 0,4 prósent. 14.4.2009 16:15 Opin Kerfi Group hefja viðræður við lánadrottna um kröfur þeirra Stjórn Opin Kerfi Group hf. mun á næstunni hefja viðræður við lánadrottna félagsins um uppgjör á kröfum á hendur félagsins þar á meðal skuldabréfa með heitið OPKF 01 1, sem eru á gjalddaga þann 20.apríl 2009. 14.4.2009 15:12 Marel selur eignir fyrir sex milljarða Marel hefur selt eignir utan kjarnastarfsemi sinnar fyrir samtals 37,5 milljónir evra eða rúmlega 6 milljarða kr. 14.4.2009 14:57 SPM greiðir ekki vexti og afborganir af skuldabréfaflokkum Sparisjóður Mýrarsýslu (SPM) hefur sent tilkynningu til kauphallarinnar þar sem segir að SPM muni ekki greiða afborganir né vexti af skuldabréfaflokkum sínum á næstunni. Þar á meðal er flokkur sem er á gjalddaga þann 15. apríl. 14.4.2009 14:47 Liklegt að ferðamönnum fjölgi og þeir kaupi meira en áður Líklegt er að ferðamannaiðnaðurinn muni taka verulega við sér í sumar og að lágt gengi krónunnar verði til þess að ferðamönnum muni fjölga og að þeir ferðamenn sem hingað komi muni kaupa meira en áður. 14.4.2009 12:00 Askar fær frest frá FME til að lagfæra eiginfjárhlutfall sitt Eiginfjárhlutfall Askar Capital er nú undir lögbundnu 8% lágmarki og hefur félagið frest frá Fjármálaeftirlitinu (FME) til að koma eiginfjárhlutfallinu í lögbundið horf. 14.4.2009 11:30 Áfram eftirspurn eftir ríkisvíxlum Seðlabanki Íslands efndi til útboðs á flokki ríkisvíxla þann 8. apríl síðastliðinn. Alls bárust 49 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 54,4 milljarða kr. að nafnverði. 14.4.2009 11:12 Gengi krónunnar veikist töluvert, evran yfir 170 kr Gengi krónunnar hefur veikst töluvert í morgun og er evran nú komin í rúmlega 179 kr. Gengisvístalan hefur hækkað um 1,8% í morgun og er nú um 224 stig. 14.4.2009 11:06 Tæplega 500 Hollendingar krefjast Icesave borgunnar Alls hafa 469 Hollendingar, sem áttu yfir 100.000 evrur á Icesave reikningum, sent Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bréf þar sem þeir krefjast borgunnar á innistæðum sínum. Vilja þeir að forsætisráðherra geri málið að forgangsmáli sínu þrátt fyrir komandi kosningar. 14.4.2009 10:41 Hlutabréf Eimskips rjúka upp um 25 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 25 prósent í einum viðskiptum upp á 32 þúsund krónur við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems hækkað um 1,29 prósent og Færeyjabanka um 0,4 prósent. 14.4.2009 10:18 Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn hefur tilkynnt um lækkun vaxta og tók vaxtabreytingin gildi 11. apríl. 14.4.2009 09:39 Spyr hvort nýtt Enron-mál bíði íslenskra rannsakenda Þegar rannsakendur bankahrunsins á Íslandi fara að komast til botns í því sem þeir eru að skoða er hugsanlegt að þeirra bíði nýtt Enron-mál, skrifar Rowena Mason, blaðamaður Daily Telegraph á vefsíðu blaðsins í gærkvöldi. 14.4.2009 08:12 Samið um uppbyggingu gagnavera á Íslandi Greenstone ehf., félag í eigu íslendinga, hollendinga og bandarískra aðila, hefur ritað undir samning við við bandarískt stórfyrirtæki um uppbyggingu gagnavera á Íslandi. Áform eru uppi um að framkvæmdir geti hafist á þessu ári og að fyrstu gagnaverin verði komið í notkun í janúar 2011. 14.4.2009 07:19 Kaup Gaums á fasteignum Baugs til skoðunar Skiptastjóri þrotabú Baugs er með til skoðunar kaup Gaums á fasteignum frá Baugi skömmu áður en félagið fór í gjaldþrot. Breska dagblaðið The Daily Telegraph greinir frá þessu. 