Viðskipti innlent

Teymi leitar eftir heimild til nauðasamninga

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Teymis.
Fjarskipta- og hugbúnaðarfyrirtækið Teymi hefur ákveðið að leita eftir heimild hluthafa sinna til þess að hefja formlegar viðræður um nauðasamninga. Í tilkynningu frá félaginu segir að stjórnin fagni vilja stærstu kröfuhafa til að taka þátt í endurskipulagningu félagsins þá segir að umræddar aðgerðir muni ekki hafa áhrif á daglegan rekstur og þjónustu dótturfélaga Teymis.

„Undanfarna mánuði hefur Teymi hf. í samstarfi við stærstu kröfuhafa unnið að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins," segir í tilkynningu frá félaginu. „Í kjölfar þess hefur stjórn Teymis ákveðið að boða til hluthafafundar þar sem óskað verður eftir heimild til að hefja formlega viðræður um nauðasamninga."

Þá segir að stjórnin muni leggja til á hluthafafundi þann 20. apríl að hlutafé núverandi eigenda verði fært niður að fullu og gengið verði til samninga við kröfuhafa með það markmið að þeir eignist félagið. „Stjórn Teymis fagnar vilja stærstu kröfuhafanna til að taka þátt í endurskipulagningu félagsins, sem ætlað er að tryggja hagsmuni þeirra og framtíðarrekstur Teymis," segir ennfremur um leið og þess er getið að umræddar aðgerðir munu ekki hafa áhrif á daglegan rekstur og þjónustu dótturfélaga Teymis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×