Fleiri fréttir Aflaverðmætið jókst um tæpa 11 milljarða kr. Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 79,7 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2008 samanborið við 68,9 milljarða á sama tímabili árið 2007. Aflaverðmæti hefur aukist um 10,7 milljarða eða 15,6% á milli ára. Aflaverðmæti í október nam 9,3 milljörðum miðað við 6,1 milljarð í október 2007. 16.1.2009 09:09 Eimskip semur við eigendur skuldabréfaflokks um frestun Eimskipafélag Íslands hefur samið við eigendur 90% að virði skuldabréfa í einum af skuldabréfaflokkum sínum sem er 1,6 milljarður kr. að verðmæti. 16.1.2009 08:52 Björn Ingi hættur á Markaðnum - áfram á skjánum Björn Ingi Hrafnsson hefur látið af störfum sem ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins. Hann mun hinsvegar halda áfram með sjónvarpsþátt sinn Markaðurinn með Birni Inga á Stöð 2. Einnig ætlar hann að láta gamlan draum rætast og stofna eigin fjölmiðil á netinu. 16.1.2009 03:00 Eimskip semur við skuldabréfaeigendur Eimskipafélag Íslands hefur samið við eigendur 90% að virði skuldabréfa í flokknum HFEIM081, útgefinn að verðmæti 1,6 milljarðs króna. 15.1.2009 23:04 Borgaði 13 milljarða fyrir hlut í Kaupþingi daginn áður en bankinn féll Bróðir emírsins í Katar greiddi rúmlega þrettán milljarða króna hlut í Kaupþingi, daginn áður en bankinn féll. 15.1.2009 18:31 Straumur synti einn á móti lækkun í Kauphöll Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 4,07 prósent í dag og er það eina hækkunin í Kauphöllinni. Á móti féll gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, um 6,64 prósent, Eimskips um 6,45 prósent og Marel Food Systems um 4,67 prósent. 15.1.2009 16:50 Kröfum Jóns Ásgeirs og Kristínar vísað frá dómi Héraðsdómur hefur vísað frá kröfu systkinanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Kristínar Jóhannesdóttur um að rannsókn á meintum skattalagabotum þeirra yrði úrskurðuð ólögmæt. 15.1.2009 16:45 Samstarf um viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna Undirritaður var í dag rammasamningur um samstarf um viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna. Helsta markmið samningsins er að styrkja samstarf á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda á sviði viðskipta og fjárfestinga. 15.1.2009 16:28 Landsvaki veiti upplýsingar um fjárfestingar peningamarkaðssjóðs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmanni í Landsvaka hf. sé skylt að veita hópi fyrrum eigenda hlutdeildarskirteina í peningamarkaðssjóði Landsbankans upplýsingar um fjárfestingar sjóðsins. 15.1.2009 15:38 Tæplega 40 félög vilja gera upp í erlendum gjaldmiðli Samkvæmt upplýsingum frá ársreikningaskrá hafa 39 félög nýtt sér ákvæði laga um að fá að gera upp í erlendum gjaldmiðli. Hafa þau sótt um heimild ársreikningaskrár til færslu bókhalds og samningar ársreiknings í erlendum gjaldmiðli vegna reikningsársins 2008. 15.1.2009 13:07 Geir útilokar ekki rannsókn á þróuninni eftir bankahrunið Forsætisráðherra útilokar ekki að rannsóknarnefnd Alþingis verði einnig falið að rannsaka þætti sem áttu sér stað eftir bankahrunið. 