13.4.2009 19:00 Gísli Þór Reynisson er látinn Athafnamaðurinn Gísli Þór Reynisson er látinn. Gísli lést eftir skammvinn veikindi á gjörgæsludeild Landsspítalann við Hringbraut aðfaranótt sunnudags. Gísli sem var 43 ára gamall skilur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. 13.4.2009 13:51 600 Bretar á Spáni undirbúa málsókn á hendur Landsbankanum Um 600 Bretar sem eiga húsnæði á Spáni undirbúa nú málssókn á hendur Landsbankanum. Þeir reyna nú hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að þeir missi heimili sín. 12.4.2009 13:30 Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands. Kaupþing og Landsbankinn hafa ekki tilkynnt um slíkt. 12.4.2009 12:32 Hollenskir Icesaveeigendur skora á Jóhönnu Hópur sparifjáreigenda sem átti fé á reikningum Icesave í Hollandi hefur ritað Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðehrra bréf og krafist lausna á sínum málum 10.4.2009 14:46 Landsbankinn tekur yfir hlut Magnúsar Ármanns í Byr Landsbankinn er orðinn stærsti hluthafinn í Byr með rétt rúmlega 7,5% hlut samkvæmt nýjum hluthafalista sjóðsins sem birtur var á miðvikudag. Landsbankinn hefur tekið yfir hlut Imons, félags athafnamannsins Magnúsar Ármanns, vegna skulda. 10.4.2009 10:00 MP Banki á ekki Arkea eða Exeter Stjórnarformaður MP Banka, Margeir Pétursson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu að bankinn tengist á engan hátt deilumáli vegna lánveitinga stjórnar Byrs vegna eigin stofnfjárbréfa. 9.4.2009 15:47 Vextir jöklabréfa lítið tengdir stýrivöxtum Vextir svonefndra jöklabréfa eru ekki nema að litlu marki tengdir stýrivöxtum Seðlabankans, að mati seðlabankastjóra. Bankinn lækkaði stýrivexti í gær. 9.4.2009 08:00 Sparisjóðirnir lækka vexti inn- og útlána Sparisjóðirnir munu flestir lækka inn- og útlánsvexti frá og með 11. apríl. Breytingin er á bilinu 0,5 til 1,5%. 8.4.2009 16:07 Samkomulag um greiðslujöfnun gengistryggðra lána Viðskiptaráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og skilanefnd SPRON hafa í dag gert samkomulag um að tryggja greiðslujöfnun gengistryggðra fasteignaveðlána einstaklinga. Samhliða því gera Samtök fjármálafyrirtækja, Landssamtök lífeyrissjóða, skilanefnd SPRON og Íbúðalánasjóður með sér samkomulag um samþykki síðari veðhafa. Markmið samkomulagsins er að tryggja þau áform ríkisstjórnarinnar, að lækka greiðslubyrði á myntkörfulánum þannig að lántekendur geti staðið í skilum, án þess þó að grípa til afskrifta úr bankakerfinu og/eða verulegs kostnaðar úr ríkissjóði. 8.4.2009 15:25 Stýrivaxtalækkunin meiri en almennt hafði verið spáð Stýrivaxtalækkun Seðlabankans var öllu meiri en almennt hafði verið spáð en markaðir hafa þó tekið tíðindunum með ró. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Í hádeginu höfðu tiltölulega litlar breytingar orðið á kröfu verðtryggðra sem óverðtryggðra skuldabréfa. 8.4.2009 13:20 Stýrivaxtalækkunin vonbrigði Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það vera vonbrigði að stýrivaxtalækkunin hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þrátt fyrir lækkunina í dag eru stýrivextir hér á landi með þeim hæstu í heiminum. 8.4.2009 12:20 Teymi leitar eftir heimild til nauðasamninga Fjarskipta- og hugbúnaðarfyrirtækið Teymi hefur ákveðið að leita eftir heimild hluthafa sinna til þess að hefja formlegar viðræður um nauðasamninga. Í tilkynningu frá félaginu segir að stjórnin fagni vilja stærstu kröfuhafa til að taka þátt í endurskipulagningu félagsins þá segir að umræddar aðgerðir muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur og þjónustu dótturfélaga Teymis. 