Viðskipti innlent

Íslandsbanki lækkar vexti

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.
Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka.

Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka vexti í kjölfar stýrivaxtalækkunar Seðlabanka Íslands. Kaupþing og Landsbankinn hafa ekki tilkynnt um slíkt.

Frá og með gærdeginum, 11. apríl, lækka vextir á óverðtryggðum inn- og útlánum hjá Íslandsbanka. Er þetta til samræmis við lækkun stýrivaxta Seðlabankans úr 17% í 15,5% sem tilkynnt var um síðastliðinn miðvikudag. Vextir á óverðtryggðum inn og útlánum lækka um á bilinu 0,9 - 1,75 prósentustig. Þar að auki hefur Íslandsbanki ákveðið að lækka vexti á verðtryggðum inn og útlánum um eitt prósentustig og tók sú breyting einnig gildi í gær.

Kaupþing og Landsbankinn hafa ekki tilkynnt um sambærilega lækkun vaxta.

Ásmundur Stefánsson bankastjóri Landsbankans hefur sent athugasemd þar sem segir að með þessu sigli Íslandsbanki í kjölfar Landsbankans. Landsbankinn hafi tilkynnt á mánudaginn í síðustu viku um vaxtalækkun um allt að 2,5% á óverðtryggðum vöxtum og 1% lækkun á verðtryggðum vöxtum. Þetta er hér með leiðrétt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×