15.1.2009 12:33 Vísar orðum Sverris Berg til föðurhúsanna Hagar tóku yfir samninga við meira en 40 starfsmenn verslana BT, þegar BT verslanirnar urðu gjaldþrota í lok október síðastliðinn. 15.1.2009 10:37 Fjármálagerningar Eimskips settir á Athugunarlista Fjármálagerningar útgefnir af Eimskip hafa verið færðir á Athugunarlista kauphallarinar með vísan til tilkynningar frá Eimskip í gærdag um fjárhagsstöðu félagsins. 15.1.2009 10:27 Marel Food Systems lækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 2,27 prósent í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Bakkavör, sem hefur lækkað um 1,16 prósent, og í Century Aluminum, sem hefur lækkað um 0,95 prósent. 15.1.2009 10:12 Fulltrúi Al-Thani: Undrast að kvittun finnist ekki Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. 14.1.2009 20:39 Viðskiptasamingur við Bandaríkin undirritaður Christopher S. Wilson, stjórnandi Viðskiptaskrifstofu Bandaríkjanna fyrir Evrópu og Mið-Austurlönd err staddur hér á landi til að undirrita samstarfssamning um viðskipti og fjárfestingar milli Íslands og Bandaríkjanna. Samningurinn verður undirritaður í Ráðherrabústaðnum á morgun. 14.1.2009 18:50 Eigið fé Eimskipafélagsins neikvætt um 25,5 milljarða Eimskipafélag Íslands hefur sent frá frá sér afkomuviðvörun en eigið fé félagsins verður neikvætt vegna aukinna afskrifta um 150 milljónir evra eða 25,5 milljarða króna. 14.1.2009 18:46 Commerzbank eignast hluta af hjarta Reykjavíkur Þýski bankinn Commerzbank mun eignast hluta af hjarta miðborgarinnar. Bankinn tekur hann upp í kröfur sem hann á hendur Samson eignarhaldsfélagi. 14.1.2009 18:35 Century Aluminum féll mest á rauðum degi Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, sem meðal annars rekur álverið á Grundartanga, féll um 9,44 prósent í dag. Þetta er mesta fallið í Kauphöllinni í dag á annars rauðum degi. 14.1.2009 16:53 Morten Lund skuldar Straumi ekki krónu Eins og greint var frá fyrr í dag var rekur danski viðskiptamiðillinn business.dk raunir Mortens Lund. Þar er því haldið fram að Baugur, Straumur og Glitnir hafi allir gert kröfur í þrotabú Lunds, sem er fyrrverandi eigandi Nyhedsavisen í Danmörku. 14.1.2009 16:33 Áætlað tap Seðlabankans 42 milljarðar kr. í fyrra Áætlað tap Seðlabanka Íslands á síðasta ári nemur 42 milljörðum kr.. Þetta kemur fram í efnahagsreikingi bankans sem birtur hefur verið á vefsíðu hans. 14.1.2009 16:27 Segist ekki hafa komið að málum tengdum Baugi Tryggvi Jónsson fyrrum forstjóri Baugs og starfsmaður Landsbankans segist í yfirlýsingu sem hann sendir fjölmiðlum ekki hafa komið nálægt málum hjá bankanum sem tengjast Baugi. Yfirlýsinguna sendir hann í kjölfar frétta um störf Tryggva hjá Landsbankanum sem tengist sölu eigna Árdegis til Senu annarsvegar og þrotabús Árdegis til Haga hins vegar. 14.1.2009 14:30 Skattbyrði hjá flestum lækkar á þessu ári „Niðurstaðan er sú að skattbyrði meginþorra einstaklinga muni minnka á árinu og því má segja að um almenna skattalækkun sé að ræða en ekki skattahækkun,“ segir Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðingur í grein í Vísbendingu um áhrif skattabreytinganna um áramótin. 