8.4.2009 11:42 Byr semur við erlenda lánardrottna Byr sparisjóður og erlendir lánveitendur sjóðsins hafa gert með sér samkomulag vegna lánasamninga sem kveða á um lágmarks eiginfjárhlutfall umfram það sem fram kemur í lögum um fjármálafyrirtæki. Fram kemur í tilkynningu að allir lánveitendur samþykktu samkomulagið samhljóða. 8.4.2009 11:39 Gengi Eimskips fellur um 20 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 20 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri á sama tíma um 0,11 prósent. 8.4.2009 10:36 Þrír starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot Fjárfestingabankinn Askar Capital hefur sent tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins um meint brot þriggja fyrrverandi starfsmanna á lögum og verklagsreglum bankans. 8.4.2009 09:40 Stýrivextir verða 15,5 prósent Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um eitt og hálft prósentustig, úr 17 prósentum í 15,5. Peningastefnunefnd bankans mun kynna rökstuðning fyrir ákvörðun sinni klukkan 11 í dag. 8.4.2009 08:59 MP með mesta veltu Fyrstu þrjá mánuði ársins var MP Banki með mesta markaðshlutdeild í viðskiptum með skuldabréf í Kauphöllinni, samkvæmt nýju yfirliti Nasdaq OMX Iceland. Markaðshlutdeild MP Banka var 24,4 prósent á tímabilinu. Í öðru sæti var Íslandsbanki með 21,29 prósenta hlutdeild og Straumur í því þriðja með 17,35 prósent. 8.4.2009 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
TellMeTwin vinnur Red Herring 100 Samskipta- og meðmælavefurinn TellMeTwin.com er vinningshafi Red Herring 100 í Evrópu, en viðskipta- og tækniritið Red Herring útnefnir árlega hundrað efnilegustu tæknifyrirtækin. 16.4.2009 00:01
Bankar mega ekki lenda í höndum auðmanna Það er ágæt hugmynd að selja bankana aftur. En það kann ekki góðri lukku að stýra að selja þá auðmönnum. Slíkt hefur ekki skilað góðum árangri í öðrum löndum, hvorki í Mexíkó né í Rússlandi fyrir áratug,“ segir David O. Beim, prófessor í hagfræði við Columbia-háskóla í New York í Bandaríkjunum. 16.4.2009 00:01
Rólegt í kauphöllinni Frekar rólegum degi er lokið í kauphöllinni. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,26% og stendur í tæpum 224 stigum. 15.4.2009 16:48
Góður gangur hjá Opin kerfi ehf. Opin kerfi ehf. hafa sent frá sér tilkynningu vegna frétta um Opin Kerfi Group hf. í gærdag. Í tilkynningunni segir að góður gangur sé í rekstri Opinna kerfa ehf. og að reksturinn á fyrsta ársfjórðungi ársins hafi gengið mjög vel. 15.4.2009 16:20
Laxeldi Silfurstjörnunnar skilar 380 milljónum í ár Laxeldi Silfurstjörnunnar mun skila um 380 milljónum kr. í útflutningsverðmæti í ár miðað við það verð sem fæst fyrir laxinn á Evrópumarkaðinum í dag. Benedikt Kristjánsson framkvæmdastjóri Silfurstjörnunnar segir að á næsta ári muni þeir síðan auka framleiðsluna. 15.4.2009 14:48
Þrír bjóða sig fram í stjórn Teymis Teymi hf. hafa borist þrjú framboð til stjórnarsetu vegna fyrirhugaðs stjórnarkjörs á hluthafafundi þann 20. apríl 2009. 15.4.2009 14:02
Skráð atvinnuleysi var 8,9% í mars Skráð atvinnuleysi í mars 2009 var 8,9% eða að meðaltali 14.546 manns og eykst atvinnuleysi um 9,6% að meðaltali frá febrúar eða um 1.270 manns. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.674 manns. 15.4.2009 13:32
Sókn í vaxtamunaviðskipti gæti aflétt gjaldeyrishöftunum Sókn alþjóðlegra fjárfesta í vaxtamunaviðskipti á ný ásamt því að nokkuð miðar í endurreisn fjármálakerfisins eru þættir sem opna fyrir möguleikann á afnámi gjaldeyrishaftanna hér á landi. 15.4.2009 13:00
