Viðskipti innlent

Áfram eftirspurn eftir ríkisvíxlum

Seðlabanki Íslands efndi til útboðs á flokki ríkisvíxla þann 8. apríl síðastliðinn. Alls bárust 49 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 54,4 milljarða kr. að nafnverði.

Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að þetta sé viðlíka eftirspurn og í fyrri útboðum bankans á ríkisvíxlum.

Tilboðum var tekið fyrir 20 milljarða kr. að nafnverði sem var hámark þess sem í boði var. Meðalverðið í útboðinu var 97,365 og vextir því 11,86%. Næsta útboð ríkisvíxla verður 13. maí næstkomandi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×