14.1.2009 14:23 Stjórn Glitnis mun auglýsa stöðu bankastjóra Valur Valsson formaður stjórnar Glitnis segir að stjórnin muni á næstunni ræða um hvenær og með havða hætti staða bankastjóra bankans verði auglýst. Valur ræddi málið við fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í dag. 14.1.2009 13:55 Lánasjóður Sveitarfélaga þarf 12-24 milljarða kr. í fjármögnun Áætluð útgáfa skuldabréfa Lánasjóðs sveitarfélaga árið 2009 til fjármögnunar nýrra útlána er 12 - 24 milljarðar króna. 14.1.2009 13:20 Högnuðust ekki á gengislækkun krónunnar Fjármálaeftirlitið hefur rannsakað hvort ákveðnir aðilar hafi með ólögmætum hætti hagnast á gengislækkun krónunnar í upphafi síðasta árs. Niðurstaðan leiddi í ljós að svo var ekki. 14.1.2009 12:08 Mjög mikill samdráttur í greiðslukortaveltu Íslendinga Mjög mikill samdráttur hefur orðið í greiðslukortaveltu Íslendinga, einkum erlendis þar sem veltan hefur dregist saman um tvo þriðju í desembermánuði miðað við sama tíma í fyrra. 14.1.2009 12:02 Útlán til atvinnuveganna námu 5.500 milljörðum kr. Útlán lánakerfisins til atvinnuveganna námu 5.518 milljörðum kr. í lok september síðastliðnum eða rétt fyrir hrun bankanna. Þetta er um fjórföld áætluð landsframleiðsla síðasta árs. 14.1.2009 11:54 Atvinnuleysi erlendra starfsmanna á landinu er 12% Ljóst er að atvinnuleysi meðal erlendra starfsmanna er mun meira en hið almenna atvinnuleysi og er núna um það bil 12%. 14.1.2009 11:19 Gengi Straums fellur eftir hækkun í vikunni Gengi hlutabréfa í fjárfestingabankanum Straumi féll um 4,03 prósent í dag eftir nokkra hækkun í vikunni. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem féll um 2,22 prósent, auk þess sem bréf Össurar lækkaði um 0,21 prósent. 14.1.2009 10:18 Vextir af krónubréfum 14 milljarðar kr. til loka febrúar Vextir af krónubréfum sem eru á gjalddaga fram til loka febrúar munu nema um 14 milljörðum kr.. Þetta kemur fram í veffréttabréfi Landsbankans í dag. 14.1.2009 10:14 Tíu prósent atvinnuleysi í aldurshópnum 16-24 ára Að meðaltali voru 7.400 manns, eða 4% vinnuaflsins , án vinnu og í atvinnuleit á fjórða ársfjórðungi 2008. Atvinnuleysi mældist 5,1% hjá körlum og 2,9% hjá konum. 14.1.2009 09:46 Aldrei meiri afgangur af vöruskiptum í desember Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir desember 2008 nam útflutningur 54,0 milljörðum króna og innflutningur 29,9 milljörðum króna. Vöruskiptin í desember,voru því hagstæð um 24,1 milljarð króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 14.1.2009 09:42 Guðjón stofnar Hugmyndaráðuneyti „Mér hefur fundist vanta vettvang fyrir fólk til að hittast í raunveruleikanum og mynda tengsl,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, frumkvöðull og leiðbeinandi, löngum kenndur við Oz. 14.1.2009 00:01 FME lét rannsaka Fjármálaeftirlitið (FME) segist hafa fengið til liðs við sig sérstaka sérfræðinga í bókhaldsrannsóknum til að aðstoða sig. Slíkir sérfræðingar eru upp á ensku nefndir Forensic accountants og munu oft vera fengnir til að fara yfir stöðu fyrirtækja og sigta út allt úr bókum félaga sem vekur grunsemdir eða orkar tvímælis. 14.1.2009 00:01 Félagsleg lán eru ekki rót vandans Bandarísku fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac hafa verið í brennipunkti fjármálakreppunnar. Spurningar hafa vaknað um ábyrgð þeirra á hruninu. Einnig hefur verið horft til laga sem skylduðu banka til að veita minnihlutahópum fasteignalán. 