Enn bólar ekkert á framhaldsláninu frá AGS Núna eru liðin rétt rúmur mánuður síðan Íslandsleiðangri sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) lauk en niðurstaða sendinefndarinnar liggur enn ekki fyrir og af þeim sökum bíður önnur greiðsla láns AGS að upphæð 155 milljónir dollara enn afgreiðslu. 15.4.2009 12:02
Erlendir aðilar eiga 62% af útistandandi ríkisbréfum Erlendir aðilar áttu í febrúarlok ríkisbréf og -víxla fyrir tæplega 200 milljarða kr. að nafnvirði. Þar af nam eign þeirra í ríkisbréfum 175 milljörðum kr., sem jafngildir 62% af útistandandi ríkisbréfum að viðbættum lánsbréfum til aðalmiðlara. 15.4.2009 11:55
Tap á rekstri Garðabæjar á síðasta ári Samkvæmt ársreikningi Garðabæjar fyrir 2008 nam tap af rekstri sveitarfélagsins tæplega 39 milljónum kr. en áætlun hljóðaði upp á 73 milljónir króna í hagnað. 15.4.2009 11:20
Hlutabréf Össurar hækka mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa Össura hefur hækkað um 1,44 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Marel Food Systems um 0,94 prósent. Þetta eru einu hreyfingar dagsins en viðskipti á hlutabréfamarkaði eru fjórtán talsins upp á 67,5 milljónir króna. 15.4.2009 10:37
Lífeyrissjóðir vilja taka þátt í fjármögnun Tónlistarhúss Landsbankinn veitti þriggja og hálfs milljarðs króna lán til að tryggja áframhaldandi framkvæmdir til Tónlistarhúsið. Vextir af láninu eru næstum tuttugu prósent. Lífeyrissjóðir hafa átt í óformlegum viðræðum við Austurhöfn, eiganda tónlistar og ráðstefnuhússins í Reykjavík, um að taka þátt í fjármögnun verksins. 14.4.2009 19:04
Bæði FL og Landsbanki fóru í samstarf við opinbera aðila í orkumálum Bæði Landsbankinn og FL Group fóru í samstarf í orkumálum við opinbera aðila, undir forystu Sjálfstæðisflokksins árið 2007. Þetta gerðist hvort tveggja eftir að fyrirtækin greiddu Sjálfstæðisflokknum risastyrki. 14.4.2009 18:40
Talsverð hækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í Eimskipi hækkaði um 25 prósent í Kauphöllinni í dag og bréf Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, um 24,25 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa á Marel Food Systems um 12,91 prósent. Bréf Össurar fóru upp um 1,01 prósent og Færeyjabanka um 0,4 prósent. 14.4.2009 16:15
Opin Kerfi Group hefja viðræður við lánadrottna um kröfur þeirra Stjórn Opin Kerfi Group hf. mun á næstunni hefja viðræður við lánadrottna félagsins um uppgjör á kröfum á hendur félagsins þar á meðal skuldabréfa með heitið OPKF 01 1, sem eru á gjalddaga þann 20.apríl 2009. 14.4.2009 15:12
Marel selur eignir fyrir sex milljarða Marel hefur selt eignir utan kjarnastarfsemi sinnar fyrir samtals 37,5 milljónir evra eða rúmlega 6 milljarða kr. 14.4.2009 14:57
SPM greiðir ekki vexti og afborganir af skuldabréfaflokkum Sparisjóður Mýrarsýslu (SPM) hefur sent tilkynningu til kauphallarinnar þar sem segir að SPM muni ekki greiða afborganir né vexti af skuldabréfaflokkum sínum á næstunni. Þar á meðal er flokkur sem er á gjalddaga þann 15. apríl. 14.4.2009 14:47
Liklegt að ferðamönnum fjölgi og þeir kaupi meira en áður Líklegt er að ferðamannaiðnaðurinn muni taka verulega við sér í sumar og að lágt gengi krónunnar verði til þess að ferðamönnum muni fjölga og að þeir ferðamenn sem hingað komi muni kaupa meira en áður. 14.4.2009 12:00
Askar fær frest frá FME til að lagfæra eiginfjárhlutfall sitt Eiginfjárhlutfall Askar Capital er nú undir lögbundnu 8% lágmarki og hefur félagið frest frá Fjármálaeftirlitinu (FME) til að koma eiginfjárhlutfallinu í lögbundið horf. 14.4.2009 11:30
