Viðskipti innlent

Hollenskir Icesaveeigendur skora á Jóhönnu

Hollenskir sparifjáreigendur skora á Jóhönnu Sigurðardóttur að beita sér í Icesave málinu.
Hollenskir sparifjáreigendur skora á Jóhönnu Sigurðardóttur að beita sér í Icesave málinu.

Hópur sparifjáreigenda sem átti fé á reikningum Icesave í Hollandi hefur ritað Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra bréf og krafist lausna á sínum málum.

Hópurinn krefst þess að fá greitt sparifé sitt inn á reikninga Nýja Landsbankans, líkt og íslenskir sparifjáreigendur fengu, eða að fá féð sem tapaðist við hrun Landsbankans bætt með öðrum hætti.

Hópurinn, sem kallar sig Icesaving Association, telur að með þeirri ákvörðun Alþingis, sem mörkuð var með neyðarlögunum 6. Október síðastliðinn, að verja innistæður Íslendinga sé verið að mismuna sparifjáreigendum á grundvelli þjóðernis. Slíkt sé óheimilt samkvæmt EES samningnum. Hópurinn krefst því að Jóhanna vinni að lausn þeirra mála og að stjórnvöld bæti þeim það fé sem tapast hafi umfram það sem hollensk stjórnvöld munu bæta. En þeir sem áttu Icesave reikninga í Hollandi fá greiddar 100 þúsund evrur frá stjórnvöldum þar í landi.

Hrannar B. Arnarson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, sagði í samtali við fréttastofu að hann vissi ekki til þess að Jóhanna hefði móttekið þetta bréf. Hann bætti við að það þýddi þó ekki að það hefði ekki borist.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×