14.1.2009 00:01 Stoðir segjast ekki hafa tekið stöðu gegn krónunni Eignarhaldsfélagið Stoðir, sem áður hét FL Group, tók ekki stöðu gegn íslensku krónunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hefur sagt að komi það í ljós að grafið hafi verið grafið undan fjármálakerfinu þá hafi það átt stóran þátt í bankahruninu og það þurfi að rannsaka sérstaklega. 13.1.2009 19:51 Elín sækir ekki um sem bankastjóri í Nýja Landsbankanum Elín Sigfúsdóttir, núverandi bankastjóri Nýja Landsbankans, ætlar ekki að sækja um stöðuna sem bankaráð bankans ákvað í dag að auglýsa lausa til umsóknar. Auglýsingin mun birtast á næstu dögum en Elín mun gegna stöðunni þar til nýr bankastjóri hefur verið ráðinn. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13.1.2009 18:18 Toyota mest seldi bíllinn nítjánda árið í röð Mest seldi bíllinn árið 2008 var Land Cruiser 120 en 485 bílar af þeirri gerð voru skráðir á síðasta ári. Í öðru sæti er Yaris með 478 nýskráningar. Af tíu vinsælustu fólksbílunum hér á landi á síðasta ári eru fimm frá Toyota. 13.1.2009 16:46 Hafnar athugasemdum um óeðlileg hagsmunatengsl Blaðamannafélagið vinnur að málum fyrrverandi starfsmanna Viðskiptablaðsins með sama hætti og unnið var að málum varðandi þrotabú gamla Fréttablaðsins, segir Arna Schram 13.1.2009 15:45 Jólaverslunin: Samdráttur í fyrsta sinn frá 2001 Velta í dagvöruverslun dróst saman um 10,4 prósent á föstu verðlagi í desember miðað við sama mánuð árið áður. Á breytilegu verðlagi jókst veltan um 18,2 prósent á sama tímabili. Þetta þýðir að jólaverslunin minnkaði að raunvirði þó neytendur hafi þurft að verja fleiri krónum til innkaupanna en árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 32 prósent á einu ári, frá desember 2007 til desember 2008, að því er fram kemur í smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst. 13.1.2009 14:33 Nýr stjóri hjá dótturfyrirtæki Marel í Bretlandi Roy Mercer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri AEW Delford Systems, dótturfyrirtækis Marel Food Systems í Bretlandi, frá og með 1. febrúar n.k. 13.1.2009 13:29 Vefur Kaupþings valinn með 10 bestu í heiminum Hið virta bandaríska fyrirtæki, Nielsen Norman Group sem sérhæfir sig í rannsóknum og ráðgjöf á sviði notendahæfis og notendaviðmóts vöru, þjónustu, hugbúnaðar og vefja, hefur valið innrivef Kaupþings sem einn af 10 bestu í heiminum árið 2009. 13.1.2009 13:01 Reikna með líflegri útgáfu ríkisbréfa Líklegt er að útgáfa ríkistryggðra skuldabréfa verði lífleg á árinu, en þó á ríkissjóður að öllum líkindum enn talsvert lausafé í handraðanum til að mæta ört vaxandi fjármögnunarþörf. 13.1.2009 12:26 Krónubréf upp á 98 milljarða á gjalddaga fyrir lok febrúar Krónubréf að upphæð 98 milljarðar kr. eru á gjalddaga fyrir lok febrúar. Stærsti einstaki gjalddaginn er 28 janúar þegar 40 milljarðar eiga að greiðast en útgefandinn að þeim bréfum er Rabobank í Hollandi. 13.1.2009 10:46 Sjá næstu 50 fréttir