Áfram eftirspurn eftir ríkisvíxlum Seðlabanki Íslands efndi til útboðs á flokki ríkisvíxla þann 8. apríl síðastliðinn. Alls bárust 49 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 54,4 milljarða kr. að nafnverði. 14.4.2009 11:12
Gengi krónunnar veikist töluvert, evran yfir 170 kr Gengi krónunnar hefur veikst töluvert í morgun og er evran nú komin í rúmlega 179 kr. Gengisvístalan hefur hækkað um 1,8% í morgun og er nú um 224 stig. 14.4.2009 11:06
Tæplega 500 Hollendingar krefjast Icesave borgunnar Alls hafa 469 Hollendingar, sem áttu yfir 100.000 evrur á Icesave reikningum, sent Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bréf þar sem þeir krefjast borgunnar á innistæðum sínum. Vilja þeir að forsætisráðherra geri málið að forgangsmáli sínu þrátt fyrir komandi kosningar. 14.4.2009 10:41
Hlutabréf Eimskips rjúka upp um 25 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði um 25 prósent í einum viðskiptum upp á 32 þúsund krónur við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Marel Food Systems hækkað um 1,29 prósent og Færeyjabanka um 0,4 prósent. 14.4.2009 10:18
Landsbankinn lækkar vexti Landsbankinn hefur tilkynnt um lækkun vaxta og tók vaxtabreytingin gildi 11. apríl. 14.4.2009 09:39
Spyr hvort nýtt Enron-mál bíði íslenskra rannsakenda Þegar rannsakendur bankahrunsins á Íslandi fara að komast til botns í því sem þeir eru að skoða er hugsanlegt að þeirra bíði nýtt Enron-mál, skrifar Rowena Mason, blaðamaður Daily Telegraph á vefsíðu blaðsins í gærkvöldi. 14.4.2009 08:12
Samið um uppbyggingu gagnavera á Íslandi Greenstone ehf., félag í eigu íslendinga, hollendinga og bandarískra aðila, hefur ritað undir samning við við bandarískt stórfyrirtæki um uppbyggingu gagnavera á Íslandi. Áform eru uppi um að framkvæmdir geti hafist á þessu ári og að fyrstu gagnaverin verði komið í notkun í janúar 2011. 14.4.2009 07:19
Kaup Gaums á fasteignum Baugs til skoðunar Skiptastjóri þrotabú Baugs er með til skoðunar kaup Gaums á fasteignum frá Baugi skömmu áður en félagið fór í gjaldþrot. Breska dagblaðið The Daily Telegraph greinir frá þessu. 13.4.2009 19:00
Gísli Þór Reynisson er látinn Athafnamaðurinn Gísli Þór Reynisson er látinn. Gísli lést eftir skammvinn veikindi á gjörgæsludeild Landsspítalann við Hringbraut aðfaranótt sunnudags. Gísli sem var 43 ára gamall skilur eftir sig eiginkonu og fjögur börn. 13.4.2009 13:51
600 Bretar á Spáni undirbúa málsókn á hendur Landsbankanum Um 600 Bretar sem eiga húsnæði á Spáni undirbúa nú málssókn á hendur Landsbankanum. Þeir reyna nú hvað þeir geta til að koma í veg fyrir að þeir missi heimili sín. 12.4.2009 13:30
Íslandsbanki lækkar vexti Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands. Kaupþing og Landsbankinn hafa ekki tilkynnt um slíkt. 12.4.2009 12:32
Hollenskir Icesaveeigendur skora á Jóhönnu Hópur sparifjáreigenda sem átti fé á reikningum Icesave í Hollandi hefur ritað Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðehrra bréf og krafist lausna á sínum málum 10.4.2009 14:46
Landsbankinn tekur yfir hlut Magnúsar Ármanns í Byr Landsbankinn er orðinn stærsti hluthafinn í Byr með rétt rúmlega 7,5% hlut samkvæmt nýjum hluthafalista sjóðsins sem birtur var á miðvikudag. Landsbankinn hefur tekið yfir hlut Imons, félags athafnamannsins Magnúsar Ármanns, vegna skulda. 10.4.2009 10:00
MP Banki á ekki Arkea eða Exeter Stjórnarformaður MP Banka, Margeir Pétursson, segir í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér fyrir stuttu að bankinn tengist á engan hátt deilumáli vegna lánveitinga stjórnar Byrs vegna eigin stofnfjárbréfa. 9.4.2009 15:47
