Viðskipti innlent

Spyr hvort nýtt Enron-mál bíði íslenskra rannsakenda

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þeir Telegraph-menn völdu þessa fallegu mynd með grein Rowenu Mason.
Þeir Telegraph-menn völdu þessa fallegu mynd með grein Rowenu Mason. MYND/Telegraph

Þegar rannsakendur bankahrunsins á Íslandi fara að komast til botns í því sem þeir eru að skoða er hugsanlegt að þeirra bíði nýtt Enron-mál, skrifar Rowena Mason, blaðamaður Daily Telegraph á vefsíðu blaðsins í gærkvöldi.

Mason segir fyrrverandi útrásarhetjur landsins nú úthrópaðar sem glæpamenn eftir að fjöldi Íslendinga glataði stórfé í bankahruninu og þúsundir séu án atvinnu. Haft er eftir Helga Magnúsi Gunnarssyni, yfirmanni efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, að málið hafi komið honum í opna skjöldu og ekkert sé vitað um það með vissu enn þá hverjir verði ákærðir.

Greinina má lesa hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×