Aflaverðmætið jókst um tæpa 11 milljarða kr. Aflaverðmæti íslenskra skipa nam 79,7 milljörðum króna á fyrstu tíu mánuðum ársins 2008 samanborið við 68,9 milljarða á sama tímabili árið 2007. Aflaverðmæti hefur aukist um 10,7 milljarða eða 15,6% á milli ára. Aflaverðmæti í október nam 9,3 milljörðum miðað við 6,1 milljarð í október 2007. 16.1.2009 09:09
Eimskip semur við eigendur skuldabréfaflokks um frestun Eimskipafélag Íslands hefur samið við eigendur 90% að virði skuldabréfa í einum af skuldabréfaflokkum sínum sem er 1,6 milljarður kr. að verðmæti. 16.1.2009 08:52
Björn Ingi hættur á Markaðnum - áfram á skjánum Björn Ingi Hrafnsson hefur látið af störfum sem ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins. Hann mun hinsvegar halda áfram með sjónvarpsþátt sinn Markaðurinn með Birni Inga á Stöð 2. Einnig ætlar hann að láta gamlan draum rætast og stofna eigin fjölmiðil á netinu. 16.1.2009 03:00
Eimskip semur við skuldabréfaeigendur Eimskipafélag Íslands hefur samið við eigendur 90% að virði skuldabréfa í flokknum HFEIM081, útgefinn að verðmæti 1,6 milljarðs króna. 15.1.2009 23:04
Borgaði 13 milljarða fyrir hlut í Kaupþingi daginn áður en bankinn féll Bróðir emírsins í Katar greiddi rúmlega þrettán milljarða króna hlut í Kaupþingi, daginn áður en bankinn féll. 15.1.2009 18:31
Straumur synti einn á móti lækkun í Kauphöll Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 4,07 prósent í dag og er það eina hækkunin í Kauphöllinni. Á móti féll gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, um 6,64 prósent, Eimskips um 6,45 prósent og Marel Food Systems um 4,67 prósent. 15.1.2009 16:50
Kröfum Jóns Ásgeirs og Kristínar vísað frá dómi Héraðsdómur hefur vísað frá kröfu systkinanna Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Kristínar Jóhannesdóttur um að rannsókn á meintum skattalagabotum þeirra yrði úrskurðuð ólögmæt. 15.1.2009 16:45
Samstarf um viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna Undirritaður var í dag rammasamningur um samstarf um viðskipti og fjárfestingar á milli Íslands og Bandaríkjanna. Helsta markmið samningsins er að styrkja samstarf á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda á sviði viðskipta og fjárfestinga. 15.1.2009 16:28
Landsvaki veiti upplýsingar um fjárfestingar peningamarkaðssjóðs Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að fyrrverandi framkvæmdastjóra og stjórnarmanni í Landsvaka hf. sé skylt að veita hópi fyrrum eigenda hlutdeildarskirteina í peningamarkaðssjóði Landsbankans upplýsingar um fjárfestingar sjóðsins. 15.1.2009 15:38
Tæplega 40 félög vilja gera upp í erlendum gjaldmiðli Samkvæmt upplýsingum frá ársreikningaskrá hafa 39 félög nýtt sér ákvæði laga um að fá að gera upp í erlendum gjaldmiðli. Hafa þau sótt um heimild ársreikningaskrár til færslu bókhalds og samningar ársreiknings í erlendum gjaldmiðli vegna reikningsársins 2008. 15.1.2009 13:07
Geir útilokar ekki rannsókn á þróuninni eftir bankahrunið Forsætisráðherra útilokar ekki að rannsóknarnefnd Alþingis verði einnig falið að rannsaka þætti sem áttu sér stað eftir bankahrunið. 15.1.2009 12:33
Vísar orðum Sverris Berg til föðurhúsanna Hagar tóku yfir samninga við meira en 40 starfsmenn verslana BT, þegar BT verslanirnar urðu gjaldþrota í lok október síðastliðinn. 15.1.2009 10:37