Vextir jöklabréfa lítið tengdir stýrivöxtum Vextir svonefndra jöklabréfa eru ekki nema að litlu marki tengdir stýrivöxtum Seðlabankans, að mati seðlabankastjóra. Bankinn lækkaði stýrivexti í gær. 9.4.2009 08:00
Sparisjóðirnir lækka vexti inn- og útlána Sparisjóðirnir munu flestir lækka inn- og útlánsvexti frá og með 11. apríl. Breytingin er á bilinu 0,5 til 1,5%. 8.4.2009 16:07
Samkomulag um greiðslujöfnun gengistryggðra lána Viðskiptaráðuneytið, Samtök fjármálafyrirtækja og skilanefnd SPRON hafa í dag gert samkomulag um að tryggja greiðslujöfnun gengistryggðra fasteignaveðlána einstaklinga. Samhliða því gera Samtök fjármálafyrirtækja, Landssamtök lífeyrissjóða, skilanefnd SPRON og Íbúðalánasjóður með sér samkomulag um samþykki síðari veðhafa. Markmið samkomulagsins er að tryggja þau áform ríkisstjórnarinnar, að lækka greiðslubyrði á myntkörfulánum þannig að lántekendur geti staðið í skilum, án þess þó að grípa til afskrifta úr bankakerfinu og/eða verulegs kostnaðar úr ríkissjóði. 8.4.2009 15:25
Stýrivaxtalækkunin meiri en almennt hafði verið spáð Stýrivaxtalækkun Seðlabankans var öllu meiri en almennt hafði verið spáð en markaðir hafa þó tekið tíðindunum með ró. Þetta kemur fram í Morgunkorni Íslandsbanka. Í hádeginu höfðu tiltölulega litlar breytingar orðið á kröfu verðtryggðra sem óverðtryggðra skuldabréfa. 8.4.2009 13:20
Stýrivaxtalækkunin vonbrigði Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir það vera vonbrigði að stýrivaxtalækkunin hafi ekki verið meiri en raun ber vitni. Þrátt fyrir lækkunina í dag eru stýrivextir hér á landi með þeim hæstu í heiminum. 8.4.2009 12:20
Teymi leitar eftir heimild til nauðasamninga Fjarskipta- og hugbúnaðarfyrirtækið Teymi hefur ákveðið að leita eftir heimild hluthafa sinna til þess að hefja formlegar viðræður um nauðasamninga. Í tilkynningu frá félaginu segir að stjórnin fagni vilja stærstu kröfuhafa til að taka þátt í endurskipulagningu félagsins þá segir að umræddar aðgerðir muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur og þjónustu dótturfélaga Teymis. 8.4.2009 11:42
Byr semur við erlenda lánardrottna Byr sparisjóður og erlendir lánveitendur sjóðsins hafa gert með sér samkomulag vegna lánasamninga sem kveða á um lágmarks eiginfjárhlutfall umfram það sem fram kemur í lögum um fjármálafyrirtæki. Fram kemur í tilkynningu að allir lánveitendur samþykktu samkomulagið samhljóða. 8.4.2009 11:39
Gengi Eimskips fellur um 20 prósent Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um 20 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins. Þá lækkaði gengi bréfa í Össuri á sama tíma um 0,11 prósent. 8.4.2009 10:36
Þrír starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot Fjárfestingabankinn Askar Capital hefur sent tilkynningu til Fjármálaeftirlitsins um meint brot þriggja fyrrverandi starfsmanna á lögum og verklagsreglum bankans. 8.4.2009 09:40
Stýrivextir verða 15,5 prósent Seðlabanki Íslands hefur ákveðið að lækka stýrivexti um eitt og hálft prósentustig, úr 17 prósentum í 15,5. Peningastefnunefnd bankans mun kynna rökstuðning fyrir ákvörðun sinni klukkan 11 í dag. 8.4.2009 08:59
MP með mesta veltu Fyrstu þrjá mánuði ársins var MP Banki með mesta markaðshlutdeild í viðskiptum með skuldabréf í Kauphöllinni, samkvæmt nýju yfirliti Nasdaq OMX Iceland. Markaðshlutdeild MP Banka var 24,4 prósent á tímabilinu. Í öðru sæti var Íslandsbanki með 21,29 prósenta hlutdeild og Straumur í því þriðja með 17,35 prósent. 8.4.2009 05:00