Fjármálagerningar Eimskips settir á Athugunarlista Fjármálagerningar útgefnir af Eimskip hafa verið færðir á Athugunarlista kauphallarinar með vísan til tilkynningar frá Eimskip í gærdag um fjárhagsstöðu félagsins. 15.1.2009 10:27
Marel Food Systems lækkar mest í byrjun dags Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 2,27 prósent í dag. Á eftir fylgir gengi bréfa í Bakkavör, sem hefur lækkað um 1,16 prósent, og í Century Aluminum, sem hefur lækkað um 0,95 prósent. 15.1.2009 10:12
Fulltrúi Al-Thani: Undrast að kvittun finnist ekki Telma Halldórsdóttir, stjórnarmaður í fjárfestingarfélaginu Q Iceland Finance, undrast frétt Ríkissjónvarpsins í kvöld þar sem fullyrt var að yfirvöld hér á landi skoði nú hvort tugmilljarða kaup fjárfesta frá Katar á hlutabréfum í Kaupþingi síðasta haust hafi verið blekking. ,,Ég skil ekki að þeir finni ekki umræddar kvittanir." Ekki var haft samband við Telmu vegna fréttar RÚV. 14.1.2009 20:39
Viðskiptasamingur við Bandaríkin undirritaður Christopher S. Wilson, stjórnandi Viðskiptaskrifstofu Bandaríkjanna fyrir Evrópu og Mið-Austurlönd err staddur hér á landi til að undirrita samstarfssamning um viðskipti og fjárfestingar milli Íslands og Bandaríkjanna. Samningurinn verður undirritaður í Ráðherrabústaðnum á morgun. 14.1.2009 18:50
Eigið fé Eimskipafélagsins neikvætt um 25,5 milljarða Eimskipafélag Íslands hefur sent frá frá sér afkomuviðvörun en eigið fé félagsins verður neikvætt vegna aukinna afskrifta um 150 milljónir evra eða 25,5 milljarða króna. 14.1.2009 18:46
Commerzbank eignast hluta af hjarta Reykjavíkur Þýski bankinn Commerzbank mun eignast hluta af hjarta miðborgarinnar. Bankinn tekur hann upp í kröfur sem hann á hendur Samson eignarhaldsfélagi. 14.1.2009 18:35
Century Aluminum féll mest á rauðum degi Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, sem meðal annars rekur álverið á Grundartanga, féll um 9,44 prósent í dag. Þetta er mesta fallið í Kauphöllinni í dag á annars rauðum degi. 14.1.2009 16:53
Morten Lund skuldar Straumi ekki krónu Eins og greint var frá fyrr í dag var rekur danski viðskiptamiðillinn business.dk raunir Mortens Lund. Þar er því haldið fram að Baugur, Straumur og Glitnir hafi allir gert kröfur í þrotabú Lunds, sem er fyrrverandi eigandi Nyhedsavisen í Danmörku. 14.1.2009 16:33
Áætlað tap Seðlabankans 42 milljarðar kr. í fyrra Áætlað tap Seðlabanka Íslands á síðasta ári nemur 42 milljörðum kr.. Þetta kemur fram í efnahagsreikingi bankans sem birtur hefur verið á vefsíðu hans. 14.1.2009 16:27
Segist ekki hafa komið að málum tengdum Baugi Tryggvi Jónsson fyrrum forstjóri Baugs og starfsmaður Landsbankans segist í yfirlýsingu sem hann sendir fjölmiðlum ekki hafa komið nálægt málum hjá bankanum sem tengjast Baugi. Yfirlýsinguna sendir hann í kjölfar frétta um störf Tryggva hjá Landsbankanum sem tengist sölu eigna Árdegis til Senu annarsvegar og þrotabús Árdegis til Haga hins vegar. 14.1.2009 14:30
Skattbyrði hjá flestum lækkar á þessu ári „Niðurstaðan er sú að skattbyrði meginþorra einstaklinga muni minnka á árinu og því má segja að um almenna skattalækkun sé að ræða en ekki skattahækkun,“ segir Arnald Sölva Kristjánsson hagfræðingur í grein í Vísbendingu um áhrif skattabreytinganna um áramótin. 14.1.2009 14:23
Stjórn Glitnis mun auglýsa stöðu bankastjóra Valur Valsson formaður stjórnar Glitnis segir að stjórnin muni á næstunni ræða um hvenær og með havða hætti staða bankastjóra bankans verði auglýst. Valur ræddi málið við fjármálaráðherra og viðskiptaráðherra í dag. 14.1.2009 13:55
Lánasjóður Sveitarfélaga þarf 12-24 milljarða kr. í fjármögnun Áætluð útgáfa skuldabréfa Lánasjóðs sveitarfélaga árið 2009 til fjármögnunar nýrra útlána er 12 - 24 milljarðar króna. 14.1.2009 13:20
Högnuðust ekki á gengislækkun krónunnar Fjármálaeftirlitið hefur rannsakað hvort ákveðnir aðilar hafi með ólögmætum hætti hagnast á gengislækkun krónunnar í upphafi síðasta árs. Niðurstaðan leiddi í ljós að svo var ekki. 14.1.2009 12:08
Mjög mikill samdráttur í greiðslukortaveltu Íslendinga Mjög mikill samdráttur hefur orðið í greiðslukortaveltu Íslendinga, einkum erlendis þar sem veltan hefur dregist saman um tvo þriðju í desembermánuði miðað við sama tíma í fyrra. 14.1.2009 12:02
Útlán til atvinnuveganna námu 5.500 milljörðum kr. Útlán lánakerfisins til atvinnuveganna námu 5.518 milljörðum kr. í lok september síðastliðnum eða rétt fyrir hrun bankanna. Þetta er um fjórföld áætluð landsframleiðsla síðasta árs. 14.1.2009 11:54
Atvinnuleysi erlendra starfsmanna á landinu er 12% Ljóst er að atvinnuleysi meðal erlendra starfsmanna er mun meira en hið almenna atvinnuleysi og er núna um það bil 12%. 14.1.2009 11:19
Gengi Straums fellur eftir hækkun í vikunni Gengi hlutabréfa í fjárfestingabankanum Straumi féll um 4,03 prósent í dag eftir nokkra hækkun í vikunni. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem féll um 2,22 prósent, auk þess sem bréf Össurar lækkaði um 0,21 prósent. 14.1.2009 10:18
Vextir af krónubréfum 14 milljarðar kr. til loka febrúar Vextir af krónubréfum sem eru á gjalddaga fram til loka febrúar munu nema um 14 milljörðum kr.. Þetta kemur fram í veffréttabréfi Landsbankans í dag. 14.1.2009 10:14
Tíu prósent atvinnuleysi í aldurshópnum 16-24 ára Að meðaltali voru 7.400 manns, eða 4% vinnuaflsins , án vinnu og í atvinnuleit á fjórða ársfjórðungi 2008. Atvinnuleysi mældist 5,1% hjá körlum og 2,9% hjá konum. 14.1.2009 09:46
Aldrei meiri afgangur af vöruskiptum í desember Samkvæmt bráðabirgðatölum fyrir desember 2008 nam útflutningur 54,0 milljörðum króna og innflutningur 29,9 milljörðum króna. Vöruskiptin í desember,voru því hagstæð um 24,1 milljarð króna samkvæmt bráðabirgðatölum. 14.1.2009 09:42
Guðjón stofnar Hugmyndaráðuneyti „Mér hefur fundist vanta vettvang fyrir fólk til að hittast í raunveruleikanum og mynda tengsl,“ segir Guðjón Már Guðjónsson, frumkvöðull og leiðbeinandi, löngum kenndur við Oz. 14.1.2009 00:01
FME lét rannsaka Fjármálaeftirlitið (FME) segist hafa fengið til liðs við sig sérstaka sérfræðinga í bókhaldsrannsóknum til að aðstoða sig. Slíkir sérfræðingar eru upp á ensku nefndir Forensic accountants og munu oft vera fengnir til að fara yfir stöðu fyrirtækja og sigta út allt úr bókum félaga sem vekur grunsemdir eða orkar tvímælis. 14.1.2009 00:01
Félagsleg lán eru ekki rót vandans Bandarísku fasteignalánasjóðirnir Fannie Mae og Freddie Mac hafa verið í brennipunkti fjármálakreppunnar. Spurningar hafa vaknað um ábyrgð þeirra á hruninu. Einnig hefur verið horft til laga sem skylduðu banka til að veita minnihlutahópum fasteignalán. 14.1.2009 00:01
Stoðir segjast ekki hafa tekið stöðu gegn krónunni Eignarhaldsfélagið Stoðir, sem áður hét FL Group, tók ekki stöðu gegn íslensku krónunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hefur sagt að komi það í ljós að grafið hafi verið grafið undan fjármálakerfinu þá hafi það átt stóran þátt í bankahruninu og það þurfi að rannsaka sérstaklega. 13.1.2009 19:51
Elín sækir ekki um sem bankastjóri í Nýja Landsbankanum Elín Sigfúsdóttir, núverandi bankastjóri Nýja Landsbankans, ætlar ekki að sækja um stöðuna sem bankaráð bankans ákvað í dag að auglýsa lausa til umsóknar. Auglýsingin mun birtast á næstu dögum en Elín mun gegna stöðunni þar til nýr bankastjóri hefur verið ráðinn. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 13.1.2009 18:18
Toyota mest seldi bíllinn nítjánda árið í röð Mest seldi bíllinn árið 2008 var Land Cruiser 120 en 485 bílar af þeirri gerð voru skráðir á síðasta ári. Í öðru sæti er Yaris með 478 nýskráningar. Af tíu vinsælustu fólksbílunum hér á landi á síðasta ári eru fimm frá Toyota. 13.1.2009 16:46
Hafnar athugasemdum um óeðlileg hagsmunatengsl Blaðamannafélagið vinnur að málum fyrrverandi starfsmanna Viðskiptablaðsins með sama hætti og unnið var að málum varðandi þrotabú gamla Fréttablaðsins, segir Arna Schram 13.1.2009 15:45
Jólaverslunin: Samdráttur í fyrsta sinn frá 2001 Velta í dagvöruverslun dróst saman um 10,4 prósent á föstu verðlagi í desember miðað við sama mánuð árið áður. Á breytilegu verðlagi jókst veltan um 18,2 prósent á sama tímabili. Þetta þýðir að jólaverslunin minnkaði að raunvirði þó neytendur hafi þurft að verja fleiri krónum til innkaupanna en árið áður. Verð á dagvöru hækkaði um 32 prósent á einu ári, frá desember 2007 til desember 2008, að því er fram kemur í smásöluvísitölu Rannsóknarseturs verslunarinnar á Bifröst. 13.1.2009 14:33
Nýr stjóri hjá dótturfyrirtæki Marel í Bretlandi Roy Mercer hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri AEW Delford Systems, dótturfyrirtækis Marel Food Systems í Bretlandi, frá og með 1. febrúar n.k. 13.1.2009 13:29
Vefur Kaupþings valinn með 10 bestu í heiminum Hið virta bandaríska fyrirtæki, Nielsen Norman Group sem sérhæfir sig í rannsóknum og ráðgjöf á sviði notendahæfis og notendaviðmóts vöru, þjónustu, hugbúnaðar og vefja, hefur valið innrivef Kaupþings sem einn af 10 bestu í heiminum árið 2009. 13.1.2009 13:01
Reikna með líflegri útgáfu ríkisbréfa Líklegt er að útgáfa ríkistryggðra skuldabréfa verði lífleg á árinu, en þó á ríkissjóður að öllum líkindum enn talsvert lausafé í handraðanum til að mæta ört vaxandi fjármögnunarþörf. 13.1.2009 12:26
Krónubréf upp á 98 milljarða á gjalddaga fyrir lok febrúar Krónubréf að upphæð 98 milljarðar kr. eru á gjalddaga fyrir lok febrúar. Stærsti einstaki gjalddaginn er 28 janúar þegar 40 milljarðar eiga að greiðast en útgefandinn að þeim bréfum er Rabobank í Hollandi. 13.